Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Page 85
MANNALÁT
67
Pétursson, verzlunarmaður og bóndi, og
Ingibjörg Eiríksdóttir, er lengi bjuggu
í Piney-byggð.
10. Guðmundur Walgar Magnússon
nuddlæknir, á sjúkrahúsi í Winnipeg.
Fæddur 20. sept. 1897, líklega á Akra-
nesi, því að þar ólst hann upp. Foreldr-
ar: Magnús Jónsson og Þórunn Kára-
dóttir. Kom af íslandi til Winnipeg 1927.
12. Herbert Lawrence Thorvaldson, 23
ára, sonur Mr. og Mrs. T. R. Thorvald-
son í Winnipeg.
12. Jónína Jónasdóttir Eyjólfsson,
ekkja Pauls Eyjólfssonar, á heimili sínu
í Wynyard, Sask. Frá Svínaskála í Reyð-
arfirði, fædd 20. júní 1863. Fluttist vest-
ur um haf til Winnipeg 1893, ári síðar
til Park River, N. Dakota, en þaðan til
Wynyard 1917.
19. Helgi Hermann Helgason, frá
Gimli, á sjúkrahúsi í St. Boniface, Man.
Hann var 71 árs, fæddur í Árnes, Man.
21.. Guðmundur P. Guðmundsson, í
Elfros, Sask. Fæddur í Firði í Seyðis-
firði, Norður-Múlasýslu 4. júlí 1887. For-
eldrar: Páll Guðmundsson og Dorothea
Guðmundsdóttir. Kom vestur um haf
ársgamall til Winnipeg, en fluttist það-
an 1908 til Hólarbyggðarinnar í grennd
við Elfros og var þar bóndi í mörg ár.
23. Pálína Margrét Johnson (ekkja
Davíðs Johnson), fyrrum í Selkirk, Man.,
a elliheimilinu „Betel“ að Gimli. Fædd
a íslandi 14. júní 1883. Foreldrar: Hafliði
Eiríksson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
24. Skafti W. (Vilhjálmur) Guðmunds-
son, að heimili sínu í Waukegan, Illinois.
Fæddur í grennd við Mountain, N. Dak.
27. sept. 1891. Foreldrar: Gunnar Guð-
mundsson og Elín Pálmadóttir, frum-
herjar í Mountain-byggð. Hafði átt
heima í Chicago og nágrenni síðan 1923.
Áhugamaður um hljómlist.
25. Guðrún Stefanía Anderson, frá
winnipeg, í bílslysi, 39 ára gömul.
29. Helga Björnson, ekkja Guðmundar
Björnson, að heimili sínu í Flatbush, Al-
berta. Fædd á íslandi 13. okt. 1861. Þau
hjónin fluttu vestur um haf 1901; áttu
stutta_ dvöl í N. Dakota og námu síðan
land í Markerville-byggðinni í Alberta.
NÓVEMBER 1959
5. Jóhanna Guðfinna Guttormsson,
ekkja Jósephs Thorsteins Guttormsson-
?r> að heimili sínu í Árborg, Man., 74
ara að aldri.
., 10. Nikkolína Friðriksson, ekkja Guð-
lons S. Friðrikssonar, fyrrum í Selkirk,
Man., á elliheimilinu „Betel“ að Gimli,
yl ars gömul. Ættuð frá Syðstugrund í
Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar: Jón
Hallgrímsson og Elsabet Jónsdóttir. Kom
til Vesturheims 1902.
13. Indriði Jónatansson fiskiumsjónar-
maður, að heimili sínu í Winnipeg.
Fæddur að Gimli 27. apríl 1912. Foreldr-
ar: Jón og Anna Jónatansson.
13. Guðbjörg Patrick, á heimili sínu í
Riverton, Man., 73 ára að aldri. Fædd
á Hnjóti í örlygshöfn í Patreksfirði.
Foreldrar: Guðbjartur Jónsson og Sigríð-
ur Össursdóttir. Kom vestur um haf 1911.
13. Egill Erlendsson, á sjúkrahúsi í
Chicago, 111. Árnesingur að uppruna,
fæddur 21. júní 1881, og var uppalinn í
Biskupstungum. Fluttist til Vesturheims
fyrir 50 árum, var um nokkur ár í Winni-
peg og starfaði við Heimskringlu, búsett-
ur í Chicago síðan um 1920.
21. Kjartan Vigfússon trésmiður, á
sjúkrahúsi í Chicago, 111. Fæddur á ön-
undarfirði 14. sept. 1885. Kom af ís-
landi til Chicago 1916.
27. Sigurlína Stratton, á heimili sínu í
Winnipeg, 69 ára gömul. Fædd á íslandi,
en búsett í Winnipeg síðastliðin 40 ár.
27. Jóhanna T. Einarsson, ekkja Berg-
þórs Einarssonar, frá Gimli, á Almenna
sjúkrahúsinu í Winnipeg. Fædd að Ár-
nes, Man., en lengstum búsett að Gimli.
29. Sveinn Oddsson prentari, á elli-
heimilinu „Betel“ að Gimli. Fæddur 14.
jan. 1883 í Sauðagerði við Reykjavík.
Foreldrar: Oddur Tómasson og Krist-
björg Björnsdóttir. Fluttist vestur um
haf 1903. Hafði stundað prentiðn í Min-
neota, Minn., Wynyard, Sask., og lengi
í Winnipeg. Fór með fyrsta Ford-bílinn
til Reykjavíkur 1913, og telst það upp-
haf bílaaldar á íslandi.
DESEMBER 1959
5. Gertrude Jóhannesson, frá Árborg,
Man., í Winnipeg, 84 ára gömul. Kom til
Kanada fyrir 60 árum og hefir átt heima
í Árborg síðustu 20 árin.
5. Stephan (Stefán) Guttormsson land-
mælingamaður, á sjúkrahúsi í Winnipeg,
82 ára að aldri. Foreldrar: Guttormur
Þorsteinsson og Birgitta Jósepsdóttir frá
Krossavík í Vopnafirði; kom með þeim
af íslandi til Nýja íslands 1893.
8. Guðrún Borgfjörð, ekkja Jóns Borg-
fjörð, frá Árborg, Man., á sjúkrahúsi í
Winnipeg, 91 árs gömul. Þau hjón námu
land í Árdalsbyggð í Nýja íslandi 1889
og bjuggu þar síðan.
26. Guðmundur Goodman, að heimili
sínu í Winnipeg, áttræður að aldri. Flutt-
ist af íslandi til Kanada fyrir 70 árum.
Hafði verið starfsmaður hjá Canadian
National járnbrautarfélaginu.