Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 29
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
11
ir það tekið, og jafnframt kemur
það glöggt fram í skýrslum deild-
anna, hvað vænt fólki þótti um
komu séra Einars.
Þá er ástæða til að minnast sér-
staklega heimsóknar séra Braga
Friðrikssonar vestur um haf sumar-
ið 1960, en hann kom hingað til að
kynna íslenzka myndlist. Ferðum
hans lýsti ég annars á þessa leið í
forsetaskýrslu minni fyrir það
starfsár:
„Ferðaðist hann á vegum Þjóð-
ræknisfélagsins um byggðir vorar í
Manitoba og Norður-Dakota, flutti
erindi með litmyndum af Islandi og
íslenzku þjóðlífi, og sýndi prent-
myndir af kunnum verkum margra
hinna merkustu íslenzkra listmál-
ara. Þegar hann hvarf heim um haf
aftur, varð séra Jón Bjarman að
Lundar við tilmælum félags vors
um að halda áfram sýningum séra
Lraga í Churchbridge, Saskatche-
wan, og á ýmsum stöðum á vestur-
ströndinni. Munu þeir prestarnir,
að samanlögðu, hafa heimsótt flest-
ar deildir félagsins á vegum þess, og
vil ég í félagsins nafni þakka þeim
fræðslu- og landkynningarstarfsemi
þeirra. Var hér jafnframt um ný-
mæli að ræða, því að eigi hefir áður
farið fram slík kynning íslenzkrar
málaralistar meðal íslendinga í
Vesturheimi, og er vonandi, að þessi
menningarlega viðleitni félags vors
hafi orðið þeim, er sýningarnar
sóttu, til ánægju og fróðleiks.“ Um
hitt er óþarfi að fara mörgum orð-
um, hve vel þeim prestum var tekið
á ferðum þeirra.
Áður en lokið er þessum þætti
um útbreiðslu- og fræðslumálin, ber
að minnast með sérstöku þakklæti
hins víðtæka og mikilvæga starfs
dr. Finnboga Guðmundssonar í þágu
þeirra mála, er hann dvaldi hér
vestra sem prófessor í íslenzkum
fræðum við Fylkisháskólann í Mani-
toba. Var hann óþreytandi að ferð-
ast um byggðir vor íslendinga til
ræðuhalda af hálfu Þjóðræknis-
félagsins, og vann því einnig, beint,
og óbeint, hið mesta gagn með sögu-
legri ferð þeirra Kjartans O. Bjarna-
sonar myndatökumanns um íslend-
ingabyggðir hér í álfu frá hafi til
hafs til kvikmyndartöku af Vestur-
íslendingum, lífi þeirra og störfum.
Á hinum mörgu samkomum þeirra
flutti dr. Finnbogi fræðandi erindi,
en Kjartan sýndi hina fögru kvik-
mynd sína af íslandi í litum. Seinna
var kvikmynd þeirra félaga af
Vestur-íslendingum sýnd um allt
ísland; með sýningu hennar og
mörgum erindum og þáttum í Rík-
isútvarpinu íslenzka hefir dr. Finn-
bogi einnig lagt merkilegan skerf
til framhaldandi menningarlegra
samskipta íslendinga yfir hafið.
Síðan hann tók við kennaraem-
bættinu í íslenzkum fræðum við
Manitobaháskóla hefir Haraldur
Bessason prófessor unnið jafn ötul-
lega að útbreiðslu- og fræðslumál-
um Þjóðræknisfélagsins. Hann hef-
ir þegar heimsótt flestar deildir fé-
lagsins, sumar þeirra oftsinnis, og
flutt erindi á samkomum þeirra um
íslenzkar bókmenntir og menning-
armál, hið sama hefir hann gert á
fjölmörgum öðrum samkomum
meðal íslendinga vestan hafs.
Hér að framan hefir, í sambandi
við útbreiðslumálin, verið samtímis
rætt um fræðslumálin á breiðum
grundvelli, bæði af hálfu Þjóðrækn-