Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 35
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
17
öndvegisskálda vorra beggja megin
bafsins. Þannig efndi stjórnarnefnd
félagsins til hátíðarhalds 12. okt.
1950 í tilefni af 75 ára afmæli ís-
lenzka landnámsins í Manitoba og
komu fyrstu íslendinga til Winni-
Peg í október 1875. Á þessari sögu-
legu hátíðarsamkomu flutti Hannes
Kjartansson, aðalræðismaður ís-
lands í New York, kveðjur og árn-
■aðaróskir íslenzku þjóðarinnar og
las upp símskeyti frá forseta íslands,
■herra Sveini Björnssyni.
Félagið átti einnig nokkurn þátt
1 því, að söguskáldinu vinsæla, Jó-
■hanni Magnúsi Bjarnasyni, var
sumarið 1948 reistur minnisvarði í
Elfros, Sask. Annars áttu kvenfélag-
iö í Elfros, ásamt dr. Kristjáni
Austmann, aldavini skáldsins, og
þjóðræknisdeildin „Iðunn“ í Leslie,
Sask., aðalþáttinn í því, að skáldinu
var reistur iþessi minnisvarði. Af
hálfu deildarinnar komu þar mest
við sögu, þeir traustu velunnarar
félags vors, Páll Guðmundsson í
Leslie og Rósmundur Árnason í
Elfros.
hjóðræknisfélagið gekkst einnig
fyrir því, að aldarafmæla þeirra
Stephans G. Stephanssonar og Gests
Palssonar var minnzt með virðu-
legum hætti, og hélt í samvinnu við
deildina ,,Frón“ sambærilega minn-
ingarsamkomu í tilefni af 150 ára
afmæli Jónasar Hallgrímssonar.
Sé horfið til samtíðarinnar mun
^nörgum hinna eldri enn í fersku
nainni afskipti félagsins af hinu svo-
kallaða „Ingólfsmáli“, sem bæði var
réttlætis- og mannúðarmál (Smbr.
kaflann um það í fyrrnefndri rit-
gerð minni). Mjög var það einnig í
anda rótgróinnar íslenzkrar íþrótta-
mannshugsjónar, að félagið studdi
íþróttir árum saman, enda var
íþróttafélagið „Fálkinn" í Winnipeg
í mörg ár sambandsdeild félagsins.
Þá er eigi síður ánægjulegt að
minnast þess brautargengis, sem
félagið veitti Björgvin Guðmunds-
syni tónskáldi á sínum tíma, með
almennri fjársöfnun í námssjóð
honum til styrktar, er hann var að
brjótast áfram á listamannsbraut-
inni. í sama anda vann félagið á síð-
ari árum, er það átti hlut að söfnun
fjár í námssjóð til styrktar lista-
konunni, Miss Agnes Sigurdsson,
píanóleikara, er hún stundaði fram-
haldsnám í New York, en ekki get-
,ur fegurra eða þarfara þjóðræknis-
,verk heldur en að blása þeim nokk-
.urn byr undir vængi, sem sækja
fram á listabrautinni og líklegir eru
til þess að auka á hróður ættstofns
,vors með afrekum á því sviði, um
leið og þeir auðga líf annarra með
.list sinni.
Loks er það eitt mál, sem sam-
tímann varðar og lengi var á dag-
,skrá félagsins, en það var bygging
samkomuhúss í Winnipeg fyrir ís-
•lendinga. Var milliþinganefnd
.starfandi í því máli ár eftir ár og
miklar umræður um það á ársþing-
um félagsins, og beitti frú Björg
ísfeld sér fyrir því af brennandi
áhuga. Eftir ítarlegar rannsóknir og
umræður, reyndist þó eigi fært að
koma málinu í framkvæmd. En þökk
,sé þeim, sem báru það fyrir brjósti
og að því unnu, af hugsjónaást og
heilum huga, þó að sá draumur
þeirra yrði eigi að veruleika. (Frek-
ari gang málsins geta þeir, sem vilja,
rakið í þingtíðindum félagsins).