Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 84

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 84
66 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Okt. — Dr. Arnold W. Holm, Winni- peg, kjörinn félagi („Afiliate Fellow“) læknafélagsins „The American Academy of Pediatrics", og hlaut þannig viður- kenningu þess sem sérfræðingur í barnalækningum. Hann er sonur þeirra hjóna Sigurðar og Sigríðar Holm að Lundar, Man. Nóv. — í fyrstu viku þess mánaðar flutti dr. phil. Halldór Halldórsson, pró- fessor í íslenzkri málfræði við Háskóla íslands, fyrirlestra á háskólunum í Norð- ur-Dakota og Manitoba, en hafði áður um tveggja mánaða skeið verið á ferða- lagi um Bandaríkin í boði Utanríkis- ráðuneytis þeirra, og flutt fyrirlestra á fjöldamörgum háskólum þar í landi. í för með honum var kona hans, frú Sigríður Guðmundsdóttir. Nóv. — í þeim mánuði var Skafti J. Borgford, verkfræðingur og húsabygg- ingameistari í Winnipeg, kosinn forseti samvinnu-húsabyggingarfélagsins „Co- operative Housing Association of Mani- toba“. Hann á einnig sæti í framkvæmda- nefnd hins fjölmenna félagsskapar „Co- operative Credit Society of Manitoba“ og í stjórn fleiri félaga. Hann er sonur þeirra hjóna Thorsteins byggingar- meistara og Guðrúnar Borgford, nú bæði látin. 16. nóv. — Tuttugu ára afmælis þjóð- ræknisdeildarinnar „Gimli“ að Gimli, Man., minnzt með fjölþættri og fjöl- mennri samkomu, þar sem saman fóru margháttaður söngur, hljómlist og ræðu- höld. Frank Olson, skólastjóri að Gimli og forseti deildarinnar, stýrði samkom- unni, en aðalræðuna flutti dr. Kjartan I . Johnson, frá Pine Falls, Man., fyrsti forseti deildarinnar. Kveðjur og ávörp fluttu Grettir L. Johannson ræðismaður, frú Ingibjörg Jónsson ritstjóri, er verið hafði í hópi þeirra, er áttu hlut að stofn- un deildarinnar, séra Philip M. Péturs- son, forseti Þjóðræknisfélagsins, og Gunnar Sæmundsson, forseti deildar- innar „Esjan“ í Árborg. 21. nóv. ■— Varð Guttormur J. Gutt- ormsson, skáldabóndi að Víðivöllum við fslendingafljót í Nýja íslandi, hálf-ní- ræður, og var þeirra merku tímamóta í ævi hans og rithöfundarferil minnzt fagurlega að verðleikum austan hafs og vestan. 26. nóv. — Átti Thor Thors, ambassa- dor fslands í Bandaríkjunum og Kanada, sextugsafmæli. Auk víðtækra og mikil- vægra starfa sinna í þágu íslands á er- lendum vettvangi, hefir hann komið mikið og farsællega við félagsmál ís- lendinga í Vesturheimi. Var hann einnig með mörgum hætti minnzt með þökk og virðingu á afmælinu. Meðal annars afhenti Grettir L. Johannson ræðismað- ur ambassadornum skrautritað ávarp undirritað af öllum ræðismönnum ís- lands í umdæmi hans í Norður- og Suð- ur-Ameríku og af forsetum íslenzkra félaga í Vesturheimi. 28. nóv. — Átti Grettir L. Johannson, ræðismaður fslands í Vesturfylkjum Kanada, 25 ára starfsafmæli, og er hann aldursforseti íslenzkra ræðismanna. Hefir hann, samhliða ræðismannsstarf- inu, tekið margháttaðan þátt í vestur- íslenzkum félagsmálum. Des. — Dufferin Roblin, forsætisráð- herra Manitoba, skipaði dr. _ George Johnson menntamálaráðherra í ráðu- neyti sínu, en hann hafði síðan 1958 verið heilbrigðismálaráðherra, og fram- an af ráðherratíð sinni einnig haft vel- ferðarmálin með höndum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.