Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 76

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 76
58 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA í mörgum fegurstu og skáldleg- ustu ritum biblíunnar er samskon- ar stíll algengur, og mundi víst enginn dirfast að telja iþað til lýta. * * * Þóroddur Guðmundsson: frá Sandi Sólmánuður Ljóð Þegar ungir skáldhneigðir menn fyrst fara að fella orð Sín og hugs- anir í stuðla, verða yrkisefnin að jafnaði það sem fyrir augu og eyru ber — fjöll og dalir, fossar og ár, sólskin og suðandi vindar. Með ár- um og vaxandi þroska og breyttu hugarfari víkkar sviðið — sýnirn- ar færast inn á við jafnframt, svo að stundum sjá blindir undrasýnir (Milton) og heyrnarlausir festa ó- dauðleg hrynjandi tónljóð á bók- fell ungum og öldnum til undrunar (Bethoven). Þetta er með vissu fjórða ljóða- bók Þórodds. Hin fyrsta lýsir nokk- urn veginn þroskuðu skáldi, svo á undan henni hafa hlotið að vera kynstur æskuljóða, eða ef eitthvert hefir slæðzt þar inn, þá hafa þau verið endurbætt. Svo rekur hver bókin aðra, og er þetta fjórða bók- in; ber hún hið bjarta nafn Sólmán- uður, sem ótvírætt bendir til þess, að enn er sól og sumar í huga skálds- ins. í einlægni talað finnst mér minnstu muna um ágæti þessara bóka — í þeim hefi ég hvergi fundið lélegt kvæði — en það er ekki laust við, að manni finnist viðhorfin hafi breytzt, innsýnin aukizt, hjartað hlýnað, hugarfarið mildazt, sem varð orsök til inngangshugleiðing- anna hér í upphafi máls. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist skáldið nú á miðju aldursskeiði; ber þess ekki sízt merki hið yndislega kvæði „Ég heyrði hörpuslátt", sem lítur með tregablandinni undiröldu til lið- inna ára, en um leið með fögnuði upp að „lífsins Ljósufjöllum“. Þessi bók er af sömu stærð og hinar fyrri Ijóðabækur höfundar- ins, en í henni eru engar þýðingar. Frágangur allur hinn snyrtilegasti og víst engar prentvillur. * * * Árni G. Eylands: Braiiahlíð Kvæði Þegar ég var síðast heima á íslandi stakk vinur okkar, Árni G. Eylands, snotru kvæðakveri í vasa minn, því þriðja sem hann hefir látið frá sér fara. Bókin heitir Brattahlíð eftir sumarbústað hans við Þingvalla- vatn. Þangað átti ég heimboð, sem fórst fyrir sökinn óvenjulegs las- leika. Árni býr nú lengst ársins með konu sinni úti i Noregi, en ekki er það mjög á að sjá í kvæðunum. Þau eru svo að segja öll um ísland, íslenzkar sagnir og sögur og um á- hugamál hans þar. Fjöldi kvæðanna er einkennilega kveðinn á snjöllu alþýðumáli. En í þeim er skrítileg- ur tvískinnungur, sem sjaldan ber á hjá öðrum skáldum. Hann er ein- beittur framfaramaður, sem heimt- ar verklega sem andlega framför þjóðarinnar. En samt kennir all- víða undarlegs saknaðar þess, er fyrr var og horfið er úr lifnaðar- háttum og viðhorfi fólks. Bókin er prentuð í 150 tölusettum eintökum og því í fárra höndum, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.