Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 76
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
í mörgum fegurstu og skáldleg-
ustu ritum biblíunnar er samskon-
ar stíll algengur, og mundi víst
enginn dirfast að telja iþað til lýta.
* * *
Þóroddur Guðmundsson:
frá Sandi
Sólmánuður
Ljóð
Þegar ungir skáldhneigðir menn
fyrst fara að fella orð Sín og hugs-
anir í stuðla, verða yrkisefnin að
jafnaði það sem fyrir augu og eyru
ber — fjöll og dalir, fossar og ár,
sólskin og suðandi vindar. Með ár-
um og vaxandi þroska og breyttu
hugarfari víkkar sviðið — sýnirn-
ar færast inn á við jafnframt, svo
að stundum sjá blindir undrasýnir
(Milton) og heyrnarlausir festa ó-
dauðleg hrynjandi tónljóð á bók-
fell ungum og öldnum til undrunar
(Bethoven).
Þetta er með vissu fjórða ljóða-
bók Þórodds. Hin fyrsta lýsir nokk-
urn veginn þroskuðu skáldi, svo á
undan henni hafa hlotið að vera
kynstur æskuljóða, eða ef eitthvert
hefir slæðzt þar inn, þá hafa þau
verið endurbætt. Svo rekur hver
bókin aðra, og er þetta fjórða bók-
in; ber hún hið bjarta nafn Sólmán-
uður, sem ótvírætt bendir til þess,
að enn er sól og sumar í huga skálds-
ins. í einlægni talað finnst mér
minnstu muna um ágæti þessara
bóka — í þeim hefi ég hvergi fundið
lélegt kvæði — en það er ekki laust
við, að manni finnist viðhorfin hafi
breytzt, innsýnin aukizt, hjartað
hlýnað, hugarfarið mildazt, sem
varð orsök til inngangshugleiðing-
anna hér í upphafi máls.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma virðist skáldið nú á miðju
aldursskeiði; ber þess ekki sízt
merki hið yndislega kvæði „Ég
heyrði hörpuslátt", sem lítur með
tregablandinni undiröldu til lið-
inna ára, en um leið með fögnuði
upp að „lífsins Ljósufjöllum“.
Þessi bók er af sömu stærð og
hinar fyrri Ijóðabækur höfundar-
ins, en í henni eru engar þýðingar.
Frágangur allur hinn snyrtilegasti
og víst engar prentvillur.
* * *
Árni G. Eylands:
Braiiahlíð
Kvæði
Þegar ég var síðast heima á íslandi
stakk vinur okkar, Árni G. Eylands,
snotru kvæðakveri í vasa minn, því
þriðja sem hann hefir látið frá sér
fara. Bókin heitir Brattahlíð eftir
sumarbústað hans við Þingvalla-
vatn. Þangað átti ég heimboð, sem
fórst fyrir sökinn óvenjulegs las-
leika. Árni býr nú lengst ársins
með konu sinni úti i Noregi, en ekki
er það mjög á að sjá í kvæðunum.
Þau eru svo að segja öll um ísland,
íslenzkar sagnir og sögur og um á-
hugamál hans þar. Fjöldi kvæðanna
er einkennilega kveðinn á snjöllu
alþýðumáli. En í þeim er skrítileg-
ur tvískinnungur, sem sjaldan ber á
hjá öðrum skáldum. Hann er ein-
beittur framfaramaður, sem heimt-
ar verklega sem andlega framför
þjóðarinnar. En samt kennir all-
víða undarlegs saknaðar þess, er
fyrr var og horfið er úr lifnaðar-
háttum og viðhorfi fólks.
Bókin er prentuð í 150 tölusettum
eintökum og því í fárra höndum, en