Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 39
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
21
ungfrú Guðrúnar Á Símonar söng-
konu meðal vor íslendinga haustið
1958. Þjóðræknisfélagið og Canada-
Iceland Foundation stóðu sameigin-
lega að heimsókn söngkonunnar og
ferðum hennar, en 'þeim er, meðal
annars, lýst á þessa leið í forseta-
skýrslu minni fyrir það ár:
„Aðalsöngsamkomu sína hélt
söngkonan í Playhouse leikhúsinu
hér í borg (þ.e. Winnipeg) hinn 5.
nóvember undir umsjón Celebrity
Concerts (Canada) Ltd. í samvinnu
við fyrrnefnd félög. Var samkoman
Prýðisvel sótt, um 800 manns, og
vakti söngurinn mikla hrifingu á-
heyrenda, enda hlaut söngkonan að
verðugu ágæta dóma hljómlistar-
gagnrýnenda stórblaðanna þar í
korg. Söngkonan hélt einnig sam-
komur á vegum þjóðræknisdeild-
anna í Árborg, á Gimli og í Van-
couver, og undir umsjón Kvenfé-
lagsins „Freyju“ í Bellingham og
■Lestrarfélagsins „Vestra“ í Seattle,
alls staðar við mikla aðsókn og
hvarvetna við frábærar undirtektir
áheyrenda. Hún söng einnig í
kanadíska útvarpið og sjónvarpið."
Ummælum mínum um heimsókn
söngkonunnar lauk ég sem hér seg-
n': „Með komu sinni jók hún á
■hróður íslands og Islendinga, og
Jtteð heimsókn hennar er ofinn nýr
°g minnisstæður þáttur í menning-
arlegum samskiptum íslendinga yfir
hafið.“
Ekki er nema sanngjarnt að geta
Þess, að nefndina, sem undirbjó
samkomur og ferðir söngkonunnar,
skipuðu þau Walter J. Lindal, dóm-
ari. formaður, frú Hólmfríður Dani-
elson og Grettir L. Johannson ræð-
^smaður, var forseti einnig með í
ráðum.
Tvisvar á umræddu tímabili hefir
Þjóðræknisfélagið notið þeirrar
miklu ánægju að taka á móti Karla-
kór Reykjavíkur og eiga hlut að
hljómleikum af hans hálfu á söng-
ferðum kórsins víðsvegar um meg-
inland Norður-Ameríku. Gerðist sá
merkisatburður í fyrra skiptið haust-
ið 1946, er kórinn hélt marga hljóm-
leika á vorum slóðum, bæði í Winni-
peg og Norður-Dakota, við mikla að-
sókn og framúrskarandi undirtektir.
í Winnipeg stóð stjórnarnefnd fé-
lagsins fyrir viðtökunum, en í Norð-
ur-Dakota efndi þjóðræknisdeildin
„Báran“ til samsætis að Garðar, og
átti einnig hlut að hljómleikum
kórsins í Cavalier. Eftir að hafa
vísað til frásagna vikublaða vorra
um komu kórsins, fer dr. V. J. Ey-
lands, þáver. forseti Þjóðræknis-
félagsins þessum orðum um hana í
skýrslu sinni:
„Vert er þess þó að geta hér, sem
er almannarómur, að framkoma
kórsins varð íslandi og líslenzku
þjóðinni beggja megin hafsins til
hins mesta sóma. Hljómurinn af
söng þessara manna ómar í sálum
þúsundanna mörgu, sem á þá hlust-
uðu, en þó hvergi eins skært og inni-
lega, eins og í hugum landa þeirra
á dreifingunni miklu.“
I seinna skiptið heimsótti kórinn
byggðir vorar haustið 1960. Um þá
heimsókn leyfi ég mér að taka upp
eftirfarandi ummæli úr forseta-
skýrslu minni fyrir umrætt starfs-
ár:
„Kem ég þá að sögulegasta og
merkasta atburðinum, sem gerðist
1 samvinnumálunum við ísland á