Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 89

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 89
ÞINGTÍÐINDI 71 einnig hlotið þann vitnisburð margra ágætra dómbærra manna heima_ á ís- landi, að það sé eitt merkasta tímarit, sem út hafi komið á íslenzku á síðari ár- um. Megum vér þeim dómi vel una, og getur hann jafnframt verið oss til skiln- ingsauka á gildi útgáfu Tímarits vors. Þá liggur það í augum uppi, hversu mikill og merkur þáttur þjóðræknisþing- in og fræðslu- og skemmtisamkomurnar í sambandi við þau hafa verið og eru í starfsemi félagsins, og myndi félagslíf vort hafa verið og vera stórum snauð- ara, ef þeirra nyti ekki við til vetrar- styttingar. Er það sagt með fullri viður- kenningu á hlutdeild þeirra félaga, deild- arinnar „Fróns“ og „The Icelandic Ca- nadian Club,“ sem þar hafa komið mest við sögu. Hér hefir verið stiklað á stóru í starfs- sögu félags vors, og ýmislegs látið óget- ið, tímans vegna, sem verðugt hefði ver- ið að dvelja við; en þeim, sem vilja sjálf- um sér til fróðleiks og ummælum mín- um til staðfestingar, kynna sér nánar sögu Þjóðræknisfélagsins og starfsferil, leyfi ég mér að vísa til fyrrnefndra rit- gerða okkar dr. Rögnvaldar Péturssonar, og um síðastliðin 15 ár til þingbókarinn- ar í Tímariiinu og frásagna blaða vorra. En það, sem félagið sjálft hefir afrek- að, stjórnarnefnd þess eða aðrir í um- boði hennar, er eigi nema önnur hliðin á starfsemi þess; hin hliðin, og sízt sú ómerkari, er margþætt starf deilda fé- lagsins í byggðum og borgum, sem skráð er, og þó ekki nema að litlu leyti, í skýrslum þeirra. Hver fær talið sporin eða handtökin, tímann eða orkuna, er fjölmargar konur sem karlar, hafa lagt af mörkum, að ógleymdum beinum fjár- útlátum, í þarfir deilda Þjóðræknisfé- lagsins og jafnframt í þágu félagsskap- arins sjálfs í víðtækari merkingu? Slík fórnfæring í þjónustu menningarlegra hugsjónar og framkvæmdar hennar í verki verður hvorki auðveldlega tölum talin né á vog metin. En í félagsins nafni vil ég á þessum tímamótum þakka deild- arfólki voru víðs vegar trúnaðinn við málstað vorn og starfið allt deildunum og félaginu til eflingar. Nú kemur mér ekki í hug að halda því fram^ að margt hefði ekki mátt betur fara í starfi voru, enda er því svo farið um öll mannanna verk. Hugsjónir vorar eða draumar rætast löngum eigi nema að nokkru eða jafnvel að litlu leyti. Á felagsskap vorum sem öðrum athöfnum vor mannanna barna sannast orð skálds- ms: Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Hvað sem því líður, þá ætla ég það mála sannast, að félagið hafi drjúgum meir en réttlætt tilveru sína, að hrak- spárnar, sem fylgdu því úr hlaði af sumra hálfu, hafi í rauninni reynzt miklu ósannari heldur en góðspárnar, sem fram voru bornar úr mörgum áttum í ræðu og riti við vöggu þess, svo sem í hinu fagra kvæði Stephans G. Stephans- sonar „Þing-kvöð“, sem öndvegi skipar í fyrsta árgangi Tímarits vors og þar sem vor þjóðræknislega stefnuskrá er færð í hreimmikinn og eggjandi ljóðabúning. Með þá lögeggjan í minni, sný ég huga að samtíðinni og renni sjónum yfir síð- astliðið ár í félagssögu vorri. Minnumst vér þá fyrst þeirra félags- systkina vorra, sem látizt hafa á árinu, en samkvæmt upplýsingum frá Guð- manni Levy fjármálaritara eru þau, sem nú greinir: Prófessor Halldór Hermanns- son, Ithaca, N.Y., heiðursfélagi: Jón Jónsson (fyrrv. forseti ,,Fróns“), Winni- peg; Eiríkur Vigfússon (forseti deildar- innar ,,Brúin“), Selkirk; Einar Sigurðs- son (í stjórnarnefnd ,,Fróns“), Winnipeg; Nels G. Johnson, hæstaréttardómari, Bismarck, N. Dak.; Hjálmar E. Björns- son ritstjóri, Minneapolis; Lúðvík Krist- jánsson skáld, Winnipeg; Mrs. Bertha Beck (heiðursfélagi deildarinnar „Bár- unnar“), Grand Forks, N. Dak.; Sigur- jón Jóhannsson, Gimli; Jakob K. Steph- ansson, Markerville, Alberta; Bjarnþór Lifman, Árborg; Þorsteinn Kristjánsson, Víðir; Bergur J. Hornfjörð, Árborg; Jón Halldórsson, Winnipeg; Valgarður Odd- son, Winnipeg; Björn J. Hallson, Gimli, fyrrum í Winnipeg; Carl Finnbogason byggingameistari, Vancouver; Franklin Petersen, Árborg; Ted Vatnsdal, Moun- tain; Oddur Sveinsson, Gardar. Þarf ég ekki að fjölyrða um það, hvert skarð er höggvið í félagslíf vort, og í vorn íslenzka hóp almennt hérna megin hafsins, með fráfalli framantaldra fé- lagssystkina vorra. Vér þökkum þeim samfylgdina, trúnaðinn við sinn íslenzka uppruna og erfðir og stuðninginn við málstað vorn, og vottum aðstandendum þeirra djúpa samúð vora. f minningu um þau, og um öll önnur félagssystkini vor í liðinni tíð, sem horfin eru yfir móðuna miklu, vil ég biðja yður að rísa á fætur í stuttri þögn. Hverf ég þá aftur að yfirlitinu yfir starfið á árinu. Stjórnarnefnd félagsins hefir haldið allmarga fundi og leitast við að koma í framkvæmd þeim málum, sem henni voru falin á síðasta ársþingi, og ýmsum öðrum málum, er henni hafa borizt til fyrirgreiðslu. Þakka ég með- nefndarfólki mínu prýðilega samvinnu og varaforseta, séra Philip M. Péturs- syni, sérstaklega fyrir að stýra tveim stjórnarnefndarfundum í forföllum mín- um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.