Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 27
hafið í ljóðum vestur-íslenzkra skálda 9 Kvæði Einars Páls Jónssonar „Haf“ (Sólheimar) lýsir því fagur- tega og eftirminnilega, hve mikil ítök það á í huga hans. Þessi eru upphafserindi kvæðisins: Fagra, bjarta, breiða haf, — brúað sólargeisla staf. Alla leið, sem augað sér, ertu líkt og slípað gler. í þér speglast heiðishátt himinhvolfið djúpt og blátt. Líkt og bæn frá barnsins sál birtast mér þín Huldumál. Snemma unglings andi minn yndis naut við barminn þinn. Með eldi fyllta farmanns þrá eg flúði þínar náðir á. I síðari erindum kvæðisins verður hafið skáldinu táknmynd lífsins, og er sú algenga samlíking þar færð í orðhagan og markvísan búning. Hið sama má segja um kvæði Einars „Brim“ og „í rúmsjó“ (bæði í Sól- heimum), og á það jafnt við um list- raena efnismeðferð og táknrænar lýsingar þeirra. í lokaerindi hins fyrrnefnda kvæðis lýsir sér einnig hjúpstæður þjóðræknisandi skálds- ins: Hver sál, sem er íslenzks eðlis, kýs ólgandi manndráps höf. Lví lífið er líkast brimi °g lognið þess hefndargjöf. í kvæði sínu „Lokaróðurinn“ (Skilarétt) lýsir Páll S. Pálsson með ^löggskyggni og samúð lífi og hugs- unarhætti gamals sjómanns, sem br°tið hefir bát sinn í lendingu og er hættur sjóferðum, en hugur hans er þó allur úti á hafinu. Er það auðsætt af upphafserindi kvæðisins, sem mjög er allt í sama anda með geðþekkum Ijóðrænum blæ: Hann situr við hafið og horfir á hvítvængjuð sigla skipin. Órættar vonir, ófyllt þrá, óhugur, kvíði, nú sitja honum hjá og bregða bliku á svipinn. Hann átti þó líka forðum fley með fannhvítum, þöndum voðum, er stýrði hann sjálfur sterkri mund mót straumum og fram hjá boðum. í kvæði Páls „Skipbrots-maður- inn“ (The Castaway), sem einnig er í bók hans Skilarétt, renna sævar- lýsingin og hin táknræna merking saraan í fastmótaða heild, er nýtur sín því aðeins, að menn lesi kvæðið allt, og fylgir það hér á eftir: Hefðir þú sjón, þá hér þú mundir sjá við hlið hans standa engil, — drottni frá. Á sandinn hljóða starir stjörnu- mergð, en stunur hafsins leika undir-spil við hugsun manns, sem himins mænir til með höggvinn skjöld og brynju — og slitið sverð. Sem brotið skip, af brim-sjó rekið lífs, er bárur kaldar hafa leikið við, hann liggur hér við ömurleika alls, og ekkert það, er veitir honum grið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.