Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 59
bréf frá stephani g. og sigfúsi blöndal
41
látinn: „Ein persónulegasta ritgerð
Sigfúsar og að mínu viti bezta rit-
gerð sem hann hefur skrifað á ís-
lenzku er grein sem hann nefndi
>,Hvítasunnuhugvekju um söng og
gítarspil“ (í Ársriti Fræðafélagsins,
árg.). Niðurstöðu greinarinnar
dregur hann saman í hina frægu
lífsreglu, sem Þúkýdídes lætur
Perikles telja einkenni Aþenubúa:
„filokalein met’ evteleias“, að elska
hið fagra og láta það sjást í dag-
fari sínu án íburðar. Þessi orð sóma
ser vel sem einkunn á æviferli Sig-
fúsar Blöndals sjálfs. Hann hafði
aldrei úr svo miklu að spila fjár-
hagslega að til íburðar hefði nægt,
ver alla ævi vinnusamur eins og af-
köst hans sýna, en tókst þó að sinna
manneðli sínu og listamannseðli á
þann hátt að hann varð listamaður
1 einni erfiðustu listagrein mann-
kynsins, listinni að lifa mannsæm-
andi lífi.“ (Skírnir 1950).
Það má virðast undarleg ráðstöf-
Un að birta bréf eftir Stephan G.
Stephansson og Sigfús Blöndal í
sama þættinum, svo ólíkir sem þess-
ir tveir menn hljóta að hafa verið.
^_argt áttu þeir þó sameiginlegt og
þó einkum það að vera afburða-
naenn, sem í fjarska við fósturjörð
sina fengu unnið íslenzkri tungu
slíkt gagn með því að helga henni
^Verja tómstund frá annríki em-
b®tta sinna, að uppi mun haft,
meðan einhver er ofan jarðar, sem
talar þá tungu eða ritar.
, Þegar Stephan fór íslandsför sína
arið 1917, tókust kynni með honum
ag Blöndal, eins og ráða má af sjö
réfum, sem Stephan skrifaði
löndal og prentuð eru í „Bréfum
°g ritgerðum“. í bréfi, sem Stephan
ritaði 13. marz 1924, kemst hann
svo að orði: „Að vísu hafði ég heyrt,
áður en við hittumst, að þú hefðir,
þegar á skólaárum þínum, þótt
hamhleypa við „lærðu málin“. Ein-
hver skólabróðir þinn gat þess við
mig. En þegar við höfðum ögn
kynnzt, vafðist það fyrir mér, hvort
þessi maður gæti verið „grimmi-
legur“ máifræðingúr, eins og ég
hafði hugboð um þá náunga. Mér
fannst þú myndir of andlega „lið-
legur“ til þess. í málfræði veit ég
ekkert, og flest heimska verður að
fordómum. Þó vissi ég, að málfræð-
ingar eru þarfa-menn. En oft fannst
mér, að það væru menn, sem byðu
mér til borðs með sér, en á borðum
væri tóm bein. Það er skáldið í þér,
Sigfús, sem hefir varnað þér að
verða eintómur „beina-karl“.“
Efalaust hefir Stephan ekki eytt
miklum tíma í lestur málfræðibóka,
en málfræðigáfa hans var þó með
hreinum ólíkindum, og engin til-
viljun er það, að í Blöndals-orðabók
er oft að finna ívitnanir í kvæði
Stephans G. Stephanssonar, stund-
um á hverri eða annarri hverri
síðu. Slíkt veitir nokkurt hugboð
um álit hins hálærða málfræðings
Sigfúsar Blöndals á málsmeðferð
hins óskólagengna bónda frá Al-
berta, sem hélt því fram um sjálfan
sig, að í íslenzkri málfræði vissi
hann ekkert og stæði þar að baki
nemendum í barnaskóla.
Bréf frá Stephani G. Síephanssyni
til Jóns frá Mýri
27-2-1909. Box 78.
Markerville, Alta.
Góði gamli vinur. Þökk fyrir
forna viðkynningu og bréfið þitt ný-