Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 100

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 100
82 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Kveðjusending Á 40 ára afmæli Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga sendi ég því alúðar- kveðjur. í fjörutíu ár hefir félagið verið út- vörður íslenzkra menningarerfða vestan hafs. Það setti markið hátt í öndverðu og hefir hvergi hvikað frá stefnu sinni: að efla íslenzka menningu og samhug meðal fslendinga vestan hafs og tengsli þeirra við heimaþjóðina. Ekki hefir verið blásið í lúðra né bumbur barðar, til þess að auglýsa félagið eða störf þess. Það hefir unnið sitt starf hægt og markvisst án hávaða og bægslagangs eins og þeir gera, sem vinna í þjónustu andans. Óðum líður að því, að öld sé liðin frá því að meginlandnám fslendinga í Vest- urheimi hófst. Fáir vou þeir og fágætir landnemarnir, sem þangað fluttust, og lítið fór fyrir byggðum þeirra á víðerni sléttunnar miklu. Naumast hafa margir vænzt mikilla afreka af þeim hóp. En lífið sjálft verður stundum öllum ævin- týrum furðulegra. Og eitt þeirra ævin- týra eru afrek hins fámenna íslenzka hóps, sem er eins og dropi í þjóðahaf- inu í Vesturheimi. Landnemunum og niðjum þeirra tókst annars vegar að ryðja sér til rúms sem nýtir og vel virtir borgarar í hinum nýju heimkynnum, og þeir hafa vissulega lagt fram til þróunar þjóðfélagsins margfaldan skerf við marg- ar aðrar þjóðir, þegar litið er á hversu fámennir þeir eru og hafa ætíð verið. Með því starfi hafa þeir ekki einungis unnið sér sjálfum virðingu, heldur aukið hróður þess þjóðstofns, sem þeir eru runnir af. Hins vegar hafa þeir geymt með sér margt hið bezta af þjóðararfin- um, sem þeir fluttu með sér að heiman, hafa hlúð að því og ræktað. En straumur tímans rennur óstöðv- andi og er óstöðvanlegur. Limar ættar- trésins íslenzka fjarlægjast hverjar aðr- ar, eftir því sem meiðurinn hækkar og vex. Geymd gamalla erfða reynist æ tor- veldari eftir því sem árin líða. Til þess að verja þá geymd og halda við því, sem þarf og á að geymast, var Þjóð- ræknisfélgaið stofnað. í þeim anda hefir það unnið, og starf þess er þegar orðið mikið og merkilegt. Á þessum merku tímamótum flyt ég félaginu hamingjuóskir með vel unnið starf og á enga ósk betri því til handa en að framtíðin færi því sífellt vaxandi viðfangsefni og vaxandi þrótt til að leysa þau. Fyrir fáum mánuðum kvaddi ég byggð- ir Vestur-fslendinga eftir nær þriggja mánaða dvöl þar. Ég nota tækifærið og sendi öllum vinum þar vestra alúðar- kveðjur með þakklæti fyrir liðnar á- nægjustundir. Ég þakka þeim gestrisn- ina, alúðina, íslenzka viðmótið allt. Steindór Síeindórsson frá Hlöðum Box 678, Blaine, Wash., 17. febr. 1959. Til hins 40. þings Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi: Kæru Vínlendingar, frændur og félagar: Forseti ykkar, dr. Richard Beck, hefir sýnt mér það vinarbragð að vekja at- hygli mína á því, að nú eru liðin full 40 ár frá stofnun Þjóðræknisfélagsins, og að það ætti vel við, að ég sendi þing- inu kveðju mína á þessum merku tíma- mótum. Fyrir þetta er ég honum þakk- látur. Ég hef hér fyrir mér lítinn bækling í blárri kápu. Hann hefir inni að halda hm upprunalegu lög félagsins. Vekur hann upp minningar frá þorradögum þeim ar- ið 1919, þegar við sátum yfir því, í sal- arkynnum Good Templara, á Sargent Av- enue, að semja þessi lög. Nú væri froð- legt að frétta, hvað margir þeirra er þetta þing sitja geta tileinkað sér orðw „við“ í þessu sambandi. Þeim bið eg alveg sérstaklega að heilsa. Ekki er mér að fullu kunnugt um, hve margar breytingar hafa verið gjörðar á upp' runalegu lögunum á 40 árunum, sem liðin eru síðan þau voru samin, en eg hygg að þær séu ekki margar. Hitt ven ég, að kjarni þeirra (2. grein) stendur óhaggaður enn. Þessi grein í þremur ho' um tekur fram, hver sé tilgangur fe- lagsins. Nú geri ég ráð fyrir því, flestir félagsmenn líti svo á, að þessi tu- gangur, þannig orðaður, sé hið stöðuga bjarg, sem félagið skal standa á um oi ókomin ár. Þó má aldrei gleyma Pvl’ að eðli alls lífs er eilif umbreyting °8 að kyrrstaðan er tákn dauðans. Þes vegna verður maður, með tilliti til al þess sem maður ann lífs, að gjalda va huga við því að vefja það inn í stirn form, sem hætta er á að kunni að fa sig þá helgi vanans, sem meini mari að renna til þeirra því rannsóknaraug er leggja kynni á einhverjar breytme ar til batnaðar. En hér skal nu eK lengra farið út í þessa sálma að sm• > því að erindi mitt til ykkar er aoe eitt og einfalt; það að flytja ykkur ai arkveðju og hugheilar árnaðaroskir. „Höfum við gengið til góðs £°tuna fram eftir veg?“ Við þessari spurni s verður mér létt um svar og segi f1 , g laust já. Þrátt fyrri öll axarskoít t hver smíðar ekki fáein á 40 arumi . _ þrátt fyrir töpuð tækifæri vegna s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.