Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 42
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Á umræddu tímabili í sögu félags
vors hefir Þjóðræknisfélagið á ís-
landi einnig unnið að eflingu sam-
huga og samvinnu yfir hafið með
mörgum hætti. Meðal annars efnir
félag þetta árlega til Gestamóts fyr-
ir Vestur-íslendinga, er sækja ætt-
jörðina heim, og greiðir götu þeirra
með öðru móti. Félagið hefir einnig
átt hlut að merkilegum kveðjusend-
ingum heiman um haf á þjóðræknis-
þing vor og við önnur tækifæri, og
sent oss á segulbandi til notkunar á
samkomum fræðandi og skemmt-
andi efni. Höfum vér árum saman
átt margháttaða og ánægjulega sam-
vinnu við þetta ágæta félag, og
stöndum í mikilli þakkarskuld við
það. En þar eru helztu forystumenn
þeir Sigurður Sigurgeirsson banka-
ritari, um mörg ár formaður félags-
ins, og dr. Finnbogi Guðmundsson,
en þeir eiga sér að baki í félagsskap
sínum fjölda mætra manna og
kvenna, sem málstaðnum unna.
I ritgerð minni í tilefni af aldar-
f j órðungsaf mæli Þ j óðræknisf élags-
ins er ítarlega skýrt frá samvinnu
þeirri, sem þáverandi stjórnarnefnd
félagsins átti við Sýningarráð ís-
lands varðandi Heimssýninguna í
New York 1939, er fólst einkum í
því að láta gera eirsteypu af hinni
miklu styttu af Leifi Eiríkssyni, sem
Bandaríkin sendu íslandi að gjöf
Alþingishátíðarárið. Stóð eirsteypan
fyir framan skála íslands á Heims-
sýningunni. Var það síðan ætlunin,
að gefa Bandaríkjunum afsteypuna
og að hún yrði reist í höfuðstað
þeirra, Washingtonborg, en þegar fé
skorti til þess, þrátt fyrir margar
tilraunir í þá átt á þjóðþingi Banda-
ríkjanna, var styttunni fenginn stað-
ur framan við Mariner’s Museum,
hið mikla Sjóminjasafn Bandaríkj-
anna, í Newport News, Virginia, og
í fyrra formlega afhent safninu til
varðveizlu um óákveðinn tíma, að
undangenginni samþykkt Þjóðrækn-
isþingsins og stjórnarnefndar Þjóð-
ræknisfélagsins. Er hún þar á verð-
ugum og ágætum stað, og talið, að
250,000 manns sjái hana þar árlega.
(ftarlegri frásögn um afgreiðslu
þessa máls er að finna í forseta-
skýrslu minni frá í fyrra, sem prent-
uð er annars staðar hér í ritinu, en
um gang þess áður geta menn lesið
í þingtíðindum fyrri ára).
Eitt af þeim málum, sem félagið
hefir lengi haft á dagskrá sinni er
skógræktarmálið, en það er, eins og
nafnið gefur 1 skyn, sú viðleitni fé-
lagsins og félagsfólks, að eiga nokk-
ra hlutdeild í því að klæða ætt-
landið skógi, því til aukinnar feg-
urðar og nytja. Á síðari árum hefir
frú Marja Björnsson beitt sér fyrir
því máli af miklum dugnaði, verið
óþreytandi að rita um það mál og
flytja um það erindi bæði á þjóð-
ræknisþingum og víða annars staðar
á samkomum, jafnframt því og hún
hefir haft forystu í milliþinganefnd-
um um málið, og hefir þessi viðleitni
borið þó nokkurn árangur. í þessu
starfi af félagsins hálfu hefir frú
Mai’ja notið ágætrar aðstoðar manns
síns, Sveins læknis Björnssonar, og
annarra velunnara málsins. Þjóð-
ræknisfélagið sjálft hefir einnig
stutt það með fjárframlögum. Þessi
viðleitni vor Islendinga vestan hafs
hefir einnig mælzt vel fyrir heima
á Islandi, og er sérstakur skógarreit-
ur á Þingvöllum helgaður Vestur-
íslendingum. Munu flestir verða á