Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
N.E.S. 21,R-1L Hann var fæddur á
íslandi, en hafði búið í mörg ár
nálægt Leslie í Saskatchewan.
Gunnlaugur var góður brikkleggj-
ari, og byggði hann margan stromp-
inn á landnámsárunum þarna vest-
urfrá. Kona Gunnlaugs hét Kristín,
en ekki er ég viss um, hvar hún
var fædd eða hvar hún ólst upp.
Börn þeirra Gunnlaugs og Kristínar
eru sjö: Jónbjörn, sem síðar verður
getið, Bergvin bóndi í grennd við
‘Spirit River’ í Alberta, Jódís, Karl,
Alvin, Lóa og Linda. Móðir Krist-
ínar, Albína Jóelsson, dvaldist hjá
dóttur sinni síðustu árin, sem hún
lifði. Lá leið mín oft um garð hjá
þeim Björnsson hjónum, og gleymi
ég seint skyrinu, slátrinu, mysuost-
inum og fleiru góðgæti, sem þar var
á borðum. Gunnlaugur og Kristín
eru nú bæði dáin fyrir nokkrum ár-
um.
Elzti sonur þeirra Gunnlaugs og
Kristínar, Jónbjörn, átti heima að
S.E S. 28,R.17. Jónbjörn gekk í her-
inn í síðari heimstyrjöldinni. Hann
er nú bóndi fyrir norðan Fort St.
John, sem er bær fyrir norðan Frið-
arána (Peace River).
Jón Ólafsson bjó að S.E.S. 29,R.17
og mun hafa komið frá Selkirk. Jón
ílentist ekki í byggðinni.
Bær Sveins Þorsteins Sveinsson-
ar var að S.E.S. 20,R.17. Sveinn var
frá Árnesbyggð í Nýja íslandi og
hálfbróðir þeirra Elíasson bræðra,
sem næst verða taldir. Hann fór til
baka til Nýja íslands eftir minna
en árs dvöl í Sunnybrook og á nú
heima í grennd við Árnes.
Þá fara hér á eftir nöfn þriggja
bræðra:
Frank Elíasson átti heima að
N.W.S.21, R.17. Hann var frá Árnes-
byggð í Nýja íslandi. Frank er nú
matreiðslumaður vestur við haf.
Helgi Elíasson bjó að S.W.20, R.17.
Hann vinnur nú við vöruafgreiðslu
vestur í Vancouver.
Magnús Elíasson átti sér heimili
að S.E.S. 19,R.17. Hann á nú heima
í Winnipeg og er útbreiðslumaður
fyrir flokk Ný-demókrata í Mani-
toba.
Guðmundur Elíasson, faðir þeirra
Elíasson bræðra, bjó að S.W.S. 19,
R.17. Guðmundur var fæddur á ís-
landi í Görðum undir Jökli. Hann
var bóndi í Norður Dakóta og síðar
á Laufhóli í Árnesbyggð í Nýja ís-
landi. Guðmundur átti ekki langa
viðdvöl í byggðinni. Hann hvarf til
baka til Nýja íslands, átti heima í
Vancouver síðustu níu ár ævinnar
og dó þar 4. marz 1953.
Aðalgeir Goodman tók við
heimilisréttar landi Guðmundar
Elíassonar, þegar hinn síðarnefndi
hvarf úr byggðinni. Aðalgeir var
fæddur heima á íslandi. Hafði átt
heima nokkur ár í Geysirbyggð í
Nýja íslandi og stundað síðar land-
búnað nálægt Elfros í Saskatch-
ewan. Eftir að Aðalgeir hætti bú-
skap í Sunnybrook, annaðist hann
sölu á byggingarefni í Dawson
Creek. Hann er nú dáinn fyrir
nokkrum árum.
Kristmundur Einarsson bjó að
N.E.S. 19.R.17. Konu hans Ingu Ein-
arsson er áður getið. Kristmundur
var fæddur og uppalinn í Vatna-
byggðunum 1 Saskatchewan. Hann
gegndi herþjónustu í síðari heim-
styrjöldinni, og er nú dáinn fyrir
nokkrum árum.