Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
isfélagsins sjálfs og deilda þeirra.
En með fræðslumálunum er, í
þrengri merkingu, einkum átt við
íslenzkukennslu og söngfræðslu á
íslenzku. Hefir félagið, að vonum,
látið sig það mál miklu skipta,
styrkt deildir félagsins með fjár-
framlögum til þess máls, og á eigin
vegum haldið uppi íslenzkukennslu
í Winnipeg áratugum saman. Um
starfsemi félagsins á því sviði fyrstu
25 árin vísast til áðurnefndra rit-
gerða okkar dr. Rögnvaldar um
félagið. En frá þeim tíma og fram
á síðari ár hefir verið haldið áfram
íslenzkukennslu á Laugardags-
skóla félagsins í Winnipeg. Hafði
frú Ingibjörg Jónsson, núverandi
ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu,
skólastjórnina með höndum árum
saman, og rækti það starf með frá-
bærri alúð og sambærilegum dugn-
aði. Naut hún í því starfi ágætrar
aðstoðar margra prýðilegra kennara,
meðal þeirra frú Hólmfríðar Daniel-
son, er æfði börnin í íslenzkum
söng. Frú Ingibjörg var einnig í
mörg ár formaður í milliþinganefnd
í fræðslumálum af félagsins hálfu,
er útvegaði kennslubækur og skipu-
lagði íslenzkukennsluna. Skylt er
að geta þess, að meðan hans naut
við og heilsa hans leyfði, var Ás-
mundur P. Jóhannsson bygginga-
meistari aðalumsjónarmaður Laug-
ardagsskólans og vann það verk af
fágætum áhuga og umhyggju fyrir
hag skólans. Þá skal þess þakklát-
lega minnst, að meðan hann dvald-
ist hér vestra, vann dr. Finnbogi
Guðmundsson ötullega að íslenzku-
kennslu barna og unglinga, og síðan
hann kom hingað vestur, hefir
Haraldur prófessor Bessason einnig
unnið dyggilega að sama marki,
bæði með leshring um íslenzkar
bókmenntir fyrir eldra fólkið og
kvöldskóla fyrir yngra fólk, sem
vel hefir gefizt. (Nánari frásagnir
um íslenzkukennsluna fyrri og síðar
á umræddu tímabili er að finna í
árlegum skýrslum forseta félagsins,
og í skýrslum milliþinganefndar í
þeim málum og skólastjórans í
Tímariti félagsins). Ennfremur má
það ekki vera ósagt látið, að félagið
skuldar miklar þakkir hinum mörgu
kennurum, sem af trúnaði við ís-
lenzkar erfðir og af áhuga fyrir við-
haldi íslenzkrar tungu hér vestan
hafs og ást á henni, lögðu það á sig,
ósjaldan ár eftir ár, að kenna ís-
lenzku á Laugardagsskóla þess. Nöfn
þeirra geymast í sögu félagsins í
þingtíðindum þess.
En Þjóðræknisfélagið hefir eigi
aðeins leitazt við að vekja áhuga
yngri kynslóðarinnar á ætternis-
legum uppruna sínum og menning-
arerfðum með fræðslu í íslenzku.
Forystumenn félagsins gerðu sér það
snemma ljóst, að nauðsyn bæri til
að hefja félagslega samvinnu við
yngri kynslóð vora. Á ársþinginu
1935 var svohljóðandi tillaga frá út-
breiðslumálanefnd þingsins sam-
þykkt einum rómi: „Nefndin leggur
til að reynt verið að stofna ung-
lingafélag eða félög til viðhalds og
eflingar íslenzkum bókmenntum og
öðrum verðmætum í íslenzkum
menningararfi. Megi störf slíkra
félaga fara fram á ensku, og séu
félög þessi í samvinnu við aðal-
félagið og undir umsjón þess.“
Þessi viðleitni bar þann árangur,
að laust fyrir þjóðræknisþingið
1938 var stofnaður félagsskapur
„Young Icelanders", er gerðist sam-