Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 49
HJÖRTUR PÁLSSON:
Jörfagleði í Dölum
íslendingar hafa fundið sér margt
til dundurs og skemmtunar á liðn-
öldum. í þeim efnum á hvert
timabil sína sögu, sem nú er horfin
°g gleymd, nema að því leyti, sem
um hana verða fundnar götóttar
heimildir í munnmælum og sögnum.
Fornöldin átti sinn garpskap og
íþróttir, sem klassísk heiðríkja hef-
ur hvelfzt yfir í þúsund ár. En mör-
landinn hefur einnig þreyð svarta
úaga eigi síður en bjarta og arfur
þeirra í sögn og ljóði oft orðið hon-
um tamari en bókmenntir um vík-
uiga. Mannfundir og skemmtanir á
niiðöldum báru þunglamalegan
svip, blandinn viðkvæmum trega,
s&m varð furðulega lífseigur. Það
var tregi viðlagsins og þjóðvísunn-
ar, sem er rótseigasta líftaugin í ís-
lenzkri lýrik. Stundum var hann
eilítið glettinn, jafnvel grár, og það
er þetta undarlega sambland af
glettni og trega, sem skapar and-
rúmsloft ljósaskiptanna, þ e g a r
skemmtanir íslendinga eru að
hverfa úr heiðríkju fornaldarinnar
iun í miðaldarökkrið.
^ansar og vikivakar
Dansleikir með öllu, sem þeim
fylgir, voru á miðöldum einna vin-
sælastar skemmtanir alþýðu á ís-
landi. Sjálfsagt hefur það verið
fleira en eitt, sem olli því, að kapp-
girni og íþróttahugur eldri tíma fór
halloka í þeirri samkeppni. í forn-
Öld kunnu íslendingar ekki að
dansa. Á miðöldum og miklu leng-
ur var vesöld og volæði þjóðarinnar
oft meira en hófi gegndi, og geist-
lega valdið og vaxandi ítök þess
kom því til leiðar, að nú voru upp
teknar aðrar skemmtanir en áður.
Með því jukust einnig erlend menn-
ingaráhrif, sem m.a. komu fram í
skemmtunum útlendinga, en dans-
listin barst íslendingum sunnan úr
álfu yfir Þýzkaland og boðleiðina
heim.
Á þessum tímum var ekki lenzka
að leika fyrir dansinum á hljóð-
færi, heldur sungu dansendur vís-
urnar eða danskvæðin sjálfir, og var
orðið dans þá haft jöfnum höndum
um kveðskapinn og dansleikinn.
Þeir, sem þátt tóku í þessum
skemmtunum, dönsuðu síðan eftir
hrynjandi söngsins.
Framan af fjölluðu dansarnir oft-
ast um útlend efni og títt um ridd-
arann, sem langaði með jómfrúna
góðu út í lundinn, en um siðaskipti
tók þjóðin að líta sér nær og orti
um íslenzk efni undir erlendum
háttum, sem með tilkomu dansanna
leystu Ijóðmálið úr fjötrum drótt-
kvæðabarningsins, sem þá hafði
gengið sér til húðar í upphaflegri
mynd. Þessum nýju dönsum var
gefið heitið vikivakar.
Á öllum öldum
Ekki verður með fullri vissu um
það sagt, hvenær fyrst var stiginn
dans á íslandi, en það er kunnugt
af sögu Jóns biskups helga, að á
hans dögum og jafnvel fyrr var