Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Qupperneq 84
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Okt. — Dr. Arnold W. Holm, Winni-
peg, kjörinn félagi („Afiliate Fellow“)
læknafélagsins „The American Academy
of Pediatrics", og hlaut þannig viður-
kenningu þess sem sérfræðingur í
barnalækningum. Hann er sonur þeirra
hjóna Sigurðar og Sigríðar Holm að
Lundar, Man.
Nóv. — í fyrstu viku þess mánaðar
flutti dr. phil. Halldór Halldórsson, pró-
fessor í íslenzkri málfræði við Háskóla
íslands, fyrirlestra á háskólunum í Norð-
ur-Dakota og Manitoba, en hafði áður
um tveggja mánaða skeið verið á ferða-
lagi um Bandaríkin í boði Utanríkis-
ráðuneytis þeirra, og flutt fyrirlestra á
fjöldamörgum háskólum þar í landi. í
för með honum var kona hans, frú
Sigríður Guðmundsdóttir.
Nóv. — í þeim mánuði var Skafti J.
Borgford, verkfræðingur og húsabygg-
ingameistari í Winnipeg, kosinn forseti
samvinnu-húsabyggingarfélagsins „Co-
operative Housing Association of Mani-
toba“. Hann á einnig sæti í framkvæmda-
nefnd hins fjölmenna félagsskapar „Co-
operative Credit Society of Manitoba“ og
í stjórn fleiri félaga. Hann er sonur
þeirra hjóna Thorsteins byggingar-
meistara og Guðrúnar Borgford, nú bæði
látin.
16. nóv. — Tuttugu ára afmælis þjóð-
ræknisdeildarinnar „Gimli“ að Gimli,
Man., minnzt með fjölþættri og fjöl-
mennri samkomu, þar sem saman fóru
margháttaður söngur, hljómlist og ræðu-
höld. Frank Olson, skólastjóri að Gimli
og forseti deildarinnar, stýrði samkom-
unni, en aðalræðuna flutti dr. Kjartan
I . Johnson, frá Pine Falls, Man., fyrsti
forseti deildarinnar. Kveðjur og ávörp
fluttu Grettir L. Johannson ræðismaður,
frú Ingibjörg Jónsson ritstjóri, er verið
hafði í hópi þeirra, er áttu hlut að stofn-
un deildarinnar, séra Philip M. Péturs-
son, forseti Þjóðræknisfélagsins, og
Gunnar Sæmundsson, forseti deildar-
innar „Esjan“ í Árborg.
21. nóv. ■— Varð Guttormur J. Gutt-
ormsson, skáldabóndi að Víðivöllum við
fslendingafljót í Nýja íslandi, hálf-ní-
ræður, og var þeirra merku tímamóta í
ævi hans og rithöfundarferil minnzt
fagurlega að verðleikum austan hafs
og vestan.
26. nóv. — Átti Thor Thors, ambassa-
dor fslands í Bandaríkjunum og Kanada,
sextugsafmæli. Auk víðtækra og mikil-
vægra starfa sinna í þágu íslands á er-
lendum vettvangi, hefir hann komið
mikið og farsællega við félagsmál ís-
lendinga í Vesturheimi. Var hann einnig
með mörgum hætti minnzt með þökk
og virðingu á afmælinu. Meðal annars
afhenti Grettir L. Johannson ræðismað-
ur ambassadornum skrautritað ávarp
undirritað af öllum ræðismönnum ís-
lands í umdæmi hans í Norður- og Suð-
ur-Ameríku og af forsetum íslenzkra
félaga í Vesturheimi.
28. nóv. — Átti Grettir L. Johannson,
ræðismaður fslands í Vesturfylkjum
Kanada, 25 ára starfsafmæli, og er hann
aldursforseti íslenzkra ræðismanna.
Hefir hann, samhliða ræðismannsstarf-
inu, tekið margháttaðan þátt í vestur-
íslenzkum félagsmálum.
Des. — Dufferin Roblin, forsætisráð-
herra Manitoba, skipaði dr. _ George
Johnson menntamálaráðherra í ráðu-
neyti sínu, en hann hafði síðan 1958
verið heilbrigðismálaráðherra, og fram-
an af ráðherratíð sinni einnig haft vel-
ferðarmálin með höndum.