Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 69
bréf frá stephani g. og sigfúsi blöndal
51
vísan, sem þú finnur prentaða síð-
ast í „Islandske Epigrammer“. En
kvæðum sem ég síðar hef látið frá
mér í Eimreiðinni, Skírn og Fróni
er víst óþarfi að skýra nánar frá í
þessu sambandi.
Þú spyr mig um uppáhaldshöf-
unda mína og áhrif frá þeim. Ég
vil þar nefna Walter Scott, allt frá
því ég, 12 ára gamall, las Ivanhoe,
síðar þótti mér enn vænna um hina
skozku rómana hans „því skozkari
því betri“ segi ég nú. Burns varð
hka snemma uppáhaldsskáld mitt,
°g svo sumar skáldsögur Dickens.
Líka elskaði ég Rudyard Kipling,
sem ég kynntist á stúdentsárunum
°S Tennyson, sem áreiðanlega hef-
ur haft áhrif á mig, ekki sízt brag-
fimi hans. Browning og Landor
urðu líka síðar skáld, sem ég fékk
^niklar mætur á, Landor var svo
elskulega grískur og ítalskur og
Imaginary Conversaiions ein af mín-
um uppáhaldsbókum. Og ekki má
gleyma Grikkjunum — ég las alla
Ódysseifskviðuna á grísku í skóla
að gamni mínu, og — Euripides var
sérstaklega uppáhald mitt. Leo
Tolstoj kynntist ég í 6. bekk, þá
las ég Siríð og frið á frönsku, síðar
hæði á ensku og dönsku, og nú á
stríðsárunum loksins á rússnesku.
Sú bók opnaði augu mín fyrir svo
mörgu nýju, og þessi undarlega ver-
hld merkilegra bókmennta hreif
mig, og hrifiningin óx á stúdents-
árunum er ég las bók Thor Langes
um Alexiej Tolstoj, afarfínt skáld
a ýmsum sviðum, ekki sízt sem ljóð-
skáld; ég hef þýtt „Útfararsöng“
hans (Tropar), sem kemur í næstu
Ijóðabók minni og svo smákvæði.
Á stúdentsárum mínum las ég í
þýðingum ýmislegt eftir rússneska
höfunda, einkum Turgenj ev,
Dostojevski og Korolenko, en lærði
ekki málið; fyrst nú, eftir að ég
hafði sagt af mér bókavarðarstöð-
unni hef ég lært það svo að ég nú
get lesið rússneskar bækur — þó
alltaf með orðabók — á frummál-
inu, en get hvorki skrifað né talað
rússnesku svo að í lagi sé.
Af klassiskum ritum annarra
þjóða hef ég auðvitað lesið allmikið,
einkum þýzkum og frönskum og
svo dálítið af ítölskum og spænsk-
um, og fáein á öðrum málum, en
ekkert hefur haft varanleg áhrif á
mig, nema hvað ég hef stælt brag-
arhætti (v. Platen í „Frá dansinum“)
og notað mótív úr þýzkum alþýðu-
vísum og stúdentakvæðum og ann-
ars staðar frá, — en allt er það lítil-
vægt. Eitt kvæði er þó innspírerað
af Djelaleddin Rumi („Andi nátt-
úrunnar11), ég las ýmsilegt eftir
hann í þýzkri þýðingu, og síðar meir
á ensku — því miður hef ég aldrei
lært persnesku né arabisku svo að
ég gæti lesið frumrit á þeim málum.
En persneskur skáldskapur er dýrð-
legur og ég hef lesið þar dálítið í
þýðingum. Ég átti dálítið við kín-
versku hér á árunum, en hef alveg
lagt það mál á hilluna — hef auð-
vitað lesið ýmislegt í þýðingum, en
ekki held ég að geti verið að tala
um áhrif þaðan.
Enskan hefur orðið mér andlegt
móðurmál, held ég geti með sanni
sagt, þær bókmenntir (auk grísk-
unnar) eru mér kærastar. Af norð-
urlandaJbókmenntum eru sænskar
bókmenntir þær sem ég hef lesið
mest í og þykir vænt um, Runeberg,
Tegnér, Fröding og Karlfeldt og