Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 34
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA gangi sínum sem málgagn Þjóð- ræknisfélagsins, verið bæði fræð- andi og menntandi, eins og slíku riti sæmir, flutt jöfnum höndum laust mál og ljóð. Vandað hefir einnig verið til innihaldsins, enda hafa flestir kunnustu rithöfundar og helztu skáld íslendinga vestan hafs lagt ritinu til efni, og auk þess ýms- ir þjóðkunnir rithöfundar og merk- isskáld heima á ættjörðinni. Harla fjölskrúðug er því sú mynd, sem brugðið er upp í ritinu af vest- ur-íslenzkum bókmenntum og menningarlífi. Ekki má heldur gleyma því, að ritið hefir mikið sögu- legt gildi, því að innan spjalda þess, í þingtíðindum Þjóðræknisfélagsins, geymist starfssaga þess félagsskap- ar, sem enginn mun neita, að orðin sé ærið merkur þáttur í félagsmála- sögu íslendinga í Vesturheimi. Þá er um ræðir sögulegt gildi Tíma- riisins, má bæta því við, að síðan Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar hætti að koma út, hafa þættirnir „Helztu viðburðir“ og „Mannalát“ meðal íslendinga í Vesturheimi, er áður birtust í Almanakinu, komið út í Tímarilinu, og hefir dr. Richard Beck tekið þá saman, eins og hann gerði áður á annan áratug, meðan Almanaksins naut við. Vegna aukins prent- og útgáfu- kostnaðar hefir útgáfa ritsins á síð- ari árum orðið félaginu mjög þung- ur baggi fjárhagslega. Með það fyrir augum að halda stuðningi sem flestra auglýsenda í ritinu og ná til sem flestra lesenda, var sú til- breytni hafin (að undangenginni samþykkt þjóðræknisþingsins árið áður) á ritinu í fyrra að birta nokk- urt lesmál um íslenzk efni á ensku máli. Er þess að vænta, að þeirri breytingu verði vel tekið og að hún nái tilgangi sínum. En því til sönnunar, hve vel hefir tekizt um útgáfu ritsins, má á það henda, að það hefir fyrir löngu hlotið þann vitnisburð hinna dóm- bærustu manna í þeim efnum, að það eigi sess í hópi merkustu tíma- rita, sem nú koma út á íslenzku. Má finna þeim ummælum stað í fjöldamörgum umsögnum um ritið fyrr og síðar, þó að eigi verði það nánar rakið hér. Ýmisleg menningarmál Eins og frá er skýrt nánar í rit gerð minni um Þjóðræknisfélagið 25. ára, hafði það fram að þeim tíma, auk þeirra starfa, sem þegar hefir verið lýst, látið sig skipta, eða haft forgöngu um, margvísleg menning- armál varðandi sögu eða samtíð Is- lendinga í Vesturheimi. Hvað for- tíðina snertir, hefir það haft með höndum söfnun sögugagna og þjóð- legs fróðleiks, með nokkrum árangri, ennfremur söfnun ýmissa íslenzkra rnuna, er menningarsögulegt gildi eiga. Er milliþinganefnd í minja- safnsmálinu enn starfandi, mörg hin síðari ár undir ötulli forystu frú Marju Björnsson, og er það hreint ekki orðið lítið eða ómerkilegt, sem safnazt hefir af ýmsum minjagrip- um. Eigi hefir þó ennþá fengizt heppilegur eða varanlegur staður fyrir geymslu þeirra, þar sem þeir geti jafnframt verið til sýnis al- menningi, en vonandi, að úr því rætist áður langt líður. Þá hefir félagið átt sinn drjúga þátt í því að halda á lofti minningu islenzkra landnema vestan hafs og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.