Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 97

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 97
þingtíðindi 79 Betel um jólin. Söng flokkurinn marga íslenzka söngva. Deildin reyndi eftir mætti að greiða götu nefndar þeirrar frá íslandi, sem var hér s. 1. sumar að vinna að ævi- skráningu Vestur-íslendinga. ^ Deildin telur 60 meðlimi. í sjóði eru $155.04. . Einn samverkamaður hefir látizt á ár- ffiu, Sigurjón Jóhannsson, var hann í stjórnarnefnd deildarinnar um margra ara bil. Embættismenn deildarinnar eru sem hér segir: Forseti, Mrs. Kristín Thorsteinsson, Varaforseti, Mrs. Elín Sigurdsson, Ritari, Mr. Ingólfur N. Bjarnason, Vararitari, Mrs. I. N. Bjarnason, Gjaldkeri, Mr. W. J. Árnason, Varagjaldkeri, Mrs. W. J. Árnason, Fjármálaritari, Mr. Hjálmur V. Thor- steinsson, Varafjármálaritari, Mrs. John Stevens, Skjalavörður, Mrs. Helgi S. Stevens. Kær kveðja til þingsins. Gimli, Man., 19. febrúar 1959, Ingólfur N. Bjarnason, ritari .Frú Kristín lagði til, að skýrslan yrði Viðtekin. Frú Marja Björnsson studdi, °g var skýrslan samþykkt. Frú Herdís Eiríksson flutti ársskýrslu Þjoðræknisdeildarinnar „Esjan“ í Ár- borg. Ársskýrsla deildarinnar „Esjan" í Árborg Meðlimatala deildarinnar er 79. Tveir starfsfundir hafa verið haldnir á árinu, °g voru þeir vel sóttir. Nefndarfundir hafa verið haldnir eftir þörfum til undir- hunings fyrir samkomur og önnur störf, sem legið hafa fyrir. Bækur hafa verið keyptar fyrir $85.00. Bsekur eru afgreiddar einn dag í viku, °g er mikið lánað út af bókum, sérstak- fega að vetrinum, um 1000 bækur. Deild- in gerðist meðlimur Skógræktarfélags islands síðastliðið vor. . Á þessu ári hefir deildin átt á bak að ®ia fjórum mönnum, er allir höfðu verið uieðlimir í mörg ár og sumir starfað vel iyrir deildina og að þjóðræknismálum Pessum byggðum. Þeir voru S. Frank- hi Pétursson, Bergur J. Hornfjörð, Bjarnþór J. Lifman og Thorsteinn Krist- lansson. Deildin hefir haldið fjórar samkomur ? annu og hefir þeirra verið getið í loounum og skal þeirra því aðeins lítil- leSa minnzt hér. Fyrsta samkoman var 14. maí og var þá staddur hér séra Robert Jack, sem nú er þjónandi prestur á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu. Hélt hann ræðu og sýndi myndir, er hann hafði tekið á íslandi. Einnig söng þar nokkur lög Erlingur Eggertson frá Winnipeg, aðstoðaður af frú Magneu Sigurdson við píanóið. Böm skemmtu með framsögn ljóða. Önnur samkoman var 28. ágúst. Þar hélt ræðu og sýndi myndir frá íslandi Steindór Steindórsson, yfirkennari við Menntaskólann á Akureyri. Einnig var þar George Hanson frá Chicago, er sýndi myndir frá íslandi. Einnig sungu John- son systurnar frá Árborg. Þriðja samkoman var 23. október, og skemmti þar hin víðfræga söngkona, Guðrún Á. Símonar, aðstoðuð af Snjó- laugu Sigurdson við hljóðfærið. En frú Hólmfríður Daníelsson kynnti söngkon- una með nokkrum orðum. Fjórða samkoman var 11. nóvember, og hafði þá samkomunefndin verið svo lánsöm að fá hinn heimsfræga landkönn- uð og vísindamann Dr. Vilhjálm Stefáns- son til að koma hingað norður. Var fyrst setzt að máltíð, er nokkrir vinir heiðurs- gestsins frá Winnipeg tóku þátt í og að- dáendur úr þessum byggðum, alls um 40 manns. Síðan hófst skemmtiskráin, kynnti séra Philip Pétursson heiðurs- gestinn, en Sigurður Vopnfjord þakkaði fyrir ræðuna, er Dr. Stefánsson hafði talað. Hann talaði í eina klukkustund, og það er áreiðanlegt, að enginn hefði verið farinn að ókyrrast í sæti sínu þó hann hefði haldið áfram aðra klukku- stund, og þó voru þarna saman komnir um fimm hundruð manns. Á eftir ræð- unni var almennur söngur undir stjórn Jóhannesar Pálsson og frú Lilju Martin. Voru það allt íslenzkir söngvar. Stjórnarnefnd „Esjunnar“ skipa nú þessir: Forseti, Gunnar Sæmundsson, Varaforseti, Guðni Sigvaldason, Ritari, Emily Vigfússon, Vararitari, Hrund Skúlason, Féhirðir, Herdís Eiríkson, Varaféhirðir, Aðalbjörg Sigvaldason, Fjármálaritari, Tímóteus Böðvarsson. Með beztu óskum til þjóðræknisþings- ins. Anna Auslman Flutningskona lagði til, að skýrslan yrði viðtekin, og var svo gert, þegar þær viðbótarupplýsingar lágu fyrir, að deild- in hefði lagt $225.00 til elliheimilisins Betel. Sr. ólafur Skúlason flutti ársskýrslu deildarinnar „Báran“ á Mountain, North Dakota.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.