Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Page 137
þingtíðindi
119
vorra. Hurfu þau hjónin, eins og kunn-
ugt er, heim til íslands síðastliðið sumar.
Fyljga þeim heilhuga óskir vorar. Sam-
tímis bjóðum vér innilega vel komin 1
hóp vorn vestan hafs, og hingað á þing-
ið, séra Kristján Róbertsson og frú hans,
sem nýlega komu hingað til lands, en
hann þjónar nú Argyle-prestakalli. Verð-
ur hann aðal-ræðumaður á „Frons -
mótinu í kvöld, og megum vér áreið-
anlega eiga þar von á snjallri ræðu.
Nýkomin eru einnig heiman um haf til
dvalar hér vestra Hjörtur Pálsson cand.
phil. 0g kona hans, frú Steinunn Bjar-
tþann cand. phil. Er hann bókavörður
við íslenzka bókasafnið á Manitoba-ha-
skóla. Fögnum vér komu þeirra, og
hýggjum gott til að kynnnast þeim og
njóta starfskrafta þeirra.
í sumar, er leið, voru fimmtán ár síð-
an fyrsta hópferð var farin á vegum
Loftleiða frá Winnipeg til Reykjavíkur,
°g skipulagði féhirðir félags vors,
Grettir L. Johannson ræðismaður, hana.
Síðastliðið sumar voru einnig tíu ár liðm
frá því að Loftleiðir hófu reglubundnar
flugferðir milli Vesturálfu og íslands,
sem íslendingar beggja megin hafsms
hafa ríkulega fært sér 1 nyt. Minnug
þessara tveggja merkisafmæla, og 1
viðurkenningar skyni fyrir þann mikla
skerf, sem Loftleiðir hafa með beinum
flugferðum sínum milli íslands og
Vesturheims, lagt til eflingar tengslanna
*hilli íslendinga heima og hérlendis,
akvað stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags-
uis að bjóða Loftleiðum að eiga fulltrua
hér á þjóðræknisþinginu, sem jafnframt
Xpri gestur félagsins. Var það boð þeg-
í®> . og Sigurður Magnússon, sem upp-
lýsingastarfsemi hefir með höndum fyr-
u Loftleiðir, valinn til þess að vera full-
trúi þeirra og þá um leið sérstakur
gestur vor. Bjóðum vér hann hjartan-
lega velkominn í vorn hóp. Hann er
r®ðumaður góður, prýðilega ritfær, vin-
sæll maður og vel metinn, og því ágæt-
ur fulltrúi félags síns og heimaþjóðar-
jnnar. Flytur hann kveðjur hér á þing-
inu eftir hádegi í dag, ennfremur ermdi
3 samkomu félagsins seinasta þingkvold-
jo. En alltaf setur það íslenzkan svip _a
þmg vort, og meiri hátíðarbrag, er ver
eigum að fagna slíkum gestum sem
honum beint heiman af ættjörðinni;
þeir flytja hana og heimaþjóðina nær
°ss og oss nær þeim.
hinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál,
1 iogum þeim hljóma, er kveður min sal,
segir Stephan G. Stephansson í „Ásta-
visum_ til ísland“, og minnir þar fagur-
iega á náin tengsl manns og móður-
^ooldarinnar. Sú meðvitund er einnig
sterk í hugum vorum, og þessvegna hit-
ar það oss um hjartarætur, þegar ein-
hver úr vorum hópi sýnir í verki ó-
venjulega rækt til ættjarðarinnar. Það
gerði hinn ágæti félagsbróðir vor, Páll
Guðmundsson í Leslie, Saskatchewan,
er hann í sumar gaf til Rafnseyrar mál-
verk af Jóni Sigurðssyni, sem sjálfur
forseti íslands og heiðursverndari félags
vors, herra Ásgeir Ásgeirsson, afhenti
við virðulega athöfn. En Páll hefir áður
gefið stórgjafir til fslands. Heiður sé hon-
um og hans höfðinglegu ræktarsemi! Þá
hefir vafalaust mörgum fleirum en mér
hitnað um huga, er þeir lásu nýlega í
vikublaði voru tilkynningu frá herra
biskupinum yfir íslandi, dr. Sigurbimi
Einarssyni, þess efnis, að Ekknasjóði
íslands hefði borizt eitt þúsund dollara
gjöf frá íslending búsettum í Kanada,
er eigi vildi láta nafns síns getið, en
þessi höfðinglega gjöf var gefin til
minningar um látna eiginkonu gefand-
ands. Ekki veit ég neitt um það, hvort
þessi maður er í Þjóðræknisfélaginu,
enda skiptir það engu máli í þessu sam-
bandi. En sá rausnarhugur og mannúð-
ar, sem þar kemur fram, er í ætt við
það bezta í íslendingseðlinu, og í anda
þeirrar ræktarsemi við hugsjónina- og
ættarerfðir vorar, sem er og hefir verið
vígður þáttur í stefnuskrá og starfi þessa
félagsskapar.
Vil ég svo ljúka þeim hluta skýrslu
minnar, sem fjallar um samskiptin við
ísland á liðnu ári, með því að vitna til
bréfs, sem mér barst alveg nýverið frá
séra Jóni Guðnasyni, fyrrv. skjalaverði
í Reykjavík. Eftir að hafa flutt mér og
mínum hugheila blessunarósk og kveðju,
fórust honum þannig orð:
„Og sömu ósk ber ég í brjósti um alla
landa vestra. Ég get aldrei slitið mig
frá þeim — og reyni að vísu ekkert til
þess. Þrátt fyrir fjarlægðir í rúmi erum
við heima og þið vestra „dropar tveir,
en sami sjór“ í þjóðahafinu. Mun jafn-
vel svo verða enn langa framtíð, hvort
sem þess gætir á ytra borðinu eða ekki“.
Þetta er vel mælt og viturlega, en
séra Jón hefir áður sýnt í verki í merk-
um ættfræðiritum sínum djúpstæðan á-
huga sinn á framhaldandi ættar- og
menningartengslum milli íslendinga
austan hafs og vestan; meðal annars
átti hann mikilvægan þátt í undirbún-
ingi hins mikla og merka rits: Veslur-
íslenzkar æviskrár, Vil ég jafnframt
minna á beiðni séra Benjamíns Krist-
jánssonar, er út kom nýlega í Lögbergi-
Heimskringlu, varðandi annað bindi
ritsins, sem hann hefir nú í undirbún-
ingi, og hvetja fólk vort eindregið til
þess að bregðast sem bezt við þeirri
málaleitun hans. Slík samvinna er það
minnsta sem vér getum lagt til fram-