Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 75
bækur 57 konur og galdramenn á Finnmörk °g í Jötunheimum. Aftast í síðara heftinu er all löng °g greinagóð ritgjörð um Kalevala, uppruna þess, breytiþróun og björg- un frá tortímingu, ásamt um ís- lenzku þýðinguna og höfund henn- ar. eftir Sigurð A. Magnússon, blaðamann og rithöfund. Hygg ég sð hann fari með rétt mál, er hann segir, að þýðingin sé með meiri glæsibrag en frumkvæðið, eftir þeim smáklippum að dæma, er ég hefi séð á sænsku og ensku. Er það reyndar ekki að undra, því enginn uema fslendingur kann að glíma við straumnið hrynhendunnar. Bin málsgrein er þar þó nálægt uiðurlagi greinarinnar, sem ekki má fara óátalið. Hún hljóðar svo: ..Bandaríska ljóðskáldið H. W. Longfellow hafði Kalevala að fyrir- mynd, þegar hann reyndi að semja amerískt þjóðkvæði, Hiawatha, en þar brást honum bogalistin.“ Svona staðhæfingu á maður sízt v°n á frá merkum rithöfundi. Mað- ur freistast til að halda, að hann hafi aldrei lesið Hiawatha, en farið eftir frásögn einhvers óhlutvands skriffinns Þegar Longfellow var við nám á Norðurlöndum varð hann eflaust hrifinn af stíl og hrynjanda Kalevala ljóðanna og hugkvæmd- ist, að yrkja álíka sagnabálk útaf Pjóðsögnum frumþjóða Vestur- eims. Hefði víst fáum dottið til ugar að nefna það stælingu, ef aunar háttur hefði verið notaður, f,Vl efnið var annarstaðar frá og ó- likt. Nú á dögum hafa víst fæstir þol- f^ui^ði til að lesa löng söguljóð. n fyrir og um miðja síðustu öld var allt öðru máli að gegna. Menn gleyptu við söguljóðum Moore’s, Scott’s, Tennyson’s og Tegners. Longfellow var þar heldur ekki neinn viðvaningur. Hiawatha, sem var hans annað eða þriðja söguljóð, öðlaðist strax þjóðarhylli. Stórkarl- ar Bandaríkjanna, Emerson, Haw- thorne og O. W. Holmes, hrósuðu kvæðinu og voru allir sammála um, að enginn hefði túlkað betur eða á listrænni 'hátt söngva og sagnir Indíánanna en Longfellow gerði í Hiawatha. Merk tónskáld, svo sem Stoepel (nú að mestu vanræktur) og hálf enski blámaðurinn Coleridge Taylor, sömdu við Hiawatha hin ágætustu tónljóð, og heil leikhús- kvöld voru tileinkuð kvæðinu. Á Englandi öðlaðist kvæðið álíka hylli. Að vísu fylgir Longfellow full- nákvæmt stíl og orðalagi Kalevala, en að kalla það mislukkaða tilraun er álíka sanngjarnt og að segja, að Jónasi, Matthíasi, Stefáni frá Hvíta- dal og ótal fleirum hafa „brugðizt bogalistin“ að því að þeir „reyndu“ að yrkja sum sín beztu kvæði und- ir Liljulagi Eysteins munks. Annað er það sem sumir hneykslast á í Hiawatha og úir og grúir af í Kale- vala, eru endurtekning sömu hugs- unar og efnis með lítið eitt breyttu orðalagi og sé ég ekki betur en að það fari yfirleitt vel og gefi frá sögninni meiri þunga. Dæmi af handahófi úr Hiawatha: „Handsomest of all the women — in the land of handsome women". Og þetta gripið út úr Kalevala: „Mælti þvínæst þessum orðum, þessi orð af vörum mælti“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.