Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 62

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 62
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA in. En réttilega, gæti öðrum manni fundizt einhver önnur vísan þín þetri. Dómar okkar draga í öllu dám af skapbrigðum sjálfra okkar. Svo þakka ég þér fyrir, að geta gert þér ánægju að „Andvökum“. Þeim hef- ir viðrað vel, enn sem komið er. ,,Sameiningarklikkan“ hér og „Haf- steinsdýrkunin" heima hafa ekki komið sér fyrir enn, ætluðu að þegja, en hefir aðeins umlað í „Sam.“ og „Lögréttu“ við III. ja bindið, hvað sem úr verður. Ég á þaðan úlfsvon, og á það skilið frá þeim skepnum. En þeir hafa enn ekki getað einhvern vegin „vatns- límt sig í kollinn". En það bíður nú kannske síns tíma. Það er búið að skrifa ósköp um „Andvökur“. Hannes Þorsteinsson í „Þjóðólfi“, Dr. Helgi Pétursson í „Isafold“, Matth. Jochumsson í „Norðra“ og Þorsteinn Erlingsson í „Þjóðviljan- um“ — allt vingjarnlegt, (þó Matti sé raunar í illu skapi undir niðri) og margt hið mesta hól, að mér finnst. Guðmundur minn á Sandi er í einhverju aðsigi, segir hann mér, með sinn dóm um „Andvökur“. En í honum er nú urgur við mig út úr heimapólitík minni, sem hann seg- ist muni eiga bágt með að fyrirgefa mér. Eg hefi sagt honum, að ég myndi ráða minni stefnu, og ekkert til baka draga, og sagt honum því svo væri. Vegna forns velvilja hans til mín, vil ég síður eiga í erjum við Gvend, ekki að ég óttist svo mælsku hans né málstað. En svo er ekki hætt við því mjög á mína hlið. I versta lagi sendi ég honum spaug- vísu, því ekki kemur hann mér til að tölnast og tyggjast við sig, þó svo væri að hann reyndi það, sem ég varla býst við. Jæja, Jón minn. Allt þetta er nú meinlaust, og gert til þess, að eitt- hvert gaman sé að lífinu, því það væri dautt úr öllum æðum væri það Slveg æfintýralaust. Eins langt og ég fæ séð, (og þeir hafa ekki sýnt, að þeir sjái lengra, sem segja, að annað þeri fyrir sín augu) þá hafa (og verða) allar mannþjóðir verið sínir eigin lukku-smiðir, eður hitt. Eng- pm ytri mætti eiga þær neina gæzku upp að inna. Að sól og frost hafa ekki steindrepið þær, og allt annað, sem við ýmist köllum gott eður illt, er því að þakka, að þær hafa seiglazt upp í það að semja sig að því, sem ekki varð umflúið. Svona verður það framvegis, öll okkar auðna undir okkur sjálfum komin. Tilveran utan við okkur, ,hefir enga fyrirætlan með okkur, fremur en við værum engir til. Þarna sérðu grunninn undir trú minni. Og æfi manns er ekki alveg ,til ónýtis, hafi maður getað ögn hreyft hugsunarháttinn kringum ,sig, eður þó ekki sé annað en það, að næstu og yngri sporgöngumenn- jrnir manns eigi, af því maður þó var uppi, ekki alveg eins örðuga æsku, eins og maður sjálfur átti. Þetta er rótin að því, að ég er ekki lamaður af lífsleiðanum — og ,,punktum og basta“. Sumarið hérna brann og fraus á víxl. Uppskera verður rýr. Hey nóg. Óþreskt enn, hér hjá okkur. Haustið gott, fram að þessum síðustu dög- um. Þó er jörð fryst. Kuldablástur nú í 2 daga, með éljaköstum. Snjó- gráð á jörð, varla grasfyllingur þó. Blítt veður í dag, sem er hinn 11. Af mínum högum er það fljót- sagt: Við bjuggum hér saman, ég og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.