Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1959, Side 110
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
7. Herra Helga P. Briem, ambassador
íslands, Kronprinzenstrasse 4, Bad
Godesberg, Germany;
8. Bishop Charles Venn Pilcher, Sydney,
Australia;
9. Gerði og Árna Bjarnarsyni, Akur-
eyri, Iceland;
10. Hr. skólastjóra Steindóri Steindórs-
syni frá Hlöðum, Akureyri, Iceland;
11. Mrs. Jakobínu Johnson, Seattle,
Wash.;
12. Rev. Albert Kristjánsson, Blaine,
Wash.;
13. Dr. Árna Helgason, Consul of Ice-
land, 1152 Isabella Avenue, Wilmette,
14. Hon. Birni Björnsson, Consul of Ice-
land, 4454 Edmund Boulevard, Min-
neapolis;
15. Rev. Guðmundi P. Johnson, Seattle,
Wash.;
16. Mr. ólafi Bjarnason, Seattle, Wash.;
17. Dr. Áskatli Löve, Montreal, Quebec;
18. President George W. Starcher, Uni-
versity of N. Dakota, Grand Forks,
N.D.;
19. Hr. Árna G. Eylands, Oslo, Norway.
2. Þjóðræknisfélagið þakkar hinum
virðulega gesti, Hon. Valdimar Björnson,
ríkisféhirði Minnesota, komu hans og
margvíslegan stuðning hans í þjóðrækn-
ismálum og árnar honum og fjölskyldu
hans góðs gengis og gæfu.
3. Þjóðræknisfélagið vottar Guðrúnu
Á. Símonar innilega þökk fyrir heim-
sókn hennar á s. 1. hausti og ágætar
söngsamkomur hennar á vegum félags-
ins.
4. Þjóðræknisfélagið vottar Ragnari A.
Stefánssyni þakklæti sitt fyrir margra
ára óeigingjarnt starf sem skjalavörður
félagsins og árnar honum allrar bless-
unar.
5. Nefndin leggur til, að stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins sé falið að ganga frá
öllum fundargjörningum, sem ólokið er.
Nefndarálitið var samþykkt með þeirri
viðbót, að séra Erik Sigmar og herra
Walter Johannson skyldi þakkað fyrir
framlag á hinu fertugasta þjóðræknis-
þingi.
Að skemmtifundi loknum bar ritari,
Haraldur Bessason, fram þá tillögu fyrir
hönd stjórnarnefndar Þjóðræknisfélags-
ins, að hið fertugasta þjóðræknisþing
kysi sem heiðursféiaga Þjóðræknisfélags
fslendinga í Vesturheimi þá dr. Valdimar
J. Eylands, prest í Winnipeg, og dr. Þor-
kel Jóhannesson, rektor Háskóla fslands.
Tillagan var studd af þeim Guðmanni
Levy og Gretti L. Johannson og var
samþykkt með dynjandi lófataki þing-
gesta.
Dr. Valdimar J. Eylands þakkaði þann
heiður, sem honum hefði verið sýndur,
með snjallri ræðu.
Að því búnu sagði forseti Þjóðræknis-
félagsins, dr. Richard Beck, hinu fertug-
asta þjóðræknisþingi slitið.
Richard Beck, forseti
Haraldur Bessason, ritari.