Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 31
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
13
bandsdeild Þ j óðræknisf élagsins
■þegar þá á þinginu. Tók það seinna
upp nafnið „The Junior Icelandic
League“, en hefir nú um langt skeið
borið heitið „The Icelandic Candian
Club“. Fara fundir og aðrar sam-
komur þess félagsskapar fram á
ensku, eins og kunnugt er, en eigi
að síður vinnur það, í anda móður-
félags síns og stefnuskrár sinnar, að
varðveizlu íslenzkrar menningar-
erfða, meðal annars með útgáfu
ársfjórðungsrits síns, The Icelandic
Canadian, sem átt hefir vaxandi
útbreiðslu að fagna, en ritstjórinn
er nú, og hefir verið um mörg und-
anfarin ár, Walter J. Lindal dómari,
vara-ritari félags vors. Fram á síð-
ari ár var „The Icelandic Canadian
Club“ einnig sambandsdeild í Þjóð-
ræknisfélaginu, og í nánum tengsl-
um við það, eins og ársskýrslur og
félagatal í Tímariii Þjóðræknis-
félagsins bera vitni.
Hefir, eins og vera ber, verið
margvísleg samvinna milli Þjóð-
ræknisfélagsins og „The Icelandic
Canadian Club“, einnig margt fé-
lagsfólk hins síðarnefnda einnig í
Þjóðræknisfélaginu. Sem eitt dæmi
um samstarf þessara félaga, má
geta þess, að á árunum 1945—46
áttu þau samvinnu um merkilegt og
gagnlegt námsskeið í íslenzkum
fræðum, meðal annars með fyrir-
lestrahaldi á ensku um íslenzk efni,
undir umsjón frú Hólmfríðar Dan-
ielson, þáver. forseta „The Icelandic
Canadian Club“, er hafði sér við
blið í undirbúningsnefndinni full-
trúa bæði úr félagsskap sínum og
Þ j óðræknisf élaginu.
Áður en skilizt er við fræðslumála
bliðina á starfi félagsins, má á það
minna, að félagð átti hlut að því að
koma upp í Winnipeg íslenzku
bókasafni félagsfólki til almennra
afnota, sem áratugum saman hefir
verið starfrækt af deildinni „Frón“
af hálfu félagsins, og hefir félagið
veitt safninu nokkurn fjárhagsleg-
an stuðning, en deildin annars haft
mestan veg og vanda af viðhaldi
safnsins og aukningu, að ógleymd-
um fjölda gjafabóka, sem félaginu
og safninu hafa borizt úr mörgum
áttum.
Þá skyldi það einnig munað í
sambandi við útbreiðslumál félags-
ins, að það hafði lengi á dagskrá
sinni, og hélt með þeim hætti vak-
andi, málinu um stofnun kennara-
stóls í íslenzku við Manitobaháskóla.
Hitti þáver. forseti félagsins, séra
Philip M. Pétursson, því vel í mark,
ier hann komst svo að orði um há-
.skólamálið í skýrslu sinni á 30 ára
afmæli félagsins 1949:
„Þetta er fjórðungsaldar draumur
Þjóðræknisfélagsins að rætast, og er
það góðs viti fyrir framtíðina. ís-
,lendingar hafa haft eitthvað líkt
þessu í huga frá næstum 'því fyrstu
tíð. Það á vel við, að vér getum
haldið upp á 30 ára afmlishátíð
Þjóðræknisfélagsins með því að
auglýsa samþykkt háskólans um að
hann hafi tekið fyrsta sporið í að
iganga inn á samninga um að stofn-
setja þennan fyrrnefnda kennslu-
stól.“
Einnig hefir Þjóðræknisfélagið
stutt háskólamálið fjárhagslega.
Jafnframt skyldi það þakklátlega
munað, að það var einn af allra ó-
trauðustu og ágætustu forystumönn-
um félagsins, Ásmundur P. Jóhanns-
son, sem stærstan fjárhagslegan