Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ársþing félagsins og önnur
samkomuhöld
Óþarft er að fjölyrða um það, hve
mikill og merkur þáttur ársþing
Þjóðræknisfélagsins og fjölbreyttar
samkomur í sambandi við það er
orðinn í 45 ára sögu félagsins. Skag-
firðingar hafa sína „Sæluviku“, sem
löngu er landfræg orðin. Má með
eigi minni sanni segja, að þjóðrækn-
isþingið og samkomurnar, sem
fylgja í kjölfar þess, séu „Sæluvika“
vor Vestur-íslendinga, að minnsta
kosti íslendinga í Winnipeg og ná-
grenni, og þeirra annarra, er um
lengri veg geta sótt þingið og sam-
komur þess. Hefir þeim vitru mönn-
um og konum, er á sínum tíma á-
kváðu þingtímann, réttilega verið
það ljóst, að þingið og samkomurn-
ar samhliða því yrðu fólki voru
bæði til uppbyggingar og skemmt-
unar í skammdeginu, sumarauki í
vetrarríkinu, sem löngum hefir
völdin á þeim tíma ársins hér inni
í meginlandinu.
Nokkurra sérstakra minningar-
hátíða, sem Þjóðræknisfélagið hefir
átt hlut að á síðari árum, er þegar
getið, en auk þess hefir það á síð-
astliðnum tuttugu árum staðið að
miklum fjölda af fyrirlestra- og
söngsamkomum, myndasýningum
,og virðulegum fjölmennum samsæt-
um til heiðurs mikilsmetnum og
kærkomnum gestum heiman af ætt-
jörðinni eða einhverjum þeim úr
vorum hópi íslendinga vestan hafs,
er getið hafa sér frægðarorð eða
hlotið sérstaka viðurkenningu á
einhverju sviði, og með þeim hætti
orðið ættstofninum til sæmdarauka.
Enn önnur samsæti hafa haldin
verið til þess að votta hlutaðeig-
andi þökk fyrir vel unnin störf í
þágu félags vors og annarra menn-
ingarmála. Eigi verða neinar þær
samkomur taldar hér, en látið
nægja að vísa til umsagna um þær
,í ársskýrslum forseta félagsins og
annars staðar í þingtíðindunum.
Um hitt þarf ekki að fara mörgum
.orðum, hve mikið fræðslu- og
skemmtigildi slíkar samkomur eiga,
,og hversu snar þáttur hefir verið
með þeim ofinn í þjóðræknisstarf-
semi vora og menningarlega við-
.leitni.
Samvinnumálin yfir hafið
, Öllum, sem um það mál hugsa
alvarlega, er það ljóst, hve djúpum
rótum vér íslendingar vestan hafs-
ins stöndum í jarðvegi ættjarðar-
innar, ætternislega og menningar-
lega. Frá upphafi vega hefir það því
•eðlilega verið eitt af megin við-
fangsefnum Þjóðræknisfélagsins „að
efla samúð og samvinnu meðal ís-
lendinga austan hafs og vestan“,
svo að vitnað sé aftur til orða
stefnuskrár þess, enda má óhætt
fullyrða, að menningarleg samskipti
þeirra í milli séu nú orðin fjölþætt-
ari en nokkru sinni áður, og má
svipað segja um viðhald ættar-
•tengslanna. Renna margar stoðir
undir þá brúarbyggingu yfir hafið,
eins og nánar mun lýst verða.
Þeirri margþættu samvinnu fyrsta
aldarfjórðunginn í sögu félagsins eru
gerð ítarleg skil í ritgerðum okkar
,dr. Rögnvaldar um það tímabil, og
leyfir rúm eigi að endurtaka þá frá-
sögn hér, enda gerist þess eigi þörf.
Hins vegar hafa hin ætternislegu
,og menningarlegu samskipti íslend-
inga yfir hafið á síðustu tveim ára-