Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 46
28
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Hér að framan hefir starfssaga
Þj óðræknisf élagsins síðastliðin 20
ár verið rakin í megin dráttum, en
margs látið ógetið, sem lesa má um
í forsetaskýrslum þess og annars
staðar í þingtíðindunum. Höfuð-
starfsmanna félagsins, embættis-
manna þess á umræddu tímabili,
hefir eigi heldur nema að litlu leyti
getið verið, og verður eigi að þessu
sinni frekar getið, nema hvað þeir
og starfstímabil þeirra í embættun-
um eru talin upp í embættismanna-
tali félagsins frá umræddum árum,
sem fylgir þessari frásögn. Annað
sæmir, hins vegar, eigi heldur en
hér séu taldir embættismenn félags-
ins á þessum tímamótum í sögu þess,
en þeir eru:
Forseti: Séra Philip M. Pétursson
Vara-forseti: Prófessor Haraldur
Bessason
Ritari: Frú Hólmfríður Danielson
Vara-ritari: Walter J. Lindal
dómari
Féhirðir: Grettir L. Jóhannsson
ræðismaður
Vara-féhirðir: Jóhann Th. Beck
Fjármálaritari: Guðmann Levy
Vara-fjármálaritari: Ólafur Halls-
son
Skjalavörður: Jakob F. Kristjáns-
son
Yfirskoðunarmenn r e i k n i n g a :
Davíð Björnsson og Gunnar Bald-
winson.
Lokaorð
Ekki ætla ég mér þá dul að leggja
neinn fullnaðardóm á 45 ára starf
Þjóðræknisfélagsins, enda er mér
málið alltof skylt til þess. Tek ég
því þann kostinn að vitna til um-
mæla tveggja merkra og mætra
manna um starf félagsins og gildi
þess, en báðar eru tilvitnanirnar úr
kveðjum sem þeir sendu á fertugs-
afmælisþing félags vors og prentað-
ar í þingtíðindunum fyrir það ár.
Séra Albert E. Kristjánsson, einn
af stofnendum félagsins og fyrstu
embættismönnum þess, komst svo
að orði í niðurlagi kveðju sinnar,
sem jafnframt var holl áminning og
hvatning til félagsfólks:
„Höfum við gengið til góðs göt-
una fram eftir veg?“ Við þessari
spurningu verður mér létt um svar
og segi hiklaust já. Þrátt fyrir öll
axarsköft (og hver smíðar ekki fá-
ein á 40 árum) og þrátt fyrir töpuð
tækifæri vegna seinlætis í fram-
kvæmdum, hefir Þjóðræknisfélagið
þó verið meðal hinna allra þörfustu
og nytsömustu félagssamtaka meðal
Vestur-íslendinga. Eru afrek þess
íslenzkri þjóð til gagns og sóma
þegar orðin mörg og merkileg. Megi
því enn endast aldur til að vinna
mörg fleiri sömu tegundar. Þjóð-
ræknisfélag íslendinga í Vestur-
heimi lengi lifi!“
Steindór Steindórsson, yfirkenn-
ari við Menntaskólann á Akureyri,
sem ferðazt hefir víða meðal íslend-
inga vestan hafs á síðustu árum, og
því kynnzt þeim, lífi þeirra og starfi,
sendi þeim og félaginu merkilega
kveðju á fyrrgreindum tímamótum,
og fórust, meðal annars, þannig orð:
„í fjörtíu ár hefir félagið verið
útvörður íslenzkra menningarerfða
vestan hafs. Það setti merkið hátt
í öndverðu og hefir hvergi hvikað
frá stefnu sinni: að efla íslenzka
menningu og samhug meðal íslend-
inga vestan hafs og tengsli þeirra
við heimaþjóðina. Ekki hefir verið
blásið í lúðra né bumbur barðar, til