Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 134

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 134
116 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ar bókmenntir og útgáfum fornsagna vorra, og af kærkominni heimsókn sinni og fyrirlestrahöldum hér vestan hafs. Meðal hinna mörgu bóka hans er ein- mitt prýðilegt rit um Handritamálið, sem var eitt af ritum Hins íslenzka Bók- menntafélags 1959. Eftir að hafa rétti- lega harmað það, hve mikið hefir á liðn- um öldum glatazt af andlegum verð- mætum íslenzku þjóðarinnar, lýkur hann riti sínu með þessum eftirtektar- verðu orðum um bókmenntalegt og menningarsögulegt gildi handrita vorra: „Eftir eru handrit, sem geyma orðlist íslendinga, mynd þeirra af mannlífinu, mynd þeirra af dýrð mannsins og eymd, glímu þeirra við guð sinn, eins og þeir hafa tjáð þessi efni í stuðla skorðum eða í lausu máli. Leiðin til bókmennta þjóðarinnar, „leiðin til Hlíðarenda", liggur til uppsprettu lífs þeirra sem þjóðar. Þessar bókmenntir eru horn- steinninn, sem menning þeirra er reist á, jafnvel sem tilvera þeirra er reist á. Og af því að þessar bókmenntir eru enn lifandi, eru þær rótin, sem dregur saf- ann úr mold fortíðarinnar og gefur hann lifandi, gróandi, grænum, greinum menningar dagsins í dag“. Segja má, að hér sé komið að hjart- anu, aflvakanum, í allri þjóðræknislegri viðleitni vor vestan hafs frá allra fyrstu tíð og fram á þennan dag. Hún er byggð á meðvitundinni um það, hve djúpum rótum vér stöndum, ætternislega og menningarlega, í íslenzkum jarðvegi, og samtímis á heilbrigðum skilningi á því, hve nauðsynlegt oss sé það, ef vér eig- um ekki að verða rótslitnir kvistir á lífsins meið, að halda áfram að vera í sem nánustum tengslum við vora þjóð- ernislegu menningarmold, og draga and- lega næringu úr lífrænum erfðum vor- um: — tungu vorri, sögu og bókmennt- um. Af þeirri meðvitund og þeim skiln- ingi sprettur svo löngunin til þess, ljósu letri skráð í stefnuskrá og starfi þessa félagsskapar, að oss beri, ef þegnskuld vor á að vera goldin til fulls, að gera sem ávaxtarríkast í hérlendu þjóðlífi hið bezta og fegursta í ættarerfðum vor- um, andleg verðmæti, sem lifað hafa aldirnar, af því að þau áttu þann mátt lífs og listar, sem eldist ekki. Dr. Jóni Þorkelssyni (Forna) mæltist spaklega, er hann segir í einu kraftakvæða sinna: Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer. Fyrrgreind stefunskrá félags vors, og framkvæmd hennar eftir mætti í störf- um þess, hefir þá einnig frá upphafi vakið bergmál í hugum góðra fslendinga hér vestan hafs, verið það aðdráttarafl, sem laðað hefir þá svo hundruðum skiptir frá ári til árs, til stuðnings við göfugan málstað félagsins, þótt fylking hinnar eldri kynslóðar þynnist óðfluga með ári hverju. Á síðastliðnu starfsári höfum vér átt á bak að sjá úr hópi vor- um mörgum ágætum félagssystkinum, en þau eru þessi, eftir því, sem mér er kunnugt: Dr. Vilhjálmur Stefánsson, Hanover, New Hampshire, heiðursfélagi; séra Ei- ríkur S. Brynjólfsson (hafði verið em- bættismaður í deildinni ,,Ströndin“), Vancouver; Páll S. Pálsson skáld (hafði átt sæti í stjórnarnefnd félagsins og safnaði auglýsingum fyrir Tímarit þess), Gimli; Benedikt Ólafsson (vara-skrifari deidlarinnar ,,Fróns“), Winnipeg; Jón Jónatansson skáld, Winnipeg; C. H. ís- fjord (lengi embættismaður deildarinnar „Ströndin"), Vancouver; J. A. Sveins- son, Baldur; Mrs. Anna Halldórsson, Winnipeg; Thorgerður Thordarson, „Betel“, Gimli; K. N. S. Friðfinnson, Árborg; Erling Guðmundson, Mountain; Gestur Gestson, Mountain; Th. ísdal, „Höfn“, Vancouver; Bjarni Sveinsson, „Höfn“, Vancouver; Mrs. Ingibjörg Páls- son, Selkirk! Marus Benson. Selkirk; Thórunn Jóhannson, Selkirk; Miss Ljót- unn Thorsteinsson, Gimli; Mrs. Þórhalla Elísabet Arngrímson; Mrs. Lárus John- son, Lundar. Vér vottum aðstendendum þessarar starfsmanna vorra og kvenna innilega samúð vora, en minningu þeirra heiðr- um vér með því að rísa úr sætum. Vitur maður hefir sagt: „Þakkar- skuldin er eina skuldin, sem auðgar manninn.“ Minnug þess, skulum vér láta þakkahhugann til hinna horfnu félags- systkina verða oss hvatning til dáða málstað vorum til eflingar. Af þeim sjónarhóli skal þessu næst horft yfir liðið starfsár. Stjórnarnefndin hefir, eins og að undanförnu, á allmörg- um fundum leitazt við að ráða fram úr þeim málum, sem seinasta þjóðræknis- þing fól henni í hendur, og úr öðrum þeim málum, sem komið hafa til kasta hennar. Þakka ég nefndinni ágæta sam- vinnu að vanda á árinu. Starfsemi félagsins hefir nú sem áður fallið í tvo megin farvegi, innbyrðis, meðal vor íslendinga sjálfra, víðsvegar um álfuna; hinsvegar, samstarfið við ís- land og íslendinga heima á ættjörðinni. En eðlilega er starfsemi félagsins þannig vaxin, að þessir tveir aðal straumar hennar renna með mörgum hætti í einn farveg. Útbreiðslu- og fræðslumál Að þessum málum, sem ávalt eru meginþættir í starfi félagsins, hefir stjórnarnefndin unnið eftir beztu getu og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.