Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 35

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 35
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA 17 öndvegisskálda vorra beggja megin bafsins. Þannig efndi stjórnarnefnd félagsins til hátíðarhalds 12. okt. 1950 í tilefni af 75 ára afmæli ís- lenzka landnámsins í Manitoba og komu fyrstu íslendinga til Winni- Peg í október 1875. Á þessari sögu- legu hátíðarsamkomu flutti Hannes Kjartansson, aðalræðismaður ís- lands í New York, kveðjur og árn- ■aðaróskir íslenzku þjóðarinnar og las upp símskeyti frá forseta íslands, ■herra Sveini Björnssyni. Félagið átti einnig nokkurn þátt 1 því, að söguskáldinu vinsæla, Jó- ■hanni Magnúsi Bjarnasyni, var sumarið 1948 reistur minnisvarði í Elfros, Sask. Annars áttu kvenfélag- iö í Elfros, ásamt dr. Kristjáni Austmann, aldavini skáldsins, og þjóðræknisdeildin „Iðunn“ í Leslie, Sask., aðalþáttinn í því, að skáldinu var reistur iþessi minnisvarði. Af hálfu deildarinnar komu þar mest við sögu, þeir traustu velunnarar félags vors, Páll Guðmundsson í Leslie og Rósmundur Árnason í Elfros. hjóðræknisfélagið gekkst einnig fyrir því, að aldarafmæla þeirra Stephans G. Stephanssonar og Gests Palssonar var minnzt með virðu- legum hætti, og hélt í samvinnu við deildina ,,Frón“ sambærilega minn- ingarsamkomu í tilefni af 150 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Sé horfið til samtíðarinnar mun ^nörgum hinna eldri enn í fersku nainni afskipti félagsins af hinu svo- kallaða „Ingólfsmáli“, sem bæði var réttlætis- og mannúðarmál (Smbr. kaflann um það í fyrrnefndri rit- gerð minni). Mjög var það einnig í anda rótgróinnar íslenzkrar íþrótta- mannshugsjónar, að félagið studdi íþróttir árum saman, enda var íþróttafélagið „Fálkinn" í Winnipeg í mörg ár sambandsdeild félagsins. Þá er eigi síður ánægjulegt að minnast þess brautargengis, sem félagið veitti Björgvin Guðmunds- syni tónskáldi á sínum tíma, með almennri fjársöfnun í námssjóð honum til styrktar, er hann var að brjótast áfram á listamannsbraut- inni. í sama anda vann félagið á síð- ari árum, er það átti hlut að söfnun fjár í námssjóð til styrktar lista- konunni, Miss Agnes Sigurdsson, píanóleikara, er hún stundaði fram- haldsnám í New York, en ekki get- ,ur fegurra eða þarfara þjóðræknis- ,verk heldur en að blása þeim nokk- .urn byr undir vængi, sem sækja fram á listabrautinni og líklegir eru til þess að auka á hróður ættstofns ,vors með afrekum á því sviði, um leið og þeir auðga líf annarra með .list sinni. Loks er það eitt mál, sem sam- tímann varðar og lengi var á dag- ,skrá félagsins, en það var bygging samkomuhúss í Winnipeg fyrir ís- •lendinga. Var milliþinganefnd .starfandi í því máli ár eftir ár og miklar umræður um það á ársþing- um félagsins, og beitti frú Björg ísfeld sér fyrir því af brennandi áhuga. Eftir ítarlegar rannsóknir og umræður, reyndist þó eigi fært að koma málinu í framkvæmd. En þökk ,sé þeim, sem báru það fyrir brjósti og að því unnu, af hugsjónaást og heilum huga, þó að sá draumur þeirra yrði eigi að veruleika. (Frek- ari gang málsins geta þeir, sem vilja, rakið í þingtíðindum félagsins).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.