Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 71
BRÉF FRÁ STEPHANI G. OG SIGFÚSI BLÖNDAL
53
dal, sál. systursonur minn, radd-
setti ýms af þeim og lagði mikið að
naér að fá þau út, og ég veit ekki
nema ég geri það á endanum. Því
naiður er ég ekki svo söngfróður, að
ég treysti mér til að gera slíkt hjálp-
arlaust, og gítarspil mitt er eingöngu
gítarspil viðvanings, og fer versn-
andi nú í ellinni. En mikla ánægju
hef ég haft af því að læra það litla
sem ég kann. Ég held að ekki sé
«1 það augnablik að ekki sé eitt-
hvert lag að söngla í hausnum á
mér.
Við grísku kórsöngvana sá ég und-
ir eins að sjaldnast er hægt að nota
grísku hreimana í íslenzkum ljóð-
Uln, en það verður þá að nota eitt-
hvað, sem er eins margbreytt og
fjölskrúðugt og því má t.d. ekki
þýða kórsöng úr Bakkynjunum með
isginu „Látum hnífa hvassa stýfa
hans frá bol“ eins og Grími Thom-
sen varð á. Og að þýða Hómer und-
ir fornyrðislagi eins og Sveinbjörn
Egilsson og Benedikt Gröndal
reyndu, er í rauninni ógerningur,
þessir tveir vitru menn reistu
ser þar hurðarás um öxl. En prósa-
Þýðingar Sveinbjarnar á Hómer eru
yfirleitt ágætar og hafa haft mikil
ahrif.
6. ágúst 1948
Rétt eftir að ég var búinn að láta
á póstinn bréf til þín kom ný send-
lng frá þér, mjög kærkomin
gjöf til mín, nfl. Isladica
XXXII—XXXIII, með riti þínu
History of Icelandic Prose Writers
1800—1940. — j>ag verður alveg
grundvallandi bók fyrir alla, sem
stunda íslenzk fræði á þessu sviði
og þú átt þökk og heiður skilið fyrir
hana.
Þú nefnir, eins og sjálfsagt er,
„Samhengið í íslenzkum bókmennt-
um“ Sigurðar Nordals, góða grein
og merkilega, og á öðrum stað get-
ur þú líka um, að Guðmundur
Finnbogason hafi ritað um sama
efni, — en ég man nú ekki hvar, en
það má rétt vera. Ég hef líka skrif-
að um þetta, en á dönsku, svo það
fellur fyrir utan það svið, sem bók
þín fjallar um. Það er grein, sem
fyrst var prentuð í Nordisk tidskrift
(Lettersteds) 1915, var upprunalega
fyrirlestur, sem ég hélt árið áður í
Kvindelig Læseforening í Khöfn.
Þessi grein var svo endurprentuð
í bók minni Islandske Kulturbilleder
með titlinum „Traditionen i den
islandske Literatur“. Hún vakti
talsverða eftirtekt hér á Norður-
löndum. Rolf Nordenstreng skrifaði
ritdóm um bókina í Uppsala Nya
Tidning 15. nóv. 1924 og sagði m.a.:
„Traditionen i den islandske
Litteraturen“, som borde lásas av
varenda literaturforskare och
kulturhistoriker i Nordens alla
land,“ og í Danmörku fékk ég líka
góða dóma, ég nefni hér J. V.
Christensen (ritstjóra og landþings-
mann) sem í Ringsied Folkeblad 22.
maí 1924 m.a. segir um ritgerðina:
„Litterært set et Mesterværk er
„Traditionen i den islandske Litt-
eratur“. Beretningen er intet
mindre en grundlæggende i sin
Knaphed". Ég veit ekki til að nokk-
ur íslendingur hafi minnzt á þessa
ritgerð, en fyrst þú á annað borð
skrifar um mig, þá vildi ég benda
þér á hana, því ég held hún sé þess
verð að hennar sé minnzt. Það er