Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Síða 82
64 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Bachelor of Science in Educalion and Bachelor's Diploma in Teaching: Arthur Eldon Hillman, Akra, N.Dak. Phyllis Kaye Magnússon, Hensel, N.Dak. Bachelor of Science in General Industrial Engineering: Burke Magnús Halldórson, Grand Forks, N.Dak. Bachelor of Science in Business Adminislration: Alfred Jerome Hall, Edinburgh, N.Dak. John Gudmund Thorgrimsen (ís- lenzkur í föðurætt), Grand Forks, N.Dak. Bachelor of Science in Nursing: Sandra G. Halldórson, Grand Forks, N.Dak. Bachelor of Laws: Romaine Dolye Thorfinnson, Wahpe- ton, N.Dak. Júní — f lok skólaársins í byrjun þess mánaðar lét dr. Richard Beck pró- fessor af embætti sem forseti Hinnar erlendu tungumáladeildar ríkisháskól- ans í N.Dakota eftir 10 ár í því embætti, en heldur áfram óbreyttri háskóla- kennslu sinni í Norðurlandamálum og bókmenntum. Júní — Kunnugt gert, að „The Social Research Council of Canada“ hafi veitt John Stephan Matthíasson fjárstyrk að upphæð $7,000 til rannsókna meðal Eskimóa að Pond Inlet á Baffin Island. Hann stundar nú framhaldsnám í mann- fræði á Cornell University, og á sér að baki merkan námsferil. Hann er sonur Mrs. W. Kristjánsson í Winnipeg og fyrri manns hennar dr. M. J. Matt- híasson, sem látinn er fyrir mörgum árum. 6. júní — Rúmlega 40 manna hópur flaug á vegum „The Icelandic Canadian Club“, frá Winnipeg um New York til íslands, undir fararstjórn Walters J. Lindal dómara, og dvaldi þar um mán- aðartíma. Júní — Snemma í þeim mánuði flaug stór hópur Vestur-íslendinga til íslands til að taka að sér atvinnu þar, og hafði séra Robert Jack haft með höndum ráðningu þessa fólks fyrir hönd at- vinnuveitenda. Var hér um nýmæli að ræða í samskiptum íslendinga yfir hafið. 11. júní — Hélt Guttormur J. Gutt- ormsson, skáld að Víðivöllum í Nýja íslandi, til fslands í boði flugfélagsins „Loftleiðir", Þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi og nokkurra velunn- ara vestan hafsins, og dvaldi heima á ættjörðinni fram eftir sumrinu. Þótti hann mikill aufúsugestur og var marg- víslegur sómi sýndur. 13. júní — Flaug 110 manna hópur frá Vancouver til Reykjavíkur, á vegum þjóðræknisdeildarinnar „Ströndin“, og voru fararstjórar þeir Snorri Gunnars- son, forseti deildarinnar, og Sigurbjörn Sigurdson söngstjóri. Var hér um sögu- lega ferð að ræða, þar sem flogið var yfir norðurhvel jarðar beint til Reykja- víkur. 17. júní — Walter J. Lindal dómari flytur kveðjur frá Vestur-íslendingum á lýðveldishátíðinni í Reykjavík. Um þær mundir flutti hann og opinberan fyrir- lestur við Háskóla íslands. Þann dag eða um þær mundir var lýðveldisdagur ís- lands haldinn hátðlegur með samkomum á mörgum stöðum meðal íslendinga vestan hafs. Á sjálfan lýðveldisdaginn hélt þjóðræknisdeildin „Báran“ að Mountain samtímis hátíðlegt 25 ára af- mæli deildarinnar með fjölþættri skemmtiskrá. Aðalræðumaður var dr. Richard Beck, fyrrv. forseti Þjóðræknis- félagsins og ræðismaður fslands í N. Dakota, en Guðmundur J. Jónasson, um langt skeið forseti deildarinnar, hafði samkomustjórn með höndum. 23. júní — Lét séra Sveinbjörn S. Ólafsson, í Little Falls, Minnesota, af embætti eftir 32 ára prestsþjónustu hjá Methodistakirkju Bandaríkjanna á ýms- um stöðum í Minnesota. Hefir hann verið vinsæll og velmetinn í prestsstarf- inu. Júní—júlí — Um þau mánaðamót lögðu þau dr. Valdimar J. Eylands og frú Lilja Eylands af stað til íslands í boði Þjóðkirkjunnar íslenzku, til þess að vera viðstödd vígslu Skálholtskirkju þ. 21. júlí. Tók dr. Valdimar þátt í þeirri sögulegu athöfn, en að kirkjuvígslunni afstaðinni ferðuðust þau hjónin til Rómaborgar og víðar á þeim slóðum. 2. júlí — Varð Kári Vilhelm Jóhann- son, forstjóri í Winnipeg, sextugur. Hefir hann tekið mikinn og góðan þátt í vest- ur-íslenzkum kirkjumálum og öðrum félagsmálum. 4. júlí — Sæmdi forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, dr. Watson Kirk- connell, forseta Acadia University, in Wolfville, Nova Scotia, stórriddara- krossi Fálkaorðunnar, og John F. Sigurd- son, ræðismann íslands í Vancouver, B.C., riddarakrossi orðunnar. Um sömu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.