Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 89
ÞINGTÍÐINDI
71
einnig hlotið þann vitnisburð margra
ágætra dómbærra manna heima_ á ís-
landi, að það sé eitt merkasta tímarit,
sem út hafi komið á íslenzku á síðari ár-
um. Megum vér þeim dómi vel una, og
getur hann jafnframt verið oss til skiln-
ingsauka á gildi útgáfu Tímarits vors.
Þá liggur það í augum uppi, hversu
mikill og merkur þáttur þjóðræknisþing-
in og fræðslu- og skemmtisamkomurnar
í sambandi við þau hafa verið og eru í
starfsemi félagsins, og myndi félagslíf
vort hafa verið og vera stórum snauð-
ara, ef þeirra nyti ekki við til vetrar-
styttingar. Er það sagt með fullri viður-
kenningu á hlutdeild þeirra félaga, deild-
arinnar „Fróns“ og „The Icelandic Ca-
nadian Club,“ sem þar hafa komið mest
við sögu.
Hér hefir verið stiklað á stóru í starfs-
sögu félags vors, og ýmislegs látið óget-
ið, tímans vegna, sem verðugt hefði ver-
ið að dvelja við; en þeim, sem vilja sjálf-
um sér til fróðleiks og ummælum mín-
um til staðfestingar, kynna sér nánar
sögu Þjóðræknisfélagsins og starfsferil,
leyfi ég mér að vísa til fyrrnefndra rit-
gerða okkar dr. Rögnvaldar Péturssonar,
og um síðastliðin 15 ár til þingbókarinn-
ar í Tímariiinu og frásagna blaða vorra.
En það, sem félagið sjálft hefir afrek-
að, stjórnarnefnd þess eða aðrir í um-
boði hennar, er eigi nema önnur hliðin á
starfsemi þess; hin hliðin, og sízt sú
ómerkari, er margþætt starf deilda fé-
lagsins í byggðum og borgum, sem skráð
er, og þó ekki nema að litlu leyti, í
skýrslum þeirra. Hver fær talið sporin
eða handtökin, tímann eða orkuna, er
fjölmargar konur sem karlar, hafa lagt
af mörkum, að ógleymdum beinum fjár-
útlátum, í þarfir deilda Þjóðræknisfé-
lagsins og jafnframt í þágu félagsskap-
arins sjálfs í víðtækari merkingu? Slík
fórnfæring í þjónustu menningarlegra
hugsjónar og framkvæmdar hennar í
verki verður hvorki auðveldlega tölum
talin né á vog metin. En í félagsins nafni
vil ég á þessum tímamótum þakka deild-
arfólki voru víðs vegar trúnaðinn við
málstað vorn og starfið allt deildunum
og félaginu til eflingar.
Nú kemur mér ekki í hug að halda því
fram^ að margt hefði ekki mátt betur
fara í starfi voru, enda er því svo farið
um öll mannanna verk. Hugsjónir vorar
eða draumar rætast löngum eigi nema
að nokkru eða jafnvel að litlu leyti. Á
felagsskap vorum sem öðrum athöfnum
vor mannanna barna sannast orð skálds-
ms:
Sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
Hvað sem því líður, þá ætla ég það
mála sannast, að félagið hafi drjúgum
meir en réttlætt tilveru sína, að hrak-
spárnar, sem fylgdu því úr hlaði af
sumra hálfu, hafi í rauninni reynzt miklu
ósannari heldur en góðspárnar, sem
fram voru bornar úr mörgum áttum í
ræðu og riti við vöggu þess, svo sem í
hinu fagra kvæði Stephans G. Stephans-
sonar „Þing-kvöð“, sem öndvegi skipar
í fyrsta árgangi Tímarits vors og þar sem
vor þjóðræknislega stefnuskrá er færð í
hreimmikinn og eggjandi ljóðabúning.
Með þá lögeggjan í minni, sný ég huga
að samtíðinni og renni sjónum yfir síð-
astliðið ár í félagssögu vorri.
Minnumst vér þá fyrst þeirra félags-
systkina vorra, sem látizt hafa á árinu,
en samkvæmt upplýsingum frá Guð-
manni Levy fjármálaritara eru þau, sem
nú greinir: Prófessor Halldór Hermanns-
son, Ithaca, N.Y., heiðursfélagi: Jón
Jónsson (fyrrv. forseti ,,Fróns“), Winni-
peg; Eiríkur Vigfússon (forseti deildar-
innar ,,Brúin“), Selkirk; Einar Sigurðs-
son (í stjórnarnefnd ,,Fróns“), Winnipeg;
Nels G. Johnson, hæstaréttardómari,
Bismarck, N. Dak.; Hjálmar E. Björns-
son ritstjóri, Minneapolis; Lúðvík Krist-
jánsson skáld, Winnipeg; Mrs. Bertha
Beck (heiðursfélagi deildarinnar „Bár-
unnar“), Grand Forks, N. Dak.; Sigur-
jón Jóhannsson, Gimli; Jakob K. Steph-
ansson, Markerville, Alberta; Bjarnþór
Lifman, Árborg; Þorsteinn Kristjánsson,
Víðir; Bergur J. Hornfjörð, Árborg; Jón
Halldórsson, Winnipeg; Valgarður Odd-
son, Winnipeg; Björn J. Hallson, Gimli,
fyrrum í Winnipeg; Carl Finnbogason
byggingameistari, Vancouver; Franklin
Petersen, Árborg; Ted Vatnsdal, Moun-
tain; Oddur Sveinsson, Gardar.
Þarf ég ekki að fjölyrða um það, hvert
skarð er höggvið í félagslíf vort, og í
vorn íslenzka hóp almennt hérna megin
hafsins, með fráfalli framantaldra fé-
lagssystkina vorra. Vér þökkum þeim
samfylgdina, trúnaðinn við sinn íslenzka
uppruna og erfðir og stuðninginn við
málstað vorn, og vottum aðstandendum
þeirra djúpa samúð vora. f minningu um
þau, og um öll önnur félagssystkini vor
í liðinni tíð, sem horfin eru yfir móðuna
miklu, vil ég biðja yður að rísa á fætur
í stuttri þögn.
Hverf ég þá aftur að yfirlitinu yfir
starfið á árinu. Stjórnarnefnd félagsins
hefir haldið allmarga fundi og leitast við
að koma í framkvæmd þeim málum, sem
henni voru falin á síðasta ársþingi, og
ýmsum öðrum málum, er henni hafa
borizt til fyrirgreiðslu. Þakka ég með-
nefndarfólki mínu prýðilega samvinnu
og varaforseta, séra Philip M. Péturs-
syni, sérstaklega fyrir að stýra tveim
stjórnarnefndarfundum í forföllum mín-
um.