Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 27
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA 9 deildanna að halda uppi íslenzkum bókasöfnum og íslenzkukennslu, að meðtalinni söngkennslu fyrir börn og unglinga. En það hafa margar þeirra gert á umræddu tímabili, og gera, sumar þeirra, góðu heilli, enn í dag. Eitt er víst, að deildir félags- ins hafa með mörgum hætti auðgað félagslífið og eflt samheldni íslend- inga á þeim stöðum þar sem þær hafa verið starfandi, og að öllu samanlögðu drjúgum meir en rétt- lætt tilveru sína. En þó að mikinn fróðleik um harla margþætta starfsemi deildanna sé að finna í prentuðum skýrslum þeirra, er þar í rauninni ekki nema hálfsögð sagan, lýst ytra borðinu. Um hina hliðina, alúðina og fórn- fýsina, sem að baki hinnar ytri starfsemi liggur, fór ég eftirfarandi orðum í forsetaskýrslu minni á 40 ára afmæli félagsins: „Hver fær talið sporin eða handtökin, tímann eða orkuna, er fjölmargar konur og karlar hafa lagt af mörkum, að ó- 'gleymdum beinum fjárútlátum, í þarfir deilda Þjóðræknisfélagsins og jafnframt í þágu félagsskaparins sjálfs í víðtækari merkingu? Slík fórnfæring í þjónustu menningar- legrar hugsjónar og framkvæmdar hennar í verki verður hvorki auð- veldlega tölum talin eða á vog met- in.“ Á þann trúnað við málstað fé- lagsins og það göfuga markmið, sem það stefnir að, er jafn skylt að niinna á þessum tímamótum í sögu þess. TJtbreiðslu- og fræsðlustarf Þjóð- ræknisfélagsins fléttast eðlilega saman með mörgum hætti, enda niiðar sú starfsemi, beint og óbeint, að sama marki, í anda annarar máls- greinar stefnuskrár félagsins, um varðveizlu íslenzkrar tungu og bók- vísi í Vesturheimi. Hefir starfið í þágu útbreiðslumála löngum lent á herðum stjórnarnefndar félagsins, þó að margir aðrir hafi einnig lagt þeim málum lið, oft fyrir atbeina nefndarinnar. En sú starfsemi heyr- ir einnig undir fræðslumálin, þar sem erindi þau, er flutt hafa verið af hálfu stjórnarnefndarinnar á stofnfundum deilda eða öðrum sam- komum þeirra, hafa vitanlega fjall- að um íslenzk menningarmál, ó- sjaldan samhliða íslenzkum söng, upplestri íslenzkra ljóða, og sýn- ingu mynda frá íslandi. Ennfrem- ur hafa forsetar félagsins og aðrir úr stjórnarnefnd þess árlega flutt ávörp eða ræður á íslendingadög- um og öðrum samkomum meðal ís- lendinga vestan hafs. Fyllri frásögn um útbreiðslu- og fræðslustarfsemi forseta og annara embættismanna félagsins á því tímabili, sem hér um ræðir í sögu þess, er skráð í skýrslum forseta og deilda í Tímariti þess. Þegar kær- komna gesti frá íslandi hefir að garði borið, svo sem oft hefir verið á umræddum árum, hefir stjórn- arnefndin einnig étt hlut að því, af félagsins hálfu, að þeir gætu verið á deildasamkomum, með ræðuhald, söng eða aðra tónlist, eftir því sem ferðir þeirra eða aðrar ástæður leyfðu. Verður vikið nánar að sum- um þeim heimsóknum í kafla þessa yfirlits um samvinnumál félagsins við ísland. Oftar en einu sinni hefir verið á það bent á ársþingum félagsins, að þar sem stjórnarnefndarmenn þess eiga löngum tímafrekum skyldu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.