Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 59

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 59
bréf frá stephani g. og sigfúsi blöndal 41 látinn: „Ein persónulegasta ritgerð Sigfúsar og að mínu viti bezta rit- gerð sem hann hefur skrifað á ís- lenzku er grein sem hann nefndi >,Hvítasunnuhugvekju um söng og gítarspil“ (í Ársriti Fræðafélagsins, árg.). Niðurstöðu greinarinnar dregur hann saman í hina frægu lífsreglu, sem Þúkýdídes lætur Perikles telja einkenni Aþenubúa: „filokalein met’ evteleias“, að elska hið fagra og láta það sjást í dag- fari sínu án íburðar. Þessi orð sóma ser vel sem einkunn á æviferli Sig- fúsar Blöndals sjálfs. Hann hafði aldrei úr svo miklu að spila fjár- hagslega að til íburðar hefði nægt, ver alla ævi vinnusamur eins og af- köst hans sýna, en tókst þó að sinna manneðli sínu og listamannseðli á þann hátt að hann varð listamaður 1 einni erfiðustu listagrein mann- kynsins, listinni að lifa mannsæm- andi lífi.“ (Skírnir 1950). Það má virðast undarleg ráðstöf- Un að birta bréf eftir Stephan G. Stephansson og Sigfús Blöndal í sama þættinum, svo ólíkir sem þess- ir tveir menn hljóta að hafa verið. ^_argt áttu þeir þó sameiginlegt og þó einkum það að vera afburða- naenn, sem í fjarska við fósturjörð sina fengu unnið íslenzkri tungu slíkt gagn með því að helga henni ^Verja tómstund frá annríki em- b®tta sinna, að uppi mun haft, meðan einhver er ofan jarðar, sem talar þá tungu eða ritar. , Þegar Stephan fór íslandsför sína arið 1917, tókust kynni með honum ag Blöndal, eins og ráða má af sjö réfum, sem Stephan skrifaði löndal og prentuð eru í „Bréfum °g ritgerðum“. í bréfi, sem Stephan ritaði 13. marz 1924, kemst hann svo að orði: „Að vísu hafði ég heyrt, áður en við hittumst, að þú hefðir, þegar á skólaárum þínum, þótt hamhleypa við „lærðu málin“. Ein- hver skólabróðir þinn gat þess við mig. En þegar við höfðum ögn kynnzt, vafðist það fyrir mér, hvort þessi maður gæti verið „grimmi- legur“ máifræðingúr, eins og ég hafði hugboð um þá náunga. Mér fannst þú myndir of andlega „lið- legur“ til þess. í málfræði veit ég ekkert, og flest heimska verður að fordómum. Þó vissi ég, að málfræð- ingar eru þarfa-menn. En oft fannst mér, að það væru menn, sem byðu mér til borðs með sér, en á borðum væri tóm bein. Það er skáldið í þér, Sigfús, sem hefir varnað þér að verða eintómur „beina-karl“.“ Efalaust hefir Stephan ekki eytt miklum tíma í lestur málfræðibóka, en málfræðigáfa hans var þó með hreinum ólíkindum, og engin til- viljun er það, að í Blöndals-orðabók er oft að finna ívitnanir í kvæði Stephans G. Stephanssonar, stund- um á hverri eða annarri hverri síðu. Slíkt veitir nokkurt hugboð um álit hins hálærða málfræðings Sigfúsar Blöndals á málsmeðferð hins óskólagengna bónda frá Al- berta, sem hélt því fram um sjálfan sig, að í íslenzkri málfræði vissi hann ekkert og stæði þar að baki nemendum í barnaskóla. Bréf frá Stephani G. Síephanssyni til Jóns frá Mýri 27-2-1909. Box 78. Markerville, Alta. Góði gamli vinur. Þökk fyrir forna viðkynningu og bréfið þitt ný-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.