Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 23
DR. RICHARD BECK:
Þjóðræknisfélagið 45 ára
Tildrög stofnunar Þjóðræknisfé-
lags fslendinga í Vesturheimi og
starfssaga þess að 'þeim tíma eru all
.nákvæmlega rakin í ritgerð dr.
Rögnvaldar Péturssonar „Þjóðrækn-
fsfélagið 20 ára“, sem birtist hér í
,ritinu 1939, og í ritgerð minni „Ald-
arfjórðungsafmæli Þjóðræknisfé-
,lagsins“ í 25. árgangi þess rits 1944.
Þess gerist því engin þörf að segja
þá sögu félagsins hér að nýju, en
vísast um það efni til fyrrnefndra
,ritgerða.
Gísli skáld Jónsson, ritstjóri þessa
tímarits áratugum saman, sem verið
hefir handgenginn félaginu og mál-
um þess frá upphafi vega, bregður
.glöggu ljósi á stofnun þess og það
,andrúmsloft, er á þeim árum ríkti
hér í Vesturálfu, í smágrein, sem
hann birti hér í ritinu á þrjátíu ára
afmæli þess og félagsins. Honum
farast þannig orð:
„Fáir íslendingar, jafnvel þeir
þjartsýnustu, hefðu dirfst, þegar
jfélagið var stofnað, að spá því þrjá-
,tíu ára aldri, hvað þá lengri. Á
þeim árum, í stríðslokin fyrri, voru
all aðsúgsmiklir hinir svonefndu
þundrað prósent menn — sem töldu
Jiæst landráðum, að hugsa, tala eða
vinna að nokkru því, sem ekki var
enskt. Félag vort, og reyndar fleiri
þjóða einkafélög, var að nokkur
.leyti stofnað til að mótmæla þeirri
stefnu, en einkum þó til að stuðla
að innbyrðis samkomulagi og sam-
vinnu meðal allra íslendinga, án til-
lits til pólitískrar eða trúarlegrar
.skiftingar. Sagan sýnir nú að það
tókst. Gifta vor varð flokkadráttun-
,um yfirsterkari.“
, Þegar í minni er borið það við-
horf til erlendra þjóðbrota, sem
Gísli lýsir í frásögn sinni, kemur
það ekki á óvart, þó að þaðan megi
sjá nokkur áhrif í stefnuskrá Þjóð-
ræknisfélagsins frá þeim umbrota-
,árum. Mun það því hreint engin
tilviljun, að tjáning þjóðhollust-
,unnar við kjörlandið er færð í
markvísan orðabúning í upphafs-
,málsgrein stefnuskrárinnar, er seg-
ir, að tilgangur félagsins sé í fyrsta
,lagi sá: „að stuðla að því að fremsta
megni að íslendingar megi verða
,sem beztir borgarar í hérlendu
þjóðlífi.“ Þetta er vel mælt og vit-
urlega, enda hefir þessi málsgrein,
og þær stoðir, sem undir hana renna
,1 hinum tveim málsgreinum stefnu-
skrár félagsins, verið áttaviti vor í
,starfsmálum félagsins fram á þenn-
,an dag. Sem frekari túlkun um-
ræddrar málsgreinar leyfi ég mér
að endurtaka eftirfarandi ummæli
úr forsetaskýrslu minni á 25 afmæli
félagsins:
„Annars er framangreind máls-
grein laga félags vors prýðilega skil-
greind í ritgerðum þeirra dr. Rögn-
valdar Péturssonar og séra Gutt-
orms Guttormssonar í fyrsta árgangi
Tímarits þess. Leggja þeir báðir
réttilega áherzlu á það atriði, að það
sé meir en þegnhollustan ein við hið