Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 139

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Side 139
þingtíðindi 121 framkvæmdum í málinu. Samþykkti stjórnarnefndin þá tillögu nefndarinn- ar. Eins og vanalegt er, verða skýrslur deilda einnig fluttar hér á þinginu, og vil ég fyrirfram í nafni félagsins, þakka ollum þeim, sem á þeim vettvangi hafa lagt hönd á plóg til viðhalds og eflingu þjóðræknismálanna á liðnu starfsári. Niðurlagsorð Dregur nú að lokum þessa máls, en aður en ég lýk máli mínu, vil ég _leyfa mér að tilkynna þingheimi að ég sé mér eigi, af mörgum ástæðum fært að taka aftur kjöri í forsetaembættið, þó að þess kynni að verða óskað, enda hefi ég nú skipað forsetasessinn í sam- fleytt sex ár. Með tilliti til þeirrar á- kvörðunar minnar, gríp ég tækifærið tú þess að þakka hjartanlega þann soma og þá tiltrú, sem þið í Þjóðrækn- isfélaginu hafið sýnt mér með því að kjósa mig í virðulegan og ábyrgðarmik- inn forsetasessinn hvað eftir annað. Sér- staklega vil ég jafnframt þakka stjórn- frnefndinni framúrskarandi samvinnu n forsetaárum mínum. Um hitt er ó- Þarft fyrir mig að fara mörgum orð- að ég mun halda áfram að vinna Þjoðræknisfélaginu og öðrum félags- og menningarmálum vorum allt það gagn, sem ég má, og eins lengi og við hjónin eigum þess kost, þótt um langan veg kunni að verða að sækja, munum við sitja þjóðræknisþingin hér í borg. Þjóðræknisfélagið á sér langa og roýrka sögu að baki, og er fyrir löngu buið að margréttlæta tilveru sína. Það hefir frá fyrstu tíð átt mikilvægu hlut- yerki _að gegna í félagsmálum og menn- rrugarlífi vor íslendinga vestan hafs, og uo öllu athuguðu, mun mega segja, að það eigi nú enn meira hlutverki að Segna, eins og háttað er félagsmálum vorum. óneitanlega liggur þungur straumur oss í fang í þjóðræknismál- um vorum, en eigi getum vér verra gert í þeim efnum eða öðrum, heldur en að láta hugfallast og ganga upp- Slafarstefnu á hönd, því að það er greiðasti vegurinn til þess að sjá hallir smar hrynja til grunna og drauma sína Verða að ösku. Hitt er mannsæmra, að skipa sér fast- er um göfugt merki félags vors, að sameina krafta vora í anda spaklegra orða Jónasar Hallgrímssonar um mátt samvinnunnar: Sterkur fór um veg, þá var steini þungum lokuð leið fyrir. Ráð at hann kunni, þó ríkur sé og hefðu þrír um þokað. Enn er hér ofan moldar í Vesturheimi stór hópur fslendinga, innan og utan félags vors, sem ann íslenzkum erfðum. Ykkur hér samankomin, sem orð mín heyrið, og aðra, sem kunna að lesa þau, og annt er um varðveizlu og ávöxtun menningarerfða vorra, kveð ég til dáða í orðum Davíðs skálds Stefánssonar: Gakk þú heill að hollu verki, heimta allt af sjálfum þér. Vaxa skal sá viljasterki, visna hinn, sem hlífir sér. Já, skáldið hefir laukrétt að mæla, menn vaxa af því andlega, og að mann- dómi, að unna og vinna göfugum mál- stað. Svo býð ég yður velkomin á 44. ársþing félags vors, til þess að njóta ánægjunnar, sem fylgir því að koma saman sem íslendingar, og til þess að vinna að viðhaldi og framgangi hjart- fólginna áhugamála vorra. Samkvæmt sérstakri samþykkt út- gáfunefndar Tímaritsins verður aðeins birtur örstuttur útdráttur fundargern- inga þjóðræknisþings. Hins vegar verða þeir í heild sinni sérprenaðir eða fjöl- ritaðir. Fulltrúar hinna ýmsu deilda á þing- inu voru: Frá „Fróni“ í Winnipeg: Haraldur Bessason, Oddný Ásgeirsson, Kristín Jonhson, Hrund Skúlason, Guð- mann Levy, Jakob F. Kristjánsson, Soffía Benjamínsson, Gunnar Baldwins- son og Jón Hafliðason; Frá deildinni „Gimli“, Jónas Jónasson, J. B. Johnson, Sigurbjörg Stefánson og Margrét Sig- urdson. Frá „Ströndinni“ í Vancouver og „öldunni“ í Blaine, Marja Björnson; Frá „Esjunni“ í Árborg: Guðrún Magn- ússon, Inga Hólm, Björgvin Hólm, Gest- ur Pálsson, Herdís Eiríksson og Guðrún Jónasson; Deildin „ísland“ í Morden, Man.: Jón B. Johnson; Deildin „Lundar“: Gísli S. Gíslason og J. B. Howardson; Deildin „Brúin“ í Selkirk: Sigrún Nor- dal, Guðrún Vigfússon. Fjölmargir aðrir voru mættir á þingi. í dagskrárnefnd þingsins voru skip- uð: Dr. Valdimar J. Eylands, J. B. Johnson og Herdís Eiríksson. Formaður nefndar, dr. Eylands flutti þegar skýrslu nefndarinnar, sem var í meginatriðum svipuð skýrslum frá fyrri árum. f kjörbréfanefnd voru skipuð: Guð- mann Levy, Kristín Johnson og Guðrún Jónasson. Fjölmargar kveðjur voru fluttar þing- heimi, sumar af segulbandi, aðrar voru lesnar upp af forseta. Kveðjur bárust frá: Sigurði Sigurgeirssyni forseta Þjóð- ræknisfélagsins á íslandi, dr. theol. Ás-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.