Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 93

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 93
þingtíðindi 75 Þá var hér einnig á ferðinni síðastliðið sumar gamall vinur vor og samverka- maður, séra Robert Jack. Prédikaði hann og flutti erindi á ýmsum stöðum á þess- um slóðum, meðal annars á samkomum þjóðræknisdeildanna „Esjunnar" í Ár- borg og „Fróns“ hér í Winnipeg. Þökk- um vér honum komuna og óskum hon- um velfarnaðar í prestsstarfinu heima á ættjörðinni. Áður en ég lýk þættinum um sam- vinnumálin við ísland, vil ég því næst af hálfu félags vors bjóða hjartanlega velkominn í hóp vorn séra Jón Bjarman, prest að Lundar, og fjölskyldu hans, en hann flytur aðalræðuna á „Fróns“-mót- inu að þessu sinni. Eru okkur slíkir nýir starfskraftar heiman um haf sérstaklega kærkomnir. MannfagnaSir og samkomuhöld St j órnarnef nd Þ j óðræknisf élagsins efndi til hádegisverðar fyrir þau pró- fessor Einar Ól. Sveinsson og frú hans, er forseti stjórnaði. Auk heiðursgestsins tóku þar til máls varaforseti og ritari, sem báðir eru gamlir nemendur pró- fessorsins, og féhirðir vor. Þjóðræknisfélagið og The Icelandic Canadian Club stóðu sameiginlega að samsæti til heiðurs Senator G. S. Thor- valdson og frú hans, er fyrstur fslend- jnga vestan hafs hafði verið skipaður í þann virðingarsess í kanadíska þjóð- Þinginu. Varaforseti félagsins hafði sam- komustjórn með höndum í fjarveru for- seta, er var á fyrirlestrarferð vestur í Kaliforníu. Auk heiðursgestsins héldu ræður þeir Árni G. Eggertson lögfræð- nigur, Walter J. Lindal dómari, dr. Gest- ur Kristjánsson, forseti Icelandic Cana- dian Club, og Frank Olson fyrir hönd Pjóðræknisdeildarinnar á Gimli. Grettir L- Jóhannson las upp fjölda heillaóska- skeyta, en séra Eric Sigmar og frú skemmtu með söng. Var samsætið fjöl- sott og um allt hið virðulegasta. Vil ég þakka undirbúningsnefndinni starf henn- ®r, en hana skipuðu Lindal dómari, séra Philip M. Pétursson, Grettir ræðismað- Ur og Guðmann Levy, af hálfu Þjóð- ræknisfélagsins, en dr. Gestur Krist- jansson, H. J. Stefánsson og Axel Vopn- fjörð af hálfu Icelandic Canadian Club. .Er þá komið að einum allra merkasta Viðburðinum á starfsárinu, en það er heimsókn dr. Vilhjálms Stefánssonar og fruar hans á fornar slóðir þess heims- træga landa vors bæði í N. Dakota og Manitoba. Hélt hann fyrirlestra bæði á Kikisháskólanum í N. Dakota og Mani- tobaháskóla og ræður á samkomum bæði a Mountain og í Árborg. Hér í borg hélt Þjoðræknisfélagið hádegisverð þ e i m hjonum til heiðurs. Var þar fjölmennt og mannval mikið, meðal annarra for- sætisráðherra Manitobafylkis, Hon. Duff Roblin, og heilbrigðismálaráðherrann, dr. George Johnson. Margar ræður voru þar fluttar, og mun öllum viðstöddum verða minnisstæð hin fróðlega og skemmtilega ræða heiðursgestsins um frægðarferðir hans á norðurhjara veraldar. Undirbún- ing þessarar ánægjulegu samkomu önn- uðust af hálfu stjórnarnefndar vorrar þeir séra Philip M. Pétursson, Guðmann Levy og Haraldur prófessor Bessason, en forseti hafði veizlustjórn með höndum. Þakkar Þjóðræknisfélagið dr. Vilhjálmi og frú hans sögulega og kærkomna heim- sókn og árnar þeim framtíðarheilla. Eins og kunnugt er, átti Guttormur J. Guttormsson skáld áttræðisafmæli hinn 21. nóvember. f tilefni þess merkisaf- mælis hins góðkunna skálds hélt Þjóð- ræknisfélagið litlu síðar hér í borg kvöldvöku honum og frú Jensínu til heiðurs. Forseti stýrði samkomunni, en prófessor Haraldur Bessason hélt aðal- ræðuna fyrir minni skáldsins. Mrs. Hólmfríður Daníelsson og börn þeirra Gunnars Sæmundssonar hjónanna í Ár- borg lásu upp úr kvæðum Guttorms, en undir stjórn Mrs. Elmu Gíslason sungu bæði blandaður kór og einsöngvarar mörg lög og kvæði eftir hann. Sjálfur flutti Guttormur eftirminnilega ræðu, þar sem alvara og gaman voru haglega saman ofin. Samkoma þessi var vel sótt og öllum þeim til sóma, sem þar áttu hlut að máli, en undirbúning hennar önnuðust þau Haraldur Bessason, Mrs. Hólmfríður Daníelsson, Grettir L. Jó- hannsson og ólafur Hallsson. ítarlegri frásagnir um mannfagnaði þessa og samkomuhöld geta menn lesið í hinum íslenzku blöðum vorum, en ekki þarf að fara mörgum orðum um það, hver ánægjuauki þær eru fólki voru og hve mikið þær auka á litbrigðin og menningarbraginn í hinu menningar- lega félagslífi voru. Úigáfumál Fertugasti árgangur Tímariis félags vors kemur út á þessu ári, og verður venju samkvæmt útbýtt síðar hér á þing- inu. Hefi ég þegar í skýrslu þessari vikið að því, hve merkilegt verk félagið hefir unnið og vinnur með útgáfu þess, í ljósi þess álits, sem það hefir áunnið sér hjá þeim, er um slíka hluti kunna vel að dæma. Það skulum vér hafa í huga, er að því kemur að ráðstafa framtíðarút- gáfu þess hér á þinginu. Gísli Jónsson varð enn á ný við þeirri eindregnu ósk stjórnarnefndarinnar að annast ritstjórn Tímariisins. Hefir hann nú áratugum saman skipað þann sess með mikilli prýði, og veit ég, að væntanleg þing-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.