Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Qupperneq 106
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Hákon Bjarnason, skógræktarstjóra fs-
lands. Hef ég sent honum nöfn nýrra
meðlima ásamt þeim meðlimagjöldum,
sem inn komu fyrir 1. júlí síðastl. Nöfn
meðlima eru þessi:
Rósmundur Árnason, Elfros, Sask.,
Páll Guðmundsson, Leslie, Sask.,
Soffanías Benjamínsson, 636 Lipton
St., Winnipeg,
Guðm. Magnússon, Gimli, Man.,
Emma V. Renesse, Gimli, Man.,
Herdís Erickson, Árborg, Man.,
Stefán Eymundsson, Vancouver, B.C.,
Mrs. K. J. Thomas, Morden, Man.,
Gísli Gíslason, Lundar, Man.,
Ari Magnússon, 595 Lipton St., Wpg.,
Ingibjörg Jónsson, 29 Queen’s Apt.,
Maryland St., Wpg.,
Guðmann Levy, 185 Lindsey St., Wpg.,
Haraldur Bessason, Winnipeg,
Þorsteinn Magnússon, Oak Point, Man.,
SiPurður Jakobson, 628 Agnes St.,
Winnipeg,
Mrs. H. Sigurdson, 526 Arlington St.,
Winnipeg,
Árni Sigurdson, Seven Sisters Falls,
Manitoba,
Mrs. Elizabeth Paulson, Winnipeg,
Mrs. Sigurður Árnason,
Karl Hansson, 636 Home St. Wpg.,
Mrs. Margret Johnson, Wapah, Man.,
Mrs. A. J. Bergman, Port Alberni, B.C.,
Mrs. J. Sigurdson, Port Alberni, B.C.,
Mrs. L. Kjernested, Port Alberni, B.C.,
Deildin Esjan, Árborg, Man.,
Mrs. J. B. Thorlacius, Hilda, Alberta,
Einar Hallgrímsson, Minneota, Minne-
sota, U.S.,
Mrs. Hólmfríður Daníelsson, Winnipeg,
Mrs. Anna Harvey, Vancouver, B.C.,
Gísli Guðjónsson, Blaine, Wash., U.S.
Meðlimagjöld meðtekin $72.00.
Sent Hákoni Bjarnasyni $54.00.
Mismunur, ósendur, $18.00.
Mun ég leita tækifæris að senda heim
ofangreindan mismun ásamt því, sem
kynni að innkallast fyrir ný meðlima-
gjöld.
Ég vil þá fara nokkrum orðum um
bréfaviðskipti okkar Hákonar Bjarna-
sonar. í bréfi frá 10. maí minnist hann
á skógræktarmynd þá, er hann sendi og
var sýnd hér á þinginu í fyrravetur.
Segist hann geta sent okkur litmynd-
ir, Kodachrome, til sýningar, með skýr-
ingum, ef við óskum þess. Hann segir, að
þeir muni gróðursetja í Vestur-fslend-
inga-reitnum á Þingvöllum allmikið af
plöntum á vorinu. Plönturnar þar eru í
góðu lagi og taka miklum framförum
með hverju ári.
f bréfi frá 23. sept. segir hann meðal
annars:
„Vestur-fslendinga-reiturinn á Þing-
völlum tekur nú fyrirtaks framförum og
verður innan skamms full plantaður,
nema við reynum að stækka hann.“
Hafði ég minnzt á það í bréfi til hans,
að ferðafólk héðan hefði leitað að reitn-
um, en ekki fundið hann, vegna þess að
ekkert myndi vera til þess að leiðbeina.
Fór ég fram á, að þetta yrði lagfært og
enn fremur að fólk héðan fengi að planta
í reitinn, og yrðu þær plöntur merktar
nöfnum þeirra, er settu plönturnar nið_-
ur. Svarar hann því í þessu bréfi frá
23. sept. Segist muni láta setja stein við
hann til að merkja hann eða þá spjald
við gangstíginn að honum, og mun þetta
verða gert bráðlega.
f nýkomnu bréfi.dagsettu 10. febrúar,
segir hann meðal annars: „Ég læt nu
taka alla meðlimina, sem þú skrifaðir
um í síðasta bréfi og því frá 21. apríl,
á útsendingarskrá ársritsins, svo að þeir
munu framvegis fá það sent beint heirn
til sín. — Hins vegar vildi ég biðja þa
að senda tillög til þín, svo að hver
og einn þurfi ekki að vera að senda sjálf-
ur gegn um póstinn heim til okkar, þyi
að þá verður líka helmingi minna úr
peningunum."
Enn fremur segir hann:
„Ég hef ekki fengið neitt að vita urn
það, sem gerðist á síðasta fundi Þjóð-
ræknisfélagsins, né heldur orðið var við
neina peninga frá þeim fundi. En i
Vestur-fslendinga-reitnum, sem ég hef
áður getið um, voru í vor settar 2500
úrvals plöntur á ágætan stað, og reynd-
ar settum við 500 betur, sem hvergi voru
færðar til reiknings og koma því ekki
fram. Næsta ár höldum við áfram með
þetta. Reiturinn er að verða hinn mynd-
arlegasti og gróðrarskilyrði með ágset-
um.“
„Ég er þér afar þakklátur fyrir að
hamra á þeim skógræktarmönnum i
B.C..“ Vitnar hann hér í bréf, sem eg
skrifaði vestur til þess að grennslast
eftir, hvort hægt yrði að fá samples ai
trjáfræi þaðan sent beint til íslands. Ég
skrifaði manni að nafni Sam Johnson,
en sonur hans, Valtýr, vinnur við tu-
raunastöð fylkisins B.C. Bendir yaTÍr
á, að ríkisstjórn Kanada hafi þannig viö-
skipti með fræ samples við önnur lonm
og ísland yrði þá ekki undanskilið, og
myndi tilraunastofnun ríkisins vita hvers
konar frætegundir myndu vera hentug-
astar fyrir fsland.
Ég hef nú átt tal við Helga Austmann,
sem áður hefir verið okkur hjálpsamu
í þessu máli. Lofaðist hann til þess ao
ná sambandi við Dr. Senn í Ottawa t
þess að finna út, hvers maður má vaent
frá þeim þar austur frá.