Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 56
HARALDUR BESSASON:
Bréf frá Stephani G.
Stephanssyni og Sigfúsi Blöndal
Eins og kunnugt er, voru „Bréf og
ritgerðir“ Stephans G. Stephans-
sonar gefin út af Þjóðvinafélaginu
á fslandi á árunum 1939—1948. Dr.
Rögnvaldur Pétursson í Winnipeg
átti frumkvæðið að þeirri útgáfu,
en dr. Þorkell heitinn Jóhannesson
sá um prentun hennar.
Það mun sízt ofmælt að „Bréf og
ritgerðir" Stephans sé ein merkasta
útgáfa sinnar tegundar á íslenzku.
í hverju bréfi og hverri ritgerð, en
hvort tveggja fyllir um 1400 blað-
síður, er eitthvað, sem er ofar öll-
um hversdagsleik. Þegar „Bréfin“
tóku að birtast hafði Stephan fyrir
löngu hlotið viðurkenningu sem eitt
af stórbrotnustu skáldum íslands-
sögunnar. Það var því ekki að undra,
þó að mjög yrði rýnt í óbundið mál
frá hans hendi af hinum dómbær-
ustu mönnum. Dr. Sigurður Nordal
varð einna fyrstur til að hefja slíka
rannsókn, og í gagnmerkri ritgerð,
sem fylgdi Andvöku-úrvali hans ár-
ið 1939 er tekið svo til orða: „Því
fer svo fjarri, að ég hafi haft neina
löngun til þess að gylla hann, (þ. e.
Stephan) að ég hef leitað dauðaleit
að einhverjum höggstöðum á hon-
um í bréfum hans, þessum sæg af
einkabréfum til alls konar manna,
sem honum gat aldrei til hugar kom-
ið, að yrðu birt almenningi. En ég
reið ekki feitum hesti frá þeirri
leit. Ef nokkuð er að mununum, er
maðurinn, sem kemur fram í bréf-
unum, enn grómlausari en kvæðin
sýna, gætnari og grandvarari, hár-
vissari í dómum á sjálfan sig og
skilningi á sjálfum sér. Allt, sem ég
hef þótzt athuga skást um Stephan,
hafði hann séð betur sjálfur.“
Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson
vitnar og mjög í bréfin í einni gagn-
orðustu og beztu ritgerð, sem sam-
in hefir verið um Stephan, Stephan
G. Siephansson Aldarminning
(Skírnir 1953). Þar segir meðal ann-
ars: „Það eru ein allra merkustu
bréf, sem til eru eftir íslending, og
einhver sannasta og fyllsta heimild,
sem til er á íslenzku um mikinn
mann.“ Enn er stuðzt við bréfin í
viðamiklum ritgerðum um Á ferð
og flugi og Kolbeinslag eftir Óskar
Halldórsson (fyrri ritgerðin) og Sig-
urð V. Friðþjófsson. Þær ritgerðir
birtust í 19. hefti „Studia Islandica“,
sem gefið er út af Heimspekideild
Háskóla íslands.
Eins og sjá má af framangreindu,
hefir á síðari áratugum verið lögð
mikil rækt við útgáfu á verkum
Stephans og rannsóknir á þeim.
Mikill fengur var að nýrri heildar-
útgáfu á Andvökum, sem Menning-
arsjóður gaf út í fjórum bindum á
árunum 1953—58. Dr. Þorkell Jó-
hannesson bjó öll bindin undir