Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 65
bréf fra stephani g. og sigfúsi blöndal 47 ^nanna hér, verður þar þáttur í, og ekki sá ógreinilegasti, því þar sitja hérlend og íslenzk menning sam- síða, svo gera má samanburð, hversu sem hann svo fellur — og ÖU vor þekking fæst með einu móti: með samanburði. Því vil ég, að sem bezt skilríki séu til um hugsunar- hátt og atburði íslendinga hér, ó- hrjálaðra sveitamana, öndvert því sem fyrir var, í mesta „framfara- landinu“, hversu sem um yrði svo hæmt, og sjálfur hefi ég mína grillu uni það. En minningar okkar og bréf verða beztir vottar, skrifuð af skynbærum íslendingum. Blöðin eru ónóg, varpa aðeins villuljósi yfir svo margt. Þú þarft ekki þér að hlífa. Greinin Mn, sem „Tíminn“ tók var vel þeg- m. Ég er að þessu jamli, þér aðeins hl íhugunar. Fyrir kvæðin, þakka eg þér líka. Þau sem fyr lýsa frjáls- lyndum manni og velviljuðum, og utbúnaðurinn með Steingrímskum hlæ, sem líkl. er hvortveggja, nátt- Urufar til þess sem vel fer á, og samtíðarmennska þín við þau ljóð, °g ekki „leiðu að líkjast." Nú er ég þrotinn, í þetta sinn, og vertu aiténd sæll, og Helga biður að heilsa þér. Vinsaml. Stephan. 11.-2—1925. Box 76. Markerville, Alta. Fornvinur. — Þökk fyrir langa réfið þitt dags. 14. f.m. Bæði konu ^unni og systur og mér var ánægja a<3 fá þessar fréttir af þér og þínum, auk margs fleira, þar sem þú gerir grein fyrir sjálfum þér, og þrátt yrir það, ag lífið hefir oft farið raunalega með ykkur, er bótin sí- fellt sú, að þú hefir mætt misjöfn- um með hugprýði ins góða og víð- sýna manns, sem dreifir og dregur úr því „sem á sjálfum liggur“ með því að lyfta líka undir byrðar ann- arra einstaklinga, lýðs og lands, þó ekki sé nema með ímyndunar- höndum hugar og vilja, af því aðstæður hans standa á víðari veg- inn frá heima-haganum. Það sættir mann, að lokum, við ýmislegt, sem aldrei varð af, og er næstum hugn- un yfir hálfverkunum manns að finna til þess að hælar áorku manns hafa aldrei náð nándum við tær velviljans sem til var. Vísurnar sem þú sendir þakka ég þér, en, enn er skilningur minn á kveðskapnum jafn öfugur og ó- breyttur: að finnast oft mestur „andi“ í því, sem aðrir dæma, að ein- hver hafi ofgert, t.d. mér getur þótt meiri „snúður að“ einhverju sem nefnt er „skammir11 eða „guðleysi“, en í venjulegum sálmi eða ástavísu og haldið það þessvegna „háleitara“ og segi það koma af því, að „skáld- móður“ höf. sjálfs blés lifandi anda í skammavísuna, en varð utanveltu í ástavísunni! Svona er það með ýmislegt af þínu, mér finnst þú njótir þín stundum bezt, þar sem öðrum myndi þykja þú verða ó- hæfilegastur. Það er þessvegna, að ég held fram að hirða sem flest, jafnvel ýmislegt sem illa er liðið í bráðina. Haltu ritum þínum sam- an, ljóðum og minningum, þér sjálf- um til ánægju í afkastaleysu ell- innar, fyrst og fremst, og framtíð- inni til viðkynningar og viðvörun- ar! svo sem verkast vill. Svo geri ég — kannske af einfeldni, en ekki mun ég sjálfum mér illráður af á-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.