Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 73

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 73
KVÖLDRÆÐA Langur dagur leið að kveldi, lýsti sól — og gerir enn; fjöll eru roðin aftans eldi, enda náttmál komin senn. Dagur er til dáða’ og starfa. Dimman unz að leggst á jörð sérhver vinni þjóð til þarfa. Það er skipun bein og hörð. Veröld öll er yrkisgarður, allra sameign reiknast hún; og ef reitur er þar harður,, úr honum samt skal gera tún. Ég var sendur, sagt að_ vinna: Sjá, þar bíður starfið þín. En hvar eru verkin handa minna. Hver fær bent á afrek mín? Vel ég sá og þekkti’ að þörfin þarna var í hverri átt. En lítil urðu’ og lakleg störfin, mín liðsemd smá — ég gat svo fatt. Þessu verra þó er annað: Þegar bókin skoðuð er, mun það verða sýnt og sannað að sveikst ég um og dró af mer. Mörg er stund að engu orðin, eyðan verður nú ei fyllt. Ávöxtunar er þá forðinn orðinn skuld ef fénu’ er spillt. Verst af öllu — verra’ en þetta — var þó hitt: ég gerði rangt; freklega vék ég frá því rétta, fjarska’ er bilið stundum langt. 9ftast réð því helber heimska, ég hugði rétt það ekki var; stundum líka grátleg gleymska, ég gleymdi’ að hugsa eins og bar. Stundum rangt af viti’ og vilja vann ég — freisting tók þá völd. Það er erfitt þetta’ að skilja, en þessa munu hörðust gjöld. Að mér kynni’ eg ekki’ að stjóma er, því miður, helzti rétt, °g meiru átti eg að fórna, ekki þó að væri létt. * * * Við höfum báðir sannleik svikið, svikið margoft, ég og þú, og því skuldum, skuldum mikio. Um skuldina krafðir munum nu. Það er víst, að þöglu svikin, þau eru verri’ en annað flest; mann frá sönnum sæmdum vikinn sýna þau jafnan einna bezt. Afleiðing af orsök fæðist, enginn lögum þeim fær breytt; því er von að hana hræðist hver sá, gagn er vann ei neitt. Hegning að mín hljóti’ að bíða hygg ég ekki vafamál. En ekki mun um eilífð svíða eldur kvala mína sál. í hliði dauðans sjónum sálar sýnt mun allt er lifði’ eg her. Hönd á vegginn hlutlaust malar. hvikar ei þó að blöskri mér. Þetta sama þín mun bíða __ það er lögmál fast og strangt — þó máske hafir minnu’ að kvíða, minna’ að gert þú hafir rangt. Hvernig mun þá hegning, varið? Hér er spurning næsta bryn. Öruggt verður ekki svarið, of skammt hrekkur þekking mm. Framför ef var_innsta þráin, enda takmark lífsins sjálfs, mun þá ekki einmitt spain okkur svara — minnst til haiís' Það er ljóst að þar af fljóti þroskatöf að rækja’ ei dyggð, rökin segja’ að með þvi moti muni farsæld nokkuð styggð. Þung mun refsing — það má skilja þessi töf á efling manns; víst mun andstætt æðsta vilja að við brjótum lögmál hans. En er það lögmál er ég þekki algilt — hver má segja’ um það? „Metaskálar alvalds ekki oss eru kunnar“, skáldið kvað. Enn ég spyr, hvort eitthvað gildi, um er dæmt skal lífsins tafl, að ég gott að vísu vildi, viljann þó að brysti afl. Svar að vísu veit ég eigi, en vænti’ að jákvætt muni það. Og ekki kvíði eg þeim degi er ég breyta skal um stað. Við höfum gert það minnst er máttum, er myrtan létum helgan _sann; Vfð höfum þagað er við áttum einarðlega’ að verja hann. Að vita’ hið rétta er mér annast; eðlisrökin virðast sterk. Um hegning okkar hygg ég sannast að hún mun’ okkar sjálfra verk. Sn. J.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.