Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Blaðsíða 109
þingtíðindi
91
Flutningsmaður gerði að tillögu sinni,
að nefndarálitið yrði borið upp lið fyrir
lið. Var svo gert, og hlutu allir liðir sam-
Þykki, svo og nefndarálitið í heild.
Þá tóku til máls þeir Guðmundur
Grímsson, fyrrum yfirdómari í Norður-
Dakota, og Valdimar Björnsson, fjár-
málaráðherra Minnesotaríkis. Fluttu þeir
þingheimi kveðjur og árnaðaróskir.
Guðmann Levy bar fram tillögu
þess efnis, að Þjóðræknisfélagið sendi
hr. Ásmundi Guðmundssyni biskupi fs-
lands kr. 2500.00 vegna sjóslysanna við
ísland. Var tillagan þegar samþykkt.
6. FUNDUR
hófst kl. 2.30 e. h. miðvikud. 25. febrúar.
Dr. Valdimar J. Eylands flutti skýrslu
þingnefndar í útbreiðslumálum.
Skýrsla útbreiðslumálanefndar
1. Þingið þakkar forseta sínum, dr.
Beck, hið mikla og óeigingjarna starf,
sem hann hefir unnið á árinu, í þágu
Utbreiðslumála félagsins.
2. Þingið þakkar meðlimum félagsins
°g öðrum, sem með myndasýningum,
ræðuhöldum, eða á annan hátt hafa
stuðlað að því að útbreiða þekkingu á
islenzkum málum og menningu á um-
hðnu ári.
, 3. Þingið þakkar öllum þeim, sem á
arinu hafa hjálpað börnum og ungling-
um til að læra að lesa íslenzka tungu
°g til þess að læra íslenzk ljóð og söngva,
°g hvetur deildir sínar til að örva þá
viðleitni eftir mætti. Einnig felur þingið
væntanlegri stjórnarnefnd að athuga
möguleika á því að efna til samkeppni
meðal ungmenna í söng og framsögn ís-
ienzkra ljóða í sambandi við næsta árs-
Þmg félagsins.
4. Þingið gleðst yfir fréttum, sem ber-
®st af góðum árangri af kennslu próf.
fíuralds Bessasonar og vaxandi aðsókn
Uo námsskeiðum hans í íslenzku.
5. Þingið felur stjórnarnefnd félagsins
uð veita deildum aðstoð við útvegun lit-
°g hreyfimynda, og annars fræðsluefnis
um íslenzk mál, sem að gagni mætti
korna á fundum og samkomum. Einnig
^ælist þingið til þess við meðlimi stjórn-
arnefndar, að þeir heimsæki deildir fé-
jagsins á komandi ári, eins oft og slíkum
heimsóknum verður við komið.
6. Þingið felur væntanlegri stjórnar-
uefnd að athuga möguleikana á því að
ía. hingað vestur til afnota hreyfimynd
Pa, er prófessor Finnbogi lét taka hér í
byggðum vorum, með atbeina félags
vors, og nú mun í vörzlu hans á íslandi.
7. Þingið mælist til þess við alla með-
limi félagsins, að þeir haldi fram mál-
stað íslenzku vikublaðanna eftir mætti
og stuðli að útbreiðslu þeirra.
S. Eymundsson
Mrs. Margret Goodman
Mrs. Krislín Thorsteinsson
T. Böðvarsson
Valdimar J. Eylands.
Flutningsmaður lagði til, að skýrslan
yrði borin upp lið fyrir lið. Var svo gert,
og hlutu allir liðir samþykki, svo og
nefndarálitið í heild.
Þá var gengið til kosninga í stjórnar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins. Eftirtaldir
hlutu kosningu:
Richard Beck, forseti,
Philip M. Pétursson, varaforseti,
Haraldur Bessason, ritari,
Walter J. Lindal, vararitari,
Grettir L. Johannson, féhirðir,
Hólmfríður Daníelsson, varaféhirðir,
Guðmann Levy, fjármálaritari,
Ólafur Hallson, varafjármálaritari,
Ragnar Stefánsson, skjalavörður.
7. FUNDUR
var haldinn í sambandi við lokasam-
komu þjóðræknisþingsins í Sambands-
kirkjunni á Banningstræti, kl. 8 e. h.,
miðvikudag. 25. febrúar.
Grettir L. Johannson las nefndarálit
allsher j arnef ndar.
Nefndarálit allsherjarnefndar
1. Nefndin leggur til, að ritara sé falið
að þakka fyrir félagsins hönd, á viðeig-
andi hátt, allar kveðjur, sem félaginu
bárust vegna 40 ára afmælis þess, og þá
sér í lagi eftirfarandi:
1. Herra Ásgeiri Ásgerissyni, forseta ís-
lands, Reykjavík, Iceland;
2. Herra Emil Jónssyni, forsætisráð-
herra fslands, Reykjavík, Iceland;
3. Hr. Ásmundi Guðmundssyni, biskup
fslands, Reykjavík, Iceland;
4. Dr. Þorkeli Jóhannessyni, rektor Há-
skóla íslands, Reykjavík, Iceland;
5. Hr. Thor Thors, ambassador íslands,
1906-23rd Street N. W., Washington
8, D.C.;
6. Þjóðræknisfélagi íslands, Reykjavík,
Iceland;