Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
víða hitta málmyndir og samlíking-
ar vel í mark; ekki leynir sér þar
heldur samúð skáldsins með smæl-
ingianum og fyrirliting hans á
harðýðgi og hverskonar yfirskyni,
sem áttu sér djúpar rætur í sterkri
réttlætiskennd hans, og finna sér
framrás í hinum mörgu ádeilukvæð-
um hans.
Mjög í sama anda og ofannefnt
kvæði Jóns Runólfssonar er kvæði
Bjarna Lyngholts „Sjómennskan11
(Fölvar rósir), og í kvæðinu „Skip-
brot“ (í sömu bók) skyggnist skáld-
ið, með samúðarríkum skilningi, inn
í hugskot ótrauðs farmanns, sem
brýtur skip sitt í brimlendingu.
Kvæði dr. Sigurðar J. Jóhannesson-
ar „Dáinn“ (Kvisiir) er einnig að
öðrum þræði mannúðarþrungin lýs-
ing á sárum harmi sjómannsekkju.
Hér að framan hefir þegar verið
getið allmargra kvæða, þar sem haf-
ið eða siglingar urðu skáldunum
efni táknræns viðhorfs til lífsins.
Ástæða er til þess að taka til stuttr-
ar athugunar nokkur fleiri slíkra
kvæða vestur-íslenzra skálda.
Kvæði Jóns Runólfssonar „Skipa-
flotinn minn“ (Þögul Leifiur) er á-
gætt dæmi slíkra kvæða, en það er
ort með hliðsjón af „Poems of Pro-
gross“, í því er sá tregatónn, sá
hyggjuhiti og undirstraumur djúpra
tilfinninga, sem einkennir mörg
beztu kvæði Jóns. Upphafs- og síð-
asta erindi kvæðisins fara hér á eft-
ir, en gefa þó aðeins takmarkaða
hugmynd um það, hve samfelld er
hugsun kvæðisins og hve vel sam-
líkingunni við hafið og haldið frá
byrjun til enda:
Ef skip mín öll um öldugeim
í einum flota sigldu heim. —
Ó, hvílík undur! Eg held þá
að yrði höfnin næsta smá,
ef skip mín öll um öldugeim
í einum flota sigldu heim.
Ó, skín í heiði, himinsól,
á hafi mínu skipastól!
Ó, líðið, vindar, létt og hægt,
að leiðið megi verða þægt!
En er í hafi ólga hefst,
og Ægir kóngur fórnar krefst,
þá skip mín öll um öldugeim
hann eigi — bara ef „Þrá“ kemst
heim.
Lipurlega ort og athyglisvert er
kvæði Jónasar Stefánssonar frá
Kaldbak „Sigling“ (Úr útlegð), á-
deilukennt, eins og skáldinu var
lagið, en varpar einnig með öðrum
hætti ljósi á lífsskoðun hans. Bera
eftirfarandi erindi því vitni:
Litlausa meðalmennskan
mannheimi lítið gaf. —
Með lík í lest hún siglir
leið sína um Dauðahaf.
Ég geri eins og aðrir,
en aldrei gleðst ég þó
með þrælum meðalmennsku,
á mannlífs Dauðasjó.
„Að sigla með lík í lestinni“ er,
eins og kunnugt er, runnið frá Hen-
rik Ibsen, norska leikritaskáldinu
fræga, en Jónas túlkar þá skoðun a
samtíðinni á sína vísu.
Skal þá staðar numið. Ekki er
hér þó um tæmandi upptalningu að
ræða í þessum efnum. Eins og rit-
gerðin ber með sér um tilvitnanii-)
hefi ég takmarkað þær við prentaðar
ljóðabækur umræddra skálda, og
þeirra venjulega getið í svigum a