Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 30

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Side 30
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA víða hitta málmyndir og samlíking- ar vel í mark; ekki leynir sér þar heldur samúð skáldsins með smæl- ingianum og fyrirliting hans á harðýðgi og hverskonar yfirskyni, sem áttu sér djúpar rætur í sterkri réttlætiskennd hans, og finna sér framrás í hinum mörgu ádeilukvæð- um hans. Mjög í sama anda og ofannefnt kvæði Jóns Runólfssonar er kvæði Bjarna Lyngholts „Sjómennskan11 (Fölvar rósir), og í kvæðinu „Skip- brot“ (í sömu bók) skyggnist skáld- ið, með samúðarríkum skilningi, inn í hugskot ótrauðs farmanns, sem brýtur skip sitt í brimlendingu. Kvæði dr. Sigurðar J. Jóhannesson- ar „Dáinn“ (Kvisiir) er einnig að öðrum þræði mannúðarþrungin lýs- ing á sárum harmi sjómannsekkju. Hér að framan hefir þegar verið getið allmargra kvæða, þar sem haf- ið eða siglingar urðu skáldunum efni táknræns viðhorfs til lífsins. Ástæða er til þess að taka til stuttr- ar athugunar nokkur fleiri slíkra kvæða vestur-íslenzra skálda. Kvæði Jóns Runólfssonar „Skipa- flotinn minn“ (Þögul Leifiur) er á- gætt dæmi slíkra kvæða, en það er ort með hliðsjón af „Poems of Pro- gross“, í því er sá tregatónn, sá hyggjuhiti og undirstraumur djúpra tilfinninga, sem einkennir mörg beztu kvæði Jóns. Upphafs- og síð- asta erindi kvæðisins fara hér á eft- ir, en gefa þó aðeins takmarkaða hugmynd um það, hve samfelld er hugsun kvæðisins og hve vel sam- líkingunni við hafið og haldið frá byrjun til enda: Ef skip mín öll um öldugeim í einum flota sigldu heim. — Ó, hvílík undur! Eg held þá að yrði höfnin næsta smá, ef skip mín öll um öldugeim í einum flota sigldu heim. Ó, skín í heiði, himinsól, á hafi mínu skipastól! Ó, líðið, vindar, létt og hægt, að leiðið megi verða þægt! En er í hafi ólga hefst, og Ægir kóngur fórnar krefst, þá skip mín öll um öldugeim hann eigi — bara ef „Þrá“ kemst heim. Lipurlega ort og athyglisvert er kvæði Jónasar Stefánssonar frá Kaldbak „Sigling“ (Úr útlegð), á- deilukennt, eins og skáldinu var lagið, en varpar einnig með öðrum hætti ljósi á lífsskoðun hans. Bera eftirfarandi erindi því vitni: Litlausa meðalmennskan mannheimi lítið gaf. — Með lík í lest hún siglir leið sína um Dauðahaf. Ég geri eins og aðrir, en aldrei gleðst ég þó með þrælum meðalmennsku, á mannlífs Dauðasjó. „Að sigla með lík í lestinni“ er, eins og kunnugt er, runnið frá Hen- rik Ibsen, norska leikritaskáldinu fræga, en Jónas túlkar þá skoðun a samtíðinni á sína vísu. Skal þá staðar numið. Ekki er hér þó um tæmandi upptalningu að ræða í þessum efnum. Eins og rit- gerðin ber með sér um tilvitnanii-) hefi ég takmarkað þær við prentaðar ljóðabækur umræddra skálda, og þeirra venjulega getið í svigum a
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.