Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Bachelor of Science in Educalion and
Bachelor's Diploma in Teaching:
Arthur Eldon Hillman, Akra, N.Dak.
Phyllis Kaye Magnússon, Hensel,
N.Dak.
Bachelor of Science in General
Industrial Engineering:
Burke Magnús Halldórson, Grand
Forks, N.Dak.
Bachelor of Science in Business
Adminislration:
Alfred Jerome Hall, Edinburgh,
N.Dak.
John Gudmund Thorgrimsen (ís-
lenzkur í föðurætt), Grand
Forks, N.Dak.
Bachelor of Science in Nursing:
Sandra G. Halldórson, Grand Forks,
N.Dak.
Bachelor of Laws:
Romaine Dolye Thorfinnson, Wahpe-
ton, N.Dak.
Júní — f lok skólaársins í byrjun
þess mánaðar lét dr. Richard Beck pró-
fessor af embætti sem forseti Hinnar
erlendu tungumáladeildar ríkisháskól-
ans í N.Dakota eftir 10 ár í því embætti,
en heldur áfram óbreyttri háskóla-
kennslu sinni í Norðurlandamálum og
bókmenntum.
Júní — Kunnugt gert, að „The Social
Research Council of Canada“ hafi veitt
John Stephan Matthíasson fjárstyrk að
upphæð $7,000 til rannsókna meðal
Eskimóa að Pond Inlet á Baffin Island.
Hann stundar nú framhaldsnám í mann-
fræði á Cornell University, og á sér að
baki merkan námsferil. Hann er sonur
Mrs. W. Kristjánsson í Winnipeg
og fyrri manns hennar dr. M. J. Matt-
híasson, sem látinn er fyrir mörgum
árum.
6. júní — Rúmlega 40 manna hópur
flaug á vegum „The Icelandic Canadian
Club“, frá Winnipeg um New York til
íslands, undir fararstjórn Walters J.
Lindal dómara, og dvaldi þar um mán-
aðartíma.
Júní — Snemma í þeim mánuði flaug
stór hópur Vestur-íslendinga til íslands
til að taka að sér atvinnu þar, og hafði
séra Robert Jack haft með höndum
ráðningu þessa fólks fyrir hönd at-
vinnuveitenda. Var hér um nýmæli að
ræða í samskiptum íslendinga yfir hafið.
11. júní — Hélt Guttormur J. Gutt-
ormsson, skáld að Víðivöllum í Nýja
íslandi, til fslands í boði flugfélagsins
„Loftleiðir", Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi og nokkurra velunn-
ara vestan hafsins, og dvaldi heima á
ættjörðinni fram eftir sumrinu. Þótti
hann mikill aufúsugestur og var marg-
víslegur sómi sýndur.
13. júní — Flaug 110 manna hópur
frá Vancouver til Reykjavíkur, á vegum
þjóðræknisdeildarinnar „Ströndin“, og
voru fararstjórar þeir Snorri Gunnars-
son, forseti deildarinnar, og Sigurbjörn
Sigurdson söngstjóri. Var hér um sögu-
lega ferð að ræða, þar sem flogið var
yfir norðurhvel jarðar beint til Reykja-
víkur.
17. júní — Walter J. Lindal dómari
flytur kveðjur frá Vestur-íslendingum á
lýðveldishátíðinni í Reykjavík. Um þær
mundir flutti hann og opinberan fyrir-
lestur við Háskóla íslands. Þann dag eða
um þær mundir var lýðveldisdagur ís-
lands haldinn hátðlegur með samkomum
á mörgum stöðum meðal íslendinga
vestan hafs. Á sjálfan lýðveldisdaginn
hélt þjóðræknisdeildin „Báran“ að
Mountain samtímis hátíðlegt 25 ára af-
mæli deildarinnar með fjölþættri
skemmtiskrá. Aðalræðumaður var dr.
Richard Beck, fyrrv. forseti Þjóðræknis-
félagsins og ræðismaður fslands í N.
Dakota, en Guðmundur J. Jónasson, um
langt skeið forseti deildarinnar, hafði
samkomustjórn með höndum.
23. júní — Lét séra Sveinbjörn S.
Ólafsson, í Little Falls, Minnesota, af
embætti eftir 32 ára prestsþjónustu hjá
Methodistakirkju Bandaríkjanna á ýms-
um stöðum í Minnesota. Hefir hann
verið vinsæll og velmetinn í prestsstarf-
inu.
Júní—júlí — Um þau mánaðamót
lögðu þau dr. Valdimar J. Eylands og
frú Lilja Eylands af stað til íslands í
boði Þjóðkirkjunnar íslenzku, til þess
að vera viðstödd vígslu Skálholtskirkju
þ. 21. júlí. Tók dr. Valdimar þátt í þeirri
sögulegu athöfn, en að kirkjuvígslunni
afstaðinni ferðuðust þau hjónin til
Rómaborgar og víðar á þeim slóðum.
2. júlí — Varð Kári Vilhelm Jóhann-
son, forstjóri í Winnipeg, sextugur. Hefir
hann tekið mikinn og góðan þátt í vest-
ur-íslenzkum kirkjumálum og öðrum
félagsmálum.
4. júlí — Sæmdi forseti fslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, dr. Watson Kirk-
connell, forseta Acadia University, in
Wolfville, Nova Scotia, stórriddara-
krossi Fálkaorðunnar, og John F. Sigurd-
son, ræðismann íslands í Vancouver,
B.C., riddarakrossi orðunnar. Um sömu