Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Qupperneq 34
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA N.E.S. 21,R-1L Hann var fæddur á íslandi, en hafði búið í mörg ár nálægt Leslie í Saskatchewan. Gunnlaugur var góður brikkleggj- ari, og byggði hann margan stromp- inn á landnámsárunum þarna vest- urfrá. Kona Gunnlaugs hét Kristín, en ekki er ég viss um, hvar hún var fædd eða hvar hún ólst upp. Börn þeirra Gunnlaugs og Kristínar eru sjö: Jónbjörn, sem síðar verður getið, Bergvin bóndi í grennd við ‘Spirit River’ í Alberta, Jódís, Karl, Alvin, Lóa og Linda. Móðir Krist- ínar, Albína Jóelsson, dvaldist hjá dóttur sinni síðustu árin, sem hún lifði. Lá leið mín oft um garð hjá þeim Björnsson hjónum, og gleymi ég seint skyrinu, slátrinu, mysuost- inum og fleiru góðgæti, sem þar var á borðum. Gunnlaugur og Kristín eru nú bæði dáin fyrir nokkrum ár- um. Elzti sonur þeirra Gunnlaugs og Kristínar, Jónbjörn, átti heima að S.E S. 28,R.17. Jónbjörn gekk í her- inn í síðari heimstyrjöldinni. Hann er nú bóndi fyrir norðan Fort St. John, sem er bær fyrir norðan Frið- arána (Peace River). Jón Ólafsson bjó að S.E.S. 29,R.17 og mun hafa komið frá Selkirk. Jón ílentist ekki í byggðinni. Bær Sveins Þorsteins Sveinsson- ar var að S.E.S. 20,R.17. Sveinn var frá Árnesbyggð í Nýja íslandi og hálfbróðir þeirra Elíasson bræðra, sem næst verða taldir. Hann fór til baka til Nýja íslands eftir minna en árs dvöl í Sunnybrook og á nú heima í grennd við Árnes. Þá fara hér á eftir nöfn þriggja bræðra: Frank Elíasson átti heima að N.W.S.21, R.17. Hann var frá Árnes- byggð í Nýja íslandi. Frank er nú matreiðslumaður vestur við haf. Helgi Elíasson bjó að S.W.20, R.17. Hann vinnur nú við vöruafgreiðslu vestur í Vancouver. Magnús Elíasson átti sér heimili að S.E.S. 19,R.17. Hann á nú heima í Winnipeg og er útbreiðslumaður fyrir flokk Ný-demókrata í Mani- toba. Guðmundur Elíasson, faðir þeirra Elíasson bræðra, bjó að S.W.S. 19, R.17. Guðmundur var fæddur á ís- landi í Görðum undir Jökli. Hann var bóndi í Norður Dakóta og síðar á Laufhóli í Árnesbyggð í Nýja ís- landi. Guðmundur átti ekki langa viðdvöl í byggðinni. Hann hvarf til baka til Nýja íslands, átti heima í Vancouver síðustu níu ár ævinnar og dó þar 4. marz 1953. Aðalgeir Goodman tók við heimilisréttar landi Guðmundar Elíassonar, þegar hinn síðarnefndi hvarf úr byggðinni. Aðalgeir var fæddur heima á íslandi. Hafði átt heima nokkur ár í Geysirbyggð í Nýja íslandi og stundað síðar land- búnað nálægt Elfros í Saskatch- ewan. Eftir að Aðalgeir hætti bú- skap í Sunnybrook, annaðist hann sölu á byggingarefni í Dawson Creek. Hann er nú dáinn fyrir nokkrum árum. Kristmundur Einarsson bjó að N.E.S. 19.R.17. Konu hans Ingu Ein- arsson er áður getið. Kristmundur var fæddur og uppalinn í Vatna- byggðunum 1 Saskatchewan. Hann gegndi herþjónustu í síðari heim- styrjöldinni, og er nú dáinn fyrir nokkrum árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.