Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 80
Helztu viðburðir
meðal íslendinga vesian hafs 1963
RICHARD BECK iók saman
18. jan. — f fjölmennri kveldveizlu,
sem The Icelandic Canadian Club hafði
efnt til, afhenti Stephen Juba, borgar-
stjóri í Winnipeg, fyrir hönd bæjar-
stjórnar, þeim Walter J. Lindal dómara
og dr. P. H. T. Thorlakson heiðursskír-
teini („Community Service Awards“) í
viðurkenningarskyni fyrir störf þeirra í
þágu borgarinnar og annarra opinberra
málefna.
Jan. — Seinustu vikuna í þeim mán-
uði flutti Kanadíska ríkisútvarpið og
sjónvarpið af segulbandi viðtöl við dr.
Vilhjálm Stefánsson landkönnuð um
rannsóknarferðir hans á Norðurslóðum,
sem hann hafði átt við tvo sérfræðinga
í Norðurheimskautsrannsóknum stuttu
áður en hann lézt í ágúst 1962.
31. jan. — Kom út vönduð hátíðar-
útgáfa af Lögbergi-Heimskringlu í til-
efni jpess, að þ. 14. janúar voru 75 ár lið-
in frá því að Lögberg var stofnað. Síðan
vestur-íslenzku vikublöðin sameinuð-
ust, hefir frú Ingibjörg Jónsson haft
ritstjórnina með höndum, en áður hafði
maður hennar, Einar P. Jónsson skáld,
verið ritstjóri Lögbergs áratugum saman.
9. febr. — Átti Eggert Grettir Eggert-
son verkfræðingur sextugsafmæli. Hann
hefir tekið mikinn þátt í starfi ýmissa
vestur-íslenzkra stofnana. um mörg ár
átt sæti í stjórn Eimskipafélags fslands,
og komið við sögu rafmagnsmála á ís-
landi.
18—20. febr. — Fertugasta og fjórða
ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í
Vesturheimi haldið í Winnipeg við
prýðisgóða aðsókn á fundum og sam-
komum. Séra Philip M. Pétursson var
kjörinn forseti í stað dr. Richards Beck,
er baðst undan endurkosningu eftir að
hafa skipað forsetasessinn undanfarin
sex ár. Stuttu síðar endurkaus stjórnar-
nefndin þá Gísla skáld Jónsson og
Harald Bessason prófessor ritstjóra
Tímariis félagsins. Heiðursfélagar Þjóð-
ræknisfélagsins voru kjörnir þeir Dr.
Hugh H. Saunderson, forseti fylkishá-
skólans í Manitoba, Sigurður Sigurgeirs-
son bankaritari, um langt skeið formað-
ur Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík, og
Ólafur Hallsson sem átt hefir sæti í
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags fslend-
inga í Vesturheimi árum saman. Sér-
stakur gestur þingsins og aðalræðumað-
ur var Sigurður Magnússon, upplýsinga-
stjóri Loftleiða í Reykjavík.
Marz — í síðustu viku þess mánaðar
flutti dr. Sigurður Þórarinsson, kennari
í jarðfræði við Háskóla íslands og víð-
kunnur vísindamaður og rithöfundur í
sinni fræðigrein, fyrirlestra á vegum
jarðfræðideildar Manitobaháskóla, enn-
fremur erindi á samkomum þjóðræknis-
deildanna „Fróns“ í Winnipeg og „Esj-
unnar“ í Arborg, Man.
8. apríl — Við almennar kosningar í
Kanada voru tveir íslendingar endur-
kosnir fulltrúar á sambandsþingið, þeir
William Benedickson, þingmaður Ken-
ora-Rainy River kjördæmisins í On-
tario, í sjöunda sinn, og Eric Stefánson,
þingmaður Selkirk kjördæmis, í þriðja
sinn, báðir með drjúgum auknu afli at-
kvæða.
22. apríl — Efndi Icelandic Canadian
Club til alþjóða lista- og hannyrðasýn-
ingar í samkomusal Fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg, er fjölsótt var. Frú
Geraldine Thorlakson stóð fyrir sýn-
ingunni.
27. apríl — Leo Johnson, Winnipeg,
kosinn forseti „The Manitoba Curling
Association", en hann er einn af fremstu
afreksmönnum Kanada í þeirri íþrótta-
grein og hefir unnið fjölda verðlauna í
samkeppni á því sviði.
Maí ■— Við vorprófin á Manitobahá-
skóla (Univ. of Manitoba) brautskráð-
ist eftirfarandi námsfólk af íslenzkum
ættum:
Masler of Aris:
Kathryn Gail Oleson, B.A. 1961,
B.A. Hon. 1962, Winnipeg.
Bachelor of Arls:
Daniel Murray Bjarnason, Brandon.
Herbert Garth Bjarnason, Gimli.
Kenneth Roy Davidson, Selkirk.
Elin Margaret Josephson, Glenboro.
Ruth Jensine Martinussen, Swan
River.