Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 64
46 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA gott að ferðast, og helzt þegar ein- hver hátíðabragur væri hér, og bú- skapar-böndin lausust, svo sem um íslendingadag (17. júní hér) eða við heldri manna heimsóknir í byggð- ina? Það ætti að létta þér ögn upp í svip, og frændbálkur þinn hér er orðinn stór. Þó að skyggi skýið svart á skin, með dökkva sínum, sýni sig eitthvað útlits-bjart augunum ljósu þínum. Vertu nú sæll! Vinsamlega, Stephan. 7-10-1924 Box 76. Markerville, Alta. Góðvinur Jón. Heila þökk fyrir bréfið þitt langa, fallega og fróð- lega. Öðru nær en mér leiddist það, né að það „sækti illa að mér“. Ég varð því feginn, því svo langt var nú umliðið síðan ég reit þér, að ég var orðinn smeykur um að þær lín- ur hefðu tapazt til þín, og þótti ver, væri svo, ekki þess vegna að þær væru svo merkar, heldur hins, að ég vissi þig eiga þær skilið, fyrir fallegu vísurnar þínar. Ég verð að afsaka að ég svaraði þér ekki nú þegar. Það dróst svona þessa daga, af því annað lá fyrir. Oft hefi ég til þess hugsað að geta ekkert við þig talað í Wynyard, síð- ast þegar við sáumst þar í svip. Mér fannst það skeytingarleysislegt af mér, undir þínum ástæðum þá, en ég var í skjaldborg mannmergðar, og þú hvarfst mér líka óðara, eitt- hvað inn í hana. Já, margt hefir þungt fyrir lagzt, Jón, bótin sú, að þú varst gerður til þols en ekki til þverbrests, og undrið er, sá niðja- fjöldi sem enn stendur uppi kring- um þig, svo ákaft sem valfallið var þó. Nei, Jón — geti engir þínir kom- ið á prent neinu af ljóðum þínum, að þér lifandi, þá skildu þau samt ekki eftir í þeirra umsjón, viljugri né þægðarlausri, og ráddu sjálfur hvað þú vilt geyma, hversu svo sem það kann að geymasl. Ekki það, að ég efi að séra Adam hafi vit á að úrvelja, eftir góðri reglu — en „reglan“ svíkur oft, af því enginn kann að segja að „hverju barni gagn kann að verða“, sízt annarra börn. Maður veit helzt sjálfur, hvað af sínu „innra eðli“ var dýpst tekið, hvort sem það var vinsælt eða formgallalaust, og það eitt kann að tóra, sem næst sverfur sál- arlífi manns sjálfs — hvað sem dómararnir dæma. Það sem þú átt að gera, er að safna ljóðum þínum öllum, sem þú sjálfur hefir geð á, og koma þeim svo fyrir á handritasafninu heima, með hverjum þeim skilmálum sem þú setur, t.d. tímalengd til birting- ar eftir þinn dag o. s. frv. Þú átt að gera meira, rita upp „minning- ar“ þínar eða æfisögu, og koma fyr- ir á sama stað. Síðar kann þetta að gagni koma, á ýmsan hátt, og þér verður það ánægja að eiga andlegt starf með höndum, nú enn, á úthallinu — ánægja eins og við forðum sögðum eða hlýddum á sögurnar í rökkr- inu. Ég hefi ráðið öðrum til sama, þó því hafi líkl. verið lítið fylgt. Ástæða mín til þess er: Einhvern tíma verður Minningarsaga íslend- inga rituð. Viðhorf okkar Vest-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.