Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 61

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 61
bréf frá stephani g. og sigfúsi blöndal 43 en ég hefi ekki betri tök í bráðina, því ég vildi ekki draga gamlan vin a svari. Kannske getum við senzt Hnu seinna millum okkar. Konan, niamma og krakkarnir biðja kær- lega að heilsa þér og þínum, og við sem elzt erum og þekktum þig, ósk- um alls góðs, og berum til þín hlýj- an hug frá æskudögum okkar. Þinn einlægur, Stephan G. Stephanson. 10-11.-1910. Box 78 Markerville, Alta. Góðvinur, Jón minn. Þökk fyrir bréf þitt, langt og skemmtilegt, sem komið er nú fyrir nokkru. Ég var nú einmitt farinn að kvíða því, og flaug það líka í hug, strax sem ég sendi þér bréf mitt, hið fyrra, að þér myndi finnast ég taka kvæð- unum þínum fálega, næstum úrembilega, því það liggur í grun naínum, að ég hafi þótt um dagana ehægligjarn í garð annarra kvæða- nianna, og mun mér það talið til sfærilætis og kaldlyndis. Og þó er þsð nú ekki alveg maklegt, því ég legg mitt eigið á líka vog og hlut annarra, og er ekki sérlega „upp með mer“ yfir mínum kveðskap. Eins og þú kvað ég ekki í fyrstunni nema við sjálfan mig, bjóst aldrei við að Vera í flokki höfunda, og ásældist það ekki, né reyndi að koma ár niinni þar fyrir borð, því satt að Segja hefði ég getað verið búinn að koma rugli mínu út í bókarmynd, lengu fyr en nú, því mörg ár eru Slðan að útgefendur og prentsmiðj- nr vóru að víkja að því við mig, að Setjast niður og safna því handa sér, en af því að ég var önnum kaf- lnn, að hafa ofan af fyrir mér og mínum, mátti ég ekki við því, ofan á annað, að kasta í þá margra mán- aða gjafavinnu minni við skriftir á því, bara til að gefa prenturum at- vinnu og útgefendum hagsvon. Það eru eiginlega allt önnur atvik en metnaður minn, að Andvökur eru orðnar til. Ég lét það á endan- um viljuglega til við vini mína, sem borguðu mér þau vinnulaun við að skrifa upp, sem ég setti þeim, og allt hafa þeir viljað sem bezt gera. Okkar á milli, ég fékk $500.00 fyrir hérumbil 10 mánaða uppdubbun á „Andvökum" og smá aukakostnaði. Ég sinnti engu öðru þann tíma, og lagði að mér. Vann sunnudaga eins og sýkna. Auðvitað er ég óæfður bóndi við bókaritun, og vönum seinni, en að náttúrufari er ég ekki ókjörnari til þess en algengt er. Ég er nú að segja þér frá þessu, af því ég veit ekki nema að þú hafi eins mikið gaman af að heyra það og sumt annað, sem almennara væri. En svo ég komi að því sem ég hvarf frá: mér er nærri sárt um alla sem við kveðskap fást, en ég ýti aldrei undir þá. Skáldskapur er „brauðlaus list“ og allra veðra von- brigðulust. En mönnum, eins og mér og þér, getur verið hamingja að kveðskapnum, sú, „að kveða sér til hugarhægðar11, og bjóða ekki annað fé við því, né framavonir. Auðvitað, ef eitthvað verður fram yfir, er það £ott. Vísurnar, sem þú sendir mér núna, líka mér allar vel. Bezt þykir mér „Litið um öxl.“ En ef til vill, er það fremur tilfinning mín, en kost- ur vísunnar sjálfrar fram yfir hinar, sem því veldur. Ég er efni hennar kunnugur, og sárnar oft við forlög-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.