Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 86

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 86
Fertugasta ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi var sett í Góðtemplarahúsinu við Sar- gentstræti, kl. 10 f. h., mánud. 23. febr. 1959. Aðsókn var í betra lagi. Forseti Þjóðræknisfélags, dr. Richard Beck, setti þingið, og ritari las áætlaða dagskrá þingsins. Dr. Valdimar J. Eylands flutti bæn, og sungnir voru sálmarnir „Eilífi faðir“ eftir sr. Valdimar Briem og „Trúðu frjáls á guð hins góða“ eftir sr. Matthías Jochumsson Forseti, dr. Richard Beck, tók að því búnu til máls og minnt- ist hins fertugasta afmælis Þjóðræknis- félagsins, gaf greinargott yfirlit um sögu þess og flutti ársskýrslu sína. Minntist forseti sérstaklega þeirra meðlima Þjóð- ræknisfélagsins, er látizt höfðu á árinu, og risu fundargestir úr sætum í virðing- arskyni við hina látnu. Kæru landar! Heiðruðu fulltrúar og gestir! Vér erum hér saman komin á fertug- asta ársþingi og afmæli félags vors, og er þar óneitanlega um merk tímamót að ræða í sögu þess. Þegar slíkum áfanga hefir verið náð, hvarflar hugurinn eðli- lega aftur í tímann og staðnæmist við stofnun félagsskaparins og stofnendur hans. Þannig fer oss einnig á þessu sögu- lega afmæli Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi. Og er vér rennum sjónum yfir sögu þess, komumst vér fljótt að raun um, að það á sér langa forsögu og merkilegan aðdraganda. Það stendur djúpum rótum í þeirri einlægu ást til ættlandsins og á íslenzkum menningar- erfðum, sem svipmerkt hefir fslendinga vestan hafs, síðan á fyrstu landnámsár- um þeirra hér í álfu og fram á þennan dag. Skáldið mikla talaði áreiðanlega beint út úr hjarta alls þorra heima- alinna fslendinga hér vestan hafs, að ekki sé sterkar að orði kveðið, þegar hann orti ljóðlínurnar ódauðlegu: En svo ert þú, íslands, í eðli mitt fest að einungis gröfin oss skilur. Hin mörgu félög, öll hin þjóðræknis- legu samtök, sem íslendingar hafa stofn- að á langri vegferð sinni í Vesturheimi, eru sprottin úr jarðvegi þess djúpstæða ræktarhuga, og Þjóðræknisfélagið sjálft er, eins og ég og fleiri hafa bent á ann- ars staðar, arftaki eldri íslendingafélaga, allar götur aftur til hins fyrsta slíks fé- lagsskapar hér í álfu, íslendingafélags- ins, sem stofnað var í Milwaukee, Wiscon- sin, þann söguríka dag 2. ágúst 1874, eða fyrir 85 árum síðan. Þó að freistandi væri og lærdómsríkt um margt, fer ég eigi lengra inn á svið forsögu félags vors. En það átti sér einnig mjög athyglisverð- an nánari aðdraganda. Fögur blóm spretta stundum úr mold á hinum ólíklegustu stöðum. Þjóðrækn- isfélagið var í vissum skilningi ávöxtur örlagaþungra ára heimsstyrjaldarinnar fyrri, vaxið upp úr því mikla ölduróti, sem hún olli í félagslífinu og hugsun manna, ekki sízt þeirri þröngsýnu og skammsýnu skoðun þeirra ára, sem gera vildi útlægar bæði í Bandaríkjunum og Kanada erlendar tungur og menningar- erfðir. Alla skyldi bræða saman í snar- kasti í einni allsherjar þjóðardeiglu, en um hitt var minna hirt af fylgjendum þeirrar stefnu, hversu mörg og ómetan- leg menningarverðmæti færi forgörðum í slíkri sambræðslu. Ekki verður það mál nánar rakið hér, en skilmerkilega og glögglega er sú saga sögð í ritgerð dr. Rögnvaldar Péturssonar, fyrsta forseta félags vors, „Þjóðræknisfélagið 20 ára,‘ í Tímariti þess 1939. Hins vegar var ekki hrapað að stofn- un þessa félagsskapar vors; hún var vandlega undirbúin með fundarhöldum og nefndarskipunum hinna ágætustu fulltrúa úr hinum ýmsu félagslegu sam- tökum íslendinga hér í borg með sam- vinnu við byggðir vorar víðs vegar. U® það verð ég einnig, tímans vegna, að láta mér nægja að vísa til fyrrgreindrar ritgerðar dr. Rögnvaldar og ritgerðar minnar „Aldarfjórðungsafmæli Þjóð- ræknisfélagsins“ í Tímariti þess 1944. Stofnfundur Þjóðræknisfélagsins var haldinn 25.—27. marz 1919 í þessu sam- komuhúsi, þar sem öll ársþing þess hata síðan haldin verið. Fundarstjóri var kos- inn Jón J. Bíldfell, en skrifari séra Guo- mundur Árnason. Af hálfu Winnipeg' íslendinga mættu 20 fulltrúar á stofn- fundinum og auk þeirra fjöldi erindreka úr hinum íslenzku byggðarlögum, svo ao samtals sóttu fundinn fulltrúar fra 4^ stöðum utan úr sveitum vorum, W-- Dakota, Saskatchewan og Manitoba. Sýnir það ljóslega, hve sterk ítök félags- hugmyndin átti í hugum íslenzks ai- mennings í landi hér. En þó að mai'S' verðugt væri, á ég þess ekki kost að teija upp nöfn hinna mörgu, sem gengu i te-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.