Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Hér að framan hefir starfssaga Þj óðræknisf élagsins síðastliðin 20 ár verið rakin í megin dráttum, en margs látið ógetið, sem lesa má um í forsetaskýrslum þess og annars staðar í þingtíðindunum. Höfuð- starfsmanna félagsins, embættis- manna þess á umræddu tímabili, hefir eigi heldur nema að litlu leyti getið verið, og verður eigi að þessu sinni frekar getið, nema hvað þeir og starfstímabil þeirra í embættun- um eru talin upp í embættismanna- tali félagsins frá umræddum árum, sem fylgir þessari frásögn. Annað sæmir, hins vegar, eigi heldur en hér séu taldir embættismenn félags- ins á þessum tímamótum í sögu þess, en þeir eru: Forseti: Séra Philip M. Pétursson Vara-forseti: Prófessor Haraldur Bessason Ritari: Frú Hólmfríður Danielson Vara-ritari: Walter J. Lindal dómari Féhirðir: Grettir L. Jóhannsson ræðismaður Vara-féhirðir: Jóhann Th. Beck Fjármálaritari: Guðmann Levy Vara-fjármálaritari: Ólafur Halls- son Skjalavörður: Jakob F. Kristjáns- son Yfirskoðunarmenn r e i k n i n g a : Davíð Björnsson og Gunnar Bald- winson. Lokaorð Ekki ætla ég mér þá dul að leggja neinn fullnaðardóm á 45 ára starf Þjóðræknisfélagsins, enda er mér málið alltof skylt til þess. Tek ég því þann kostinn að vitna til um- mæla tveggja merkra og mætra manna um starf félagsins og gildi þess, en báðar eru tilvitnanirnar úr kveðjum sem þeir sendu á fertugs- afmælisþing félags vors og prentað- ar í þingtíðindunum fyrir það ár. Séra Albert E. Kristjánsson, einn af stofnendum félagsins og fyrstu embættismönnum þess, komst svo að orði í niðurlagi kveðju sinnar, sem jafnframt var holl áminning og hvatning til félagsfólks: „Höfum við gengið til góðs göt- una fram eftir veg?“ Við þessari spurningu verður mér létt um svar og segi hiklaust já. Þrátt fyrir öll axarsköft (og hver smíðar ekki fá- ein á 40 árum) og þrátt fyrir töpuð tækifæri vegna seinlætis í fram- kvæmdum, hefir Þjóðræknisfélagið þó verið meðal hinna allra þörfustu og nytsömustu félagssamtaka meðal Vestur-íslendinga. Eru afrek þess íslenzkri þjóð til gagns og sóma þegar orðin mörg og merkileg. Megi því enn endast aldur til að vinna mörg fleiri sömu tegundar. Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi lengi lifi!“ Steindór Steindórsson, yfirkenn- ari við Menntaskólann á Akureyri, sem ferðazt hefir víða meðal íslend- inga vestan hafs á síðustu árum, og því kynnzt þeim, lífi þeirra og starfi, sendi þeim og félaginu merkilega kveðju á fyrrgreindum tímamótum, og fórust, meðal annars, þannig orð: „í fjörtíu ár hefir félagið verið útvörður íslenzkra menningarerfða vestan hafs. Það setti merkið hátt í öndverðu og hefir hvergi hvikað frá stefnu sinni: að efla íslenzka menningu og samhug meðal íslend- inga vestan hafs og tengsli þeirra við heimaþjóðina. Ekki hefir verið blásið í lúðra né bumbur barðar, til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.