Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 37
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
19
tugum verið svo mörgum þáttum
slungin, að stiklað verður aðeins á
stóru í þeim efnum, en nákvæmari
lýsing er skráð í skýrslum forseta
og annars staðar í þingtíðindum fé-
lagsins.
1 Á aldarfjórðungsafmæli félagsins
(1944) sýndi Ríkisstjórn íslands,
eins og alkunnugt er, félaginu og
Vestur-íslendingum í heild sinni
þann mikla sóma og vinsemdar vott,
■að senda á afmælisþing félagsins
hinn merkasta og ágætasta mann,
sjálfan biskupinn yfir Islandi, herra
Sigurgeir Sigurðsson. Var málflutn-
ingur hans og framkoma öll með
iþeim glæsibrag, að ógleymdu
ástúðlegu viðmóti hans, að öllum,
sem honum kynntust, mun lengi
jþakklátlega í minni geymast. Auk
þeirra erinda og ávarpa, er Sigur-
igeir biskup flutti á þjóðræknisþing-
inu og öðrum samkomum í Winni-
peg, heimsótti hann íslenzkar byggð-
lr beggja megin landamæranna og
•hélt ræður á samkomum margra
ideilda félagsins. 'Var hann hvar-
vetna mikill aufúsugestur, og vann
iþjóðræknismálum vorum hið mesta
gagn með heimsóknum sínum og
rseðum. Er ekki ofmælt, að heim-
sokn hans hafi verið merkur við-
þurður í sögu íslendinga vestan
■hafs, einnig vakti hún víðtæka at-
■hygli hérlendra manna. (Um það
efni vísast annars til greinar minnar
í>,Heimsókn biskups íslands", Tíma-
íiti ð 1945).
En Ríkisstjórn íslands lét eigi þar
við lenda. Sigurgeir biskup hafði
eigi lokið dvöl sinni hér í álfu, þeg-
ar þáverandi utanríkisráðherra ís-
iands, Vilhjálmur Þór, sem oss hef-
lr um margt reynzt hinn vinveitt-
asti, bauð Þjóðræknisfélaginu, í
nafni ríkisstjórnarinnar, að velja
fulltrúa fyrir Vestur-íslendinga til
iþess að vera gestur stjórnarinnar á
Lýðveldishátíðinni 17. júní. Valdi
framkvæmdanefnd félagsin, eins og
kunnugt er, þáverandi forseta fé-
lagsins, þann, er þetta ritar, til
þeirrar sendifarar. Flutti hann
kveðjur Þjóðræknisfélagsins og
,Vestur-íslendinga á Lýðveldishá-
.tíðinni að Þingvöllum og síðan slík-
ar kveðjur og ræður á fjölmennum
samkomum um land allt. Átti hann
alls staðar framúrskarandi viðtök-
,um að fagna og var margvíslegur
sómi sýndur. (Frá þeirri sögulegu
heimför er nánar greint í ritgerð
minni „Endurreisn lýðveldis á ís-
Iandi“, Tímaritið 1945, og í forseta-
.skýrslu minni í þingtíðindunum fyr-
ir árið 1945. Frásögn um ferðina frá
íslenzku hliðinni er að finna í bók-
inni Lýðveldishátíðin 1944, Reykja-
,vík, 1945).
, í þessu sambandi er skylt að geta
Jþess, að þegar þáverandi foresti Is-
,lands Sveinn Björnsson, kom til
Bandaríkjanna í virðulegu boði
.Roosevelts forseta þeirra, seint í
,ágústmánuði 1944, sýndi Ríkisstjórn
íslands allmörgum Vestur-íslend-
ingum þá miklu sæmd að bjóða þeim
,sem gestum sínum til New York til
fundar við Svein forseta. Austurför
þessari er annars all ítarlega og vel
lýst í grein dr. Valdimars J. Ey-
Jands „Á ferð og flugi“, sem birt
,var hér í ritinu 1946, en hann var
,einn af boðsgestum. En óhætt má
segja, eins og hann leggur áherzlu
á, að ferð þessi var okkur öllum, er
hana fórum, til ógleymanlegrar á-
.nægju, og þakkarskuld okkar við